Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. október 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 534

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1410533 – Norðurhella 2, stöðuleyfi gáma

      Umhverfis og framkvæmdasvið sækir 24.10.14 um stöðuleyfi í eitt ár fyrir tvo 20 feta og einn 40 feta gáma samkvæmt innlögðum uppdrætti.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfið til eins árs.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1109159 – Flatahraun 1, byggingarstig og notkun.

      Lokaúttekt ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 05.10.11 og aftur 16.03.12, en byggingastjóra barst hugsanlega ekki bréf um það. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 02.05.2012 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent var á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki. Byggingarstjóri brást ekki við erindinu. Dagsektir voru lagðar á byggingarstjórann, sem var starfsmaður byggingaraðilans/eigandans. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.04.14 byggjanda/eiganda, Leiguliða ehf, skylt að ganga frá húsinu fyrir lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á byggjanda/eiganda Leiguliða ehf kr. 20.000 á dag frá og með 01.12.14 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Dagsektirnar verða sendar til innheimtufyrirtækis.

    • 1011315 – Álfhella 13, byggingarstig og notkun

      Álfhella 13 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt), en búið er að taka húsið í notkun og vantar lokaúttekt sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir voru lagðar á Fore ehf, G. Arnfjörð og Frjálsa fjárfestingabankann, ásamt byggingarstjóra Kjartani Sigurðssyni 01.04.2012.

      Húsið er án brunatryggingar og öryggismál ekki í lagi. Dagsektir voru ranglega felldar niður þar sem það var án samþykkis byggingarfulltrúa. Þar sem eigendaskipti hafa orðið gefur skipulags- og byggingarfulltrúi byggingarstjóra og eigendum frest til 01.12.14 til að sækja um lokaúttekt. Gerist það ekki fyrir þann tíma verða dagsektir lagðar á að nýju á byggingarstjóra og alla eigendur.

    • 1011319 – Breiðhella 16, byggingarstig og notkun

      Breiðhella 16 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á byggingarstig 4 (fokhelt), þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra Þórarinn Þorgeirsson frá og með 1. júní 2012.

      Húsið er ekki brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem úrbætur hafa ekki verið gerðar.

    • 1011369 – Hvaleyrarbraut 33, byggingarstig og notkun

      Hvaleyrarbraut 33 er skráð á byggingarstig 4 (fokhelt), þrátt fyrir að húsið sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 18.06.14 dagsektir á byggingarstjóra Runólf Þór Ástþórsson og sömu upphæð á eigendur Skor ehf, Gunnar Óla Pétursson, K467 ehf og Hvaleyrarbraut 33 ehf frá og með 01.08.14.

      Húsið er ekki að fullu brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem ekki hefur verið brugðist við erindinu.

    • 1011323 – Miðhella 2, byggingarstig og notkun

      Miðhella 2 sem er á athafnasvæði er skráð á bst/mst 2, þrátt fyrir að vera fullbyggt hús, vantar bæði fokheldi og lokaúttekt. Dagsektir voru lagðar á 01.04.2011.

      Húsið er ekki brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem úrbætur hafa ekki verið gerðar.

    • 0911131 – Suðurhella 8, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt, og lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram. Fokheldisúttekt synjað 17.09.10. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 11.01.12 dagsektir á eigendur Arcus ehf og byggingarstjóra Benedikt Egilsson.

      Húsið er ekki brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem úrbætur hafa ekki verið gerðar.

    • 1409998 – Brekkuás 29, breyting

      Örn Eyfjörð Jónsson sækir 30.09.14 um að setja um garðvegg samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 29.09.14 Nýjar teikningar bárust 20.10.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar nágranna.

    • 1306023 – Fífuvellir 2, lokaúttekt ólokið

      Fífuvellir 2 er enn skráð á byggingarstigi 4, þótt það hafi fyrir löngu verið tekið í notkun og flutt inn í það. Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Lúðvík Óskar Árnason og sömu upphæð á eigendur Sveinbjörn Sveinsson og Laufeyju Baldvinsdóttir frá og með 04.09.14.

      Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem úrbætur hafa ekki verið gerðar.

    • 1011233 – Berghella 2, byggingarstig og notkun

      Á lóðinni Berghellu 2 sem er á iðnaðarsvæði eru 3 mhl og allir skráðir á bst 4 (fokhelt) þótt það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir voru lagðar á byggingarstjóra Oddgeir Arnar Jónsson frá og með 1. júní 2012.

      Húsið er ekki brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem úrbætur hafa ekki verið gerðar.

    • 1012255 – Drekavellir 26.Lokaúttekt ólokið.

      Drekavellir 26. Lokaúttekt er ólokið þótt húsið hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi lag´ði dagsektir á byggingarstjóra Kristján Sverrisson frá og með 01.08.14.

      Dagsektir verða sendar í innheimtu þar sem ekki hefur verið brugðist við erindinu.

    • 1011366 – Hvaleyrarbraut 29, byggingarstig og notkun

      Hvaleyrarbraut 29 byggt 2001 er skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt), þrátt fyrir að húsið sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra Sigurð Hjálmar Ragnarsson frá og með 15. apríl 2012.

      Húsið er ekki að fullu brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem ekki hefur verið brugðist við erindinu.

    • 1012192 – Klukkuvellir 7, byggingarstig

      Klukkuvellir 7, sem er fjölbýlishús er skráð fokhelt, þó svo að fólk sé flutt inn, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 15.09.13 dagsektir á byggingarstjóra Anton Kjartansson og sömu upphæð á eigendur frá og með 15.09.2013

      Húsið er ekki brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem úrbætur hafa ekki verið gerðar.

    • 1408149 – Kaldárselsvegur 121325- Hlíðarþúfur, búseta í hesthúsi

      Byggingarfulltrúa bárust upplýsingar um að búið sé í hesthúsi í Hlíðarþúfum, mhl 03 við Kaldárselsveg 121325. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 13.08.14 eiganda á að búseta er óheimil í hesthúsasvæði og óskaði eftir skýringum frá eiganda innan þriggja vikna. Þær hafa ekki borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli um skýringar. Verði ekki brugðist við þeim innan þriggja vikna mun skipulags- og byggignarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 0906205 – Kríuás 47, ósk um lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 08.07.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Ekki var brugðist við athugasemdum. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 16.04.14 dagsektir á byggingarstjóra Sigurð Harald Ragnarsson frá og með 15.05.14.

      Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem ekki hefur verið brugðist við erindinu.

    • 1011349 – Óseyrarbraut 40A, byggingarstig og notkun

      Óseyrarbraut 40A, er skráð á bst 4, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Hvorki hefur verið tekið út fokheldi né lokaúttekt á húsinu, sem er brot á lögum um mannvirkinr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfultlrúi lagði 15.03.12 dagsektir á eigendur Vélsmiðju Orms ehf.

      Húsið er ekki brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem úrbætur hafa ekki verið gerðar.

    • 1004543 – Selhella 5,byggingarstig og notkun

      Selhella 5,er á byggingarstigi 4 (fokhelt) en ekki séð annað en að það sé búið að fullbyggja húsið sem er á iðnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á eigendur Framleiðsluna ehf frá og með 1. júní 2012

      Húsið er ekki brunatryggt og öryggismálum ábótavant. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem úrbætur hafa ekki verið gerðar.

    • 1101044 – Þrastarás 44.Lokaúttekt ólokið.

      Björn Bjarnason sótti 04.05.2011 um lokaúttekt á Þrastarási 44. Lokaúttekt var framkvæmd 05.05.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagektir á byggingarstjóra Björn Bjarnason frá og með 15.09.2013.

      Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem ekki hefur verið brugðist við erindinu.

    • 1408210 – Fjarðargata 19, breyting

      Sjöstjarnan sækir 18.08.14 um að breyta rými 102 á 1.hæð. Rýminu er skipt upp í 3 rými 102/06/07 og fá 106 og 107 nýjan útgang samkvæmt teikningum Sigurðar Harðarsonar dags. 11.07.14 Nýjar teikningar bárust 02.09.14.Umsögn barst frá meðeigendum í húsi 07.10.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu með vísan til umsagnar meðeigenda í húsi. Þessi úrskurður er kæranlegur til kærunefndar húsamála.

