Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. október 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 530

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1409570 – Suðurgata 55, bílskúr og breyting

   Andri Már Ólafsson sækir 18.09.2014 um að byggja bílgeymslu og breyta glugga á vestur hlið í hurð samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 18.09.2014 Nýjar teikningar bárust 30.09.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1407118 – Norðurhella 8, reyndarteikningar

   Norðurhella 8 ehf leggja 09.07.2014 inn reyndarteikningar af Norðurhellu 8, unnið af Jóni Þór Þorvaldsson dagsettar 01.04.2014. Stimpill frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs. Nýjar teikningar bárust 08.08.14 Nýjar teikningar bárust 17.09.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1409876 – Herjólfsgata 34, niðurrif á húsi

   Herjólfsgata 30 ehf sækir um niðurrif á núverandi húsi og bílskúr. Samþykki veðeiganda liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið sem er í samræmi við deiliskipulag, en bendir á að erindið krefst starfsleyfis heilbgrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

  • 1409363 – Reykjavíkurvegur 62, breyting

   Húsfélagið Reykjavíkurvegi 62 leggur 10.09.2014 inn reyndarteikningar Hildar Bjarnadóttur af innraskipulagi dagsettar 06.09.14 vegna eignaskiptayfirlýsingar. Nýjar teikningar bárust 29.09.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1409855 – Klukkuvellir 1, fyrirspurn

   Ástak ehf. leggur 24.09.2014 inn fyrirspurn , óska eftir stækkun lóðar, sjá meðf. erindi.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1405157 – Reykjavíkurvegur 54, fyrirspurn

   Löður ehf leggur 12.05.14 fram fyrirspurn um að breyta núverandi þvottastöð. Allar innkeyrslur verða norðanmegin húss og eingöngu verður um sjálfsþjónustu að ræða. Engar ryksugur verða á vegum löðurs. Svæðið sunnanmegin verður lokað fyrir bílaumferð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1410043 – Stekkjarberg 9, fyrirspurn um skipulag

   Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar leggur inn fyrirspurn dags. 12.09.14 f.h. Ágústar Ármann og Önnu Maríu Kristjánsdóttur varðandi deiliskipulag lóðarinnar Stekkjarberg 9 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

  • 1408362 – Sléttuhlíð, Klifsholt gámur

   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1. september sl. var Gámaþjónustunni gert að færa gáminn og var gefinn viku frestur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipululags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrri bókun. Verð ekki brugðist við erindinu án tafar verður gámurinn fjarlægður á kostnað eiganda.

  • 1311053 – Selhella 7, frágangur á lóð

   Plötur og annar varningur er á lóðinni sem getur fokið og valdið eignartjóni. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.11.13 eigendum byggingarúrgangsins skylt að fjarlægja hann innan 3 vikna.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 3 vikna verður umræddur byggingarúrgangur fjarlægður á kostnað eigenda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1407345 – Öldutún 4 slæm umgengni á lóð

   Borist hafa ábendingar um slæma umgengni á lóðinni, drasl á víð og dreif. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.08.2014 eigendum skylt að koma lóðinni í viðunandi horf, sbr. byggingarreglugerð grein 7.2.4. Frágangur lóðar: “Lóðarhafa er skylt að ganga snyrtilega frá lóð sinni með gróðri eða á annan hátt í samræmi við samþykkta uppdrætti”. Ekkert hefur gerst í málinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 3 vikna verður umræddur byggingarúrgangur og annað drasl fjarlægt á kostnað eigenda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1409937 – Brekkuás 21, breyting á texta

   Hagbyggir ehf. sækir 29.09.2014 um að breyta áður smaþykktum teikningum , breyta óuppfylltu rými í geymslu, samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 06.03.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1409812 – Lónsbraut 68,breyting

   Starnes ehf leggur inn 23.09.14 reyndarteikningar. Dags.21.09.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1409899 – Hringhella 9,reyndarteikningar

   Rafal ehf leggur 26.09.14 fram reyndarteikningar með stimpli frá slökkviliði teiknað af Ásmundi Sigvaldasyni dags. okt 2000.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1409805 – Hnoðravellir 31, breyting á texta

   Gosi,trésmiðja ehf sækir 23.09.2014 um breytingu á texta og teikningu á stiga , samkvæmt teikningur Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 22.9.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1409898 – Dalshraun 3, loftnet

   Síminn hf. sækir 26.09.2014 um uppsettningu á farsímaloftnetum samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 24.09.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1409892 – Hlíðarás 12, breyting

   Sigurður Gísli Björnsson leggur 26.09.14 inn reyndarteikningar sem sýna lóðahönnun, breytingu á skráningartöflu og nýtt rými í kjallara samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags.03.01.2007 breitt 18.09.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1409856 – Hnoðravellir 14, reyndarteikningar

   Guðrún Árný Karlsdóttir leggur 24.09.2014 reyndarteiningar af Hnoðravöllum 14. einnig barst samþykki nágranna fyrir þakglugga og svalahurð, teiknigar eftir Jón M. Halldórsson dagsettar 22.09.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1409987 – Öldutún 4, bílskúr

   Gerð hefur verið athugasemd við að veitt hafi verið leyfi fyrir bílskúr á lóðamörkunum. Hann telur það brjóta í bága við deiliskipulag svæðisins.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu milli funda, meðan nánari athugun fer fram.

  • 1409785 – Eskivellir 11, fyrirspurn

   Haghús ehf leggur 22.09.2014 fyrispurn. Óska eftir áliti byggingarfulltrúa á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lóðinni. Íbúðum er fjölgað um 6.íbúðir úr 36-42. Sjá nánar á meðfylgjandi gögnum , teikningar eftir Jón Hrafn Hlöðversson dagsettar 19.09.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1101333 – Óseyrarbraut 16, breyting

   Malbikunarstöð Hlaðbær-Colas hf sækir 25.01.2011 um breytingu á áður samþykktum teikningum, breytingar eru á skýringum og skráningartöflu samkvæmt teikningum Bjarna Vésteinssonar dagsettar 24.01.2011 Nýjar teikningar bárust 07.02.2011 með simplum frá slökkviliði og heilbrigðiseftirliti.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt