Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. september 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 528

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1408285 – Sléttuhlíð B-6 breyting

      Helga Eiríksdóttir sækir 20.08.14 um að stækka sumarhús við Sléttuhlíð B- 6 samkvæmt teikningum Hildar Bjarnardóttur dags. 15.08.14 Nýjar teikningar bárust 16.09.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt:$line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1409082 – Strandgata 31-33 fyrirspurn um byggingarleyfi

      Casula ehf Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík leggur inn fyrirspurn hvort heimilt verði að breyta Strandgötu 31-33 skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 19. ágúst 2014. Ennfremur lagt fram bréf Yrki arkitekta dags. 13. ágúst 2014.

      Skipulags- og byggingarsvið hefur yfirfarið fyrirspurnarteikningarnar, sjá meðfylgjandi athugasemdir. Erindinu er frestað þar sem deiliskipulagsbreytingin er í lögboðnu ferli.

    • 1409487 – Iðnskólinn í Hafnarfirði, bílastæði

      Borist hafa kvartanir frá nágrönnum vegna umferðar að nóttu til. Bílastæðin tilheyra Iðnskólanum og eru í hans umsjá.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til Iðhskólans að loka aðgengi að bílastæðunum frá kl. 24:00 til 07:00 til samræmis við 4. grein lögreglusamþykktar fyrir Hafnarfjörð, sem fjallar um ónæði af völdum hávaða.

    • 1409396 – Móabarð 29

      Borist hefur kvörtun vegna fiskikerja á götunni fyrir framan húsið.

      Samkvæmt 20 grein lögreglusamþykktar fyrir Hafnarfjörð er óheimilt að leggja eða setja neitt það á almannafæri sem hindrar umferð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda kerjanna skylt að fjarlægja þau innan tveggja vikna. Að öðrum kosti verða þau fjarlægð á kostnað eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011351 – Brekkutröð 3, byggingarstig og notkun

      Brekkutröð 3 er skráð á bst 4 og mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Dagsektir voru boðaðar með bréfi frá Skipulags-og byggingarfulltrúa 06.08.2014 frá og með 01.09.2014. Bréf barst frá Ólafi Gumundssyni 10.09.2014 þar sem m.a. er lögð fram verkáætlun.

      Skipulags-og byggingarfulltrúi frestar dagsektum til 15.október 2014 til samræmis við framlagða verkáætlun. En minnir jafnframt á að verði ekki brugðist við fyrir þann tíma þá munu áður boðaðar dagsektir koma í framkvæmd skv. 56 grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Bréfritara er bent á skilgreiningu Þjóðskrár á fokheldi: “Mannvirki telst fokhelt þegar þak hefur verið klætt vatnsverju og glugga- og dyraop verið gustlokað. Við fokheldi reiknast verðmæti mannvirkis inní fasteignamatið.” Ekki er heimilt að taka hús í notkun við fokheldi og ekki fyrr en öryggisúttekt eða lokaúttekt hafa farið fram skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1003299 – Steinhella 10, byggingarstig og notkun

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 31.07.2014 byggingarstjóra skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna. Jafnaframt var bent á ábyrgð eigenda í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipualgs- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á húseigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna.

    • 1003372 – Álfaskeið 56, ófullnægjandi frágangur á lóð

      Kvartanir hafa borist vegna ófullnægjandi frágangs á lóð við Álfaskeið 56, númerlausir bílar, timbur og kerrur á lóð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.03.2014 eigendum hússins skylt að fjarlægja umrætt drasl af lóðinni innan tveggja vikna.Ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna verður draslið fjarlægt á kostnað eigenda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1103168 – Rauðhella 3, umgengni á lóð

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi 09.03.2011 því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna.Ekkert hfeur gerst í málinu síðan.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við þeim innan 4 vikna verður draslið fjarlægt á kostnað eigenda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1308522 – Rauðhella 5,umgengni á lóð

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi 29.08.2013 því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna verður draslið fjarlægt á kostnað eigenda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1103171 – Rauðhella 7, umgengni á lóð

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi 09.03.2011 því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við þeim innan 4 vikna verður draslið fjarlægt á kostnað eigenda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1409504 – Háakinn 1. Númerslausir bílar.

      Ítrekaðar kvartanir hafa borist vegna númerslausra bíla sem lagt er í götunni við Háukinn og Bárukinn og innan lóðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja bílana innan 4 vikna. Að öðrum kosti verða þeir fjarlægðir á kostnað eigenda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1409505 – Drangahraun 8. Númerslausir bílar.

      Ítrekaðar kvartanir hafa borist vegna númerslausra bílar sem lagt við Drangahraun 8.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja bílana innan 4 vikna. Að öðrum kosti verða þeir fjarlægðir á kostnað eigenda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1407069 – Hlíðarás 45, frágangur á byggingarstað

      Haft var samband vegna slysahættu að Hlíðarási 45. Húsið hefur staðið hálfbyggt og óvarið síðan 2008 Er nú í eigu Íslandsbanka. Steypujárn eru óvarin og fallhætta er af efri plötu, sjá meðfylgjandi myndir. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.07.14 eiganda skylt að ganga þannig frá að ekki sé slysahætta af m.a. þyrfti að verja óvarin steypujárn. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín til eiganda, Íslandsbanka hf, um að koma öryggismálum hússin í viðunandi horf. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda í samræmi við 160/2010.

    • 1409537 – Skógarás 5, frágangur á lóð.

      Lóðin er ófrágengin og á henni er m.a. hrúga af mótatimbri.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til húseigenda að fjarlægja umrætt mótatimbur af lóðinni.

    • 1409538 – Skógarás 6, frágangur á lóð

      Lóðin er ófrágengin og á henni er m.a. hrúga af mótatimbri.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til húseigenda að fjarlægja umrætt mótatimbur af lóðinni.

    • 1409539 – Skógarás 11, frágangur á lóð.

      Lóðin er ófrágengin og á henni er m.a. hrúga af mótatimbri.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til húseigenda að fjarlægja umrætt mótatimbur af lóðinni.

    • 1409623 – Strandgata 9 Súfistinn, gámur á baklóð

      Á baklóð hússins hefur um langa hríð staðið gámur, sem ekki er leyfi fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir húseigendum skylt að fjarlægja gáminn innan 4 vikna.

    • 1409624 – Reykjavíkurvegur 60, ólögleg búseta

      Borist hafa upplýsingar um búsetu að Reykjavíkurvegi 60.

      Ekki hafa verið samþykktar íbúðir í húsinu og ber annað hvort að rýma þær eða sækja um breytta notkun með réttum uppdráttum og skriflegu samþykki allra meðeigenda í húsinu.

    • 1409626 – Stapahraun 1, ólögleg búseta

      Borist hafa upplýsingar um búsetu í húsinu, sem er ólögleg þar sem húsið er á iðnaðarsvæði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að rýma viðkomandi íbúðir.

    C-hluti erindi endursend

    • 1409413 – Dalsás 2-6, breyting

      Vélaverkstæði Hjalta Einars ehf sækir um 12.09.14 breytingu á brunastúku milli Dalsás 4-6 og breyting á herbergi á rými fyrir inntök á Dalsási 2. Samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðssonar dag.júl.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1409399 – Daggarvellir 4 a-b, breyting

      Daggarvellir 4 a-b,húsfélag leggja 11.09.2014 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 11.09.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1409363 – Reykjavíkurvegur 62, breyting

      Húsfélagið Reykjavíkurvegi 62 sækir 10.09.2014 um breytinu á innraskipulagi samkvæmt teikningum Hildar Bjarnadóttur dagsettar 06.09.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt