Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. september 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 529

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1409806 – Hafravellir 13 lóðastækkun

      Eysteinn Harry Sigursteinsson og Sigríður D. þórðardóttir óska eftir að felld verði niður tvö bílastæði við enda götunnar og lóð þeirra verði stækkuð sem þeim nemur. Samþykki eigenda næstu húsa liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1409544 – Melabraut 17, stöðuleyfi fyrir gám

      Ingimar Þorvaldsson sækir 17.09.14 um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám.staðsetning er sýnd á blaði sem fylgir með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita umbeðið stöðuleyfi til eins ár í samræmi við grein 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1409847 – Fjörður lifandi laugardagur

      Miðbæjarsamtökin sækja um að setja upp Tívolíland á plani vesturhliðar Fjarðar (munu loka ¾ af planinu frá Firði í vesturátt að Subway). Í Tívolí landinu er gert ráð fyrir að hafa hoppukastala og 3-4 Tívolí tæki. Framkvæmdaheimild frá Umhverfis- og framkvæmdasviði um að loka plássinu liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1409581 – Sléttuhlíð C0, ósk um breytingu á húsnúmeri

      Ragnheiður H Kristjánsdóttir óskar eftir því með ódagsettu bréfi, að númeraskráning á húsi hennar í Sléttuhlið verði breytt úr C0 í B7.

      Sléttuhlíð B7 er til í fasteignaskrá og er óbyggð lóð i eigu bæjarins. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að breyta C0 í B8.

    • 1402059 – Norðurbraut 39, byggingarleyfi

      Jóhannes Magnús Ármannsson sækir 03.02.14 um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Ekki eru gerðar breytingar á útliti eða öðrum eignum í húsinu samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags.06.01.14. Nýjar teikningar bárust 22.04.14. Álit kærunefndar Húsamála barst þann 12.9.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með vísan í álit Kærunefndar húsamála.

    • 1409606 – Melabraut 17, breyting á hæðarlegu

      Bjarni Hrafnsson sækir 19.09.2014 um breytingu á hæðarlegu á Melabraut 17, samkvæmt teikningum Einars Ingimarssonar dagsettar 15.09.2014. Skriflegt samþykki Melabrautar 15 og 19 liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1409782 – Öldugata 22, umgengi á lóð.

      Borist hafa kvartanir um slæma umgengni á lóð við Öldugötu 22.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna.

    • 1409792 – Hnoðravellir 36,skúr.

      Borist hafa upplýsingar um skúr sem hefur verið byggður við lóðamörk.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum frá eiganda skúrsins.

Ábendingagátt