    • 0911132 – Suðurhella 10, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.05.2010 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrð málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Áður lagt fram bréf frá Þorsteini Gunnlaugssyni og Hreiðari Sigurjónssyni dags. 17.05.2010 þar sem gerð er grein fyrir málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt og öryggisúttekt innan fjögurra vikna. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á á byggingarstjóra Hreiðar Sigurjónsson og sömu upphæð á eigendur Lagga ehf. kt. 660106-2270 frá og með 1. september 2012, en frestur var veittur til 01.11.2012. Síðan hefur ekkert gerst í málinu og boðuð stöðuúttekt hefur ekki farið fram. Dagsektir voru lagðar á frá og með 01.09.14.

      Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis þar sem ekki hefur verið brugðist við erindinu.

    • 1410610 – Stapahraun 12. lóðastækkun

      Te og kaffi sækir 29.10.14 um lóðastækkun á Stapahrauni 12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1410572 – Sléttuhlíð B2, lóðarleigusamningur, framlenging

      Arngunnur Ýr Gylfadóttir óskar eftir framlengingu á lóðarleigusamningi fyrir Sléttuhlið B2 í 40-50 ár í stað 20 ára frá árinu 2001 eins og nú er.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1407189 – Kaplakriki knatthús matshluti 10, byggingarleyfi

      FH.knatthús ehf sækir um 21.07.14 um að byggja knatthús sunnan núverandi íþróttahúss. Einnig er sótt um leyfi til að breyta áður samþykktum tengigangi að knattspyrnuhúsinu, Risanum svo hann þjóni einnig nýju knatthúsi samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 11.07.14 Nýjar teikningar bárust.

      Byggingaráform voru samþykkt á síðasta fundi, en skriflegt byggingarleyfi verður ekki gefið út fyrr en samþykki Fasteignafélags/Umhverfis- og framkvæmdaráðs liggur fyrir.

    • 1410613 – Hestamannafélagið Sörli, breyting á deiliskipulagi.

      Magnús Sigurjónsson formaður hestamannafélagsins Sörla óskar eftir að fá heimild til að leggja inn breytingu á deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt i fyrirspurnina en óskar eftir nánari gögnum sem sýnir í hverju breytingin er fólgin.

    C-hluti erindi endursend

    • 1410550 – Helluhraun 16-18, breyting á rými 0102

      Eik fasteignafélag hf. sækir 27.10.2014 um að skipta verslunarrými 0102 í tvö rými. Settur er gangur fyrir endan á verslunarrými fyrir flottaleið samkvæmt teikningum Freys Frostasonar dagsettar 24.10.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1410197 – Herjólfsgata 32-34, byggingarleyfi

      Herjólfsgata 30 ehf. sækir 09.10.2014 um leyfi til að byggja tvö fjölbýlishús með sitthvorum 16 íbúðum ásamt sameiginlegri bílgeyslu. Fjölbýlishúsin eru á fjórum hæðum, unnið af Ögmundi Skarphéðinssyni dagsettar 07.10.2014. Brunahönnum i tveimur eintökum. Nýjar teikningar ásamt brunahönnun bárust 22.10.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1410548 – Hvammabraut 2H, umsókn um byggingarleyfi

      Byggingarleyfi fyrir spennistöð við Hvammabraut 2H.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1410482 – Ölduslóð 19, breyting

      Kristjana Einarsdóttir sækir þann 22.10.14 um að breyta jarðhæð hússins samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 22.01.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1408391 – Burknavellir 1-3, breyting

      Ingvar og Kristján ehf sækja 27.08.14 m leyfi til að breyta fyrikomulagi bílastæða/fjölgun, fellt út ákvæði um sprinkler í bílakjallara. samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dag.ágúst 2014. Ný teikning 1 af 6 með stimpli slökkviliðs barst 23.10.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt