Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. ágúst 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 522

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1407311 – Hvaleyrarbraut 32, breyting

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 29.07.14 um að breyta innra skipulagi 3.hæðar, breyta lyfturými í geymslu á 1. og 2. hæð. einnig að breyta í ræstingu á 3.hæð samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 28.07.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1407345 – Öldutún 4 slæm umgengni á lóð

      Borist hefur ábending um slæma umgengni á lóðinni, drasl á víð og dreif.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að koma lóðinni í viðundandi horf, sbr. byggingarreglugerð grein 7.2.4. Frágangur lóðar: “Lóðarhafa er skylt að ganga snyrtilega frá lóð sinni með gróðri eða á annan hátt í samræmi við samþykkta uppdrætti.”

    • 1011351 – Brekkutröð 3, byggingarstig og notkun

      Brekkutröð 3 er skráð á bst 4 og mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Við lokaúttekt kom í ljós að nánast allir eigendur eru búnir að gera ólögleg milliloft. Einnig vantar upp á brunavarnir í húsið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.03.13 eigendum skylt að skila inn réttum uppdráttum af húsinu með samþykki Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins innan fjögurra vikna eða fjarlægja milliloftin að öðrum kosti. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 24.07.2014 dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Magnús Guðmundsson og sömu upphæð á eigendur: Epoxy flex gólflagnir ehf, Snittvélin sf, Halldór Ólafsson, Skin ehf, Gunnar Hjaltalín, Berglind ehf, Ólafur Guðmundsson, Hólmgeir Guðmundsson, Þórður Rúnar Magnússon, Suðurskel ehf og Rausn ehf frá og með 01.09.2014. Komið hefur í ljós að Magnús Guðmundsson sagði sig af verki 11.03.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi afturkallar dagsektir á Magnús Guðmundsson og biðst velvirðingar á mistökum. Húseigendum er gert að ráða nýjan byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan 4 vikna, að öðrum kosti koma áður boðaðar dagsektir á eigendur til framkvæmda.

    • 0908248 – Hringhella 8, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt var framkvæmd 27.02.2014, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Brunaöryggismál hússins eru ekki í lagi. Húsið er ekki brunatryggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna.

    • 1201327 – Einivellir 5, byggingarstig og úttektir

      Einivellir 5 er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að engin lokaúttekt hafi átt sér stað. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 30.04.2012. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Síðan hafa staðið deilur um hver sé byggingarstjóri á húsinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna og minnir jafnframt á ábyrgð eiganda Íbúðalánasjóðs skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu innan tilskilins tíma mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki til að knýja á um úrbætur.

    C-hluti erindi endursend

    • 1408002 – Mjósund 10, byggingarleyfi

      Atli Jóhann Guðbjörnsson leggur f.h. Mjósunds 10 ehf inn reyndarteikningar innandyra og hurðabreytingar utandyra út á verandir. “austur- og vesturhlið”.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt