Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. ágúst 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 523

Mætt til fundar

  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1408147 – Sólvangsvegur 1, byggingarleyfi, leiðrétting á fyrri samþykkt

      Höfn óskar eftir leiðréttingu, dags. 13.8.2014, á fyrri samþykkt frá 29.1.2014 þar sem verið er að fella niður fyrirhugaða viðbyggingu ásamt leiðréttingu á uppdrætti fyrir jarðhæð fyrir gerð eignaskiptayfirlýsingar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 0911132 – Suðurhella 10, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.05.2010 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrð málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Áður lagt fram bréf frá Þorsteini Gunnlaugssyni og Hreiðari Sigurjónssyni dags. 17.05.2010 þar sem gerð er grein fyrir málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt og öryggisúttekt innan fjögurra vikna. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á á byggingarstjóra Kristján Finnsson og sömu upphæð á eigendur Lagga ehf. kt. 660106-2270 frá og með 1. september 2012, en frestur var veittur til 01.11.2012. síðan hefur ekkert gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi setur áður boðaðar dagsektir í innheimtu frá og með 01.09.2014 hafi ekki verið sótt um fokheldis- og/eða lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1402061 – Selvogsgata 14, óskráður bílskúr

      Við gerð deiliskipulags fyrir Suðurbæinn, kom í ljós að á lóðinni Selvogsgata 14 er óskráður bílskúr, ca 24m2 að stærð. Ekki er getið um þennan bílskúr í eignaskiptayfirlýsingu frá árinu 2007. Áslaug E Guðmundsdóttir skilar inn uppdráttum af geymsluskúr, sem kom í ljós við gerð deiliskipulags fyrir Suðurbæinn að ekki var getið um í eignaskiptayfirlýsingu frá árinu 2007.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1408149 – Kaldárselsvegur 121325- Hlíðarþúfur, búseta í hesthúsi

      Ólögleg búseta í hesthúsi nr. 213 í Hlíðarþúfum, mhl 03 við Kaldárselsveg 121325.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eiganda á að búseta er óheimil í hesthúsasvæði og óskar eftir skýringum frá eiganda innan þriggja vikna

    C-hluti erindi endursend

    • 1407118 – Norðurhella 8, reyndarteikningar

      Norðurhella 8 ehf leggja 09.07.2014 inn reyndarteikningar af Norðurhellu 8, unnið af Jóni Þór Þorvaldsson dagsettar 01.04.2014. Stimpill frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs. Nýjar teikningar bárust 08.08.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt