Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. september 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 527

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1307150 – Strandgata 32.breyting

      Eyvindur Jóhannsson sækir 12.07.13 um að setja hurð í stað núverandi glugga á suðurhlíð að Firði. Samkvæmt teikningum Gísla G.Gunnarsonar dag.10.07.13. Nýjar teikningar bárust 11.11.13 og 29.08.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1406130 – Flókagata 5.klæðning

      Húsfélagið Flókagötu 5 sækir þann 04.06.2014 um að klæða hluta útveggja á þremur hliðum með báru- álklæðningu, einnig fyrir áður uppsettri báruklæðningu og að fjarlægja skorstein hússins samkvæmt teikningum frá Reyni Kristjánssyni kt.100361-4779. Nýjar teikningar bárust 08.09.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1409164 – Skútahraun 2, girðing

      Fjarskipti hf. sækja 05.09.2014 um leyfi fyrir girðingu umhverfis hluta lóðarinar Skútahrauni 2, samkvæmt teikningum Gauts Þorsteinssonar dagsettar 27.08.2014.

      Samþykki meðeigenda í húsi ásamt aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1407210 – Grandatröð 10, breyting byggingarleyfi

      Björn Gíslasson leggur 22.07.14 inn reyndarteikningar teiknaðar af Ásmundi Jóhannssyni dags.17.07.2009. Nýjar teikningar bárust 09.09.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1409277 – Hreinsunarátak, umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

      Umhverfis- og framkvæmdasvið sækir um stöðuleyfi fyrir gáma sem nota á í hreinsunarátaki fyrir bæinn. Sbr. meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1409228 – Eyrarholt 16, fyrirspurn

      Helgi Már Hannesson leggur 09.09.14 fram fyrirspurn um að setja þakglugga á þak yfir 4.hæð ris. Þakglugginn mun snúa í austurátt og verður í litlu ónotuðu rými. Stærð glugga er 1200×780.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en bendir á að framkvæmdin er byggingarleyfisskyld.

    • 09103152 – Steinhella 14, byggingarstig og notkun

      Húsið er skráð á byggingarstigi 2, þó svo að það sé nær fullgert. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og síðan lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Nýr byggingarstjóri var skráður á verkið 16.02.12. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.02.13 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Fokheldisúttekt var synjað 28.02.13. Eftir að klæða norðurgafl og klára brunaskilveggi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf 12.09.13 eigendum enn 4 vikur til að bregðast við athugasemdum, áður en boðaðar dagsektir koma til framkvæmda. Ekki var brugðist við erindinu, en málið hefur verið í ferli frá 2009.

      Húsið er ekki brunatryggt og öryggismál ófrágengin. Skipulags- og byggingarfulltrúi setur leggur dagsektir kr. 20.000 á dag frá og með 15.10.2014 á byggingarstjóra Hreiðar Sigurjónsson og eigendur JDÓ ehf (15 bil) og aðra eigendur kr. 10.000 á dag: Iðjan ehf, Hólshús ehf, Helga Sigurðsson og Hildi Thors, Óskar Friðriksson, Guðmund Ásgeir Ólafsson, Hreiðar Sigurjónsson, Svein Benediktsson, Byggingarfélagið Aspir ehf, Klúkusteinn ehf, Atla Guðlaug Steingrímsson og Erlu Ásdísi Kristinsdóttur, Birgi Axelsson og Örlyg Kristmundsson ehf frá og með 01.10.2014. Dagsektir má innheimta með fjárnámi í viðkomandi eign skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1205218 – Hnoðravellir 21 og 25-31.Umgengni á lóð.

      Hnoðravellir 21 og 25-31.Umgengni á lóð. Á lóðinni nr. 27 er enn gámur, sem staðið hefur þar mjög lengi án stöðuleyfis.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda gámsins skylt að fjarlægja hann innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því verður gámurinn fjarlægður á kostnað eiganda.

    • 10023452 – Furuás 30, frágangur lóðar

      Ítrekuð hefur verið kvörtun vegna frágangs á lóðinni Furuás 30. Byggingarefni og timbur er á lóðinni, og ekki hefur verið gengið frá lóðinni. Samkvæmt lóðarleigusamningi átti að fullgera húsið að utan fyrir 18. desember 2008. Málið hefur verið í meðferð frá 2010 og er ekki að fullu lokið, þar sem enn er byggingarefni og timbur á lóðinni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja umrætt timbur og byggingarefni af lóðinni innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því verður það fjarlægt á kostnað eiganda.

    • 1407301 – Hverfisgata 22, mannvirki í niðurníðslu

      Baklóð Hverfisgötu 22, þ.e. hús nr. 22B, liggur undir skemmdum og nágrannar hafa verulegar áhyggjur af slysahættu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að koma fasteigninni í viðunandi horf innan 4 vikna.

    • 1103166 – Rauðhella 1, umgengni á lóð

      Athugasemd er gerð við lóðarumgengi,Rauðhellu 1. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því til eigenda 09.03.2011 að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja gáma sem eru án leyfis, og lausadrasl af lóðinni innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því verður það fjarlægt á kostnað eiganda.

    • 1409303 – Burknavellir 19, byggingarstig og notkun

      Ekki hefur farið fram lokaúttekt á húsinu þótt það sé fullbyggt og tekið í notkun. Borist hefur erindi frá íbúa hússins þar sem hann óksar eftir aðgerðum byggingarfulltrúa í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 3 vikna.

Ábendingagátt