Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Lautasmári ehf. sækir 31.10.2014 um breytingu á innraskipulagi á Furuási 8, samkvæmt teikninum Kristins Ragnarssonar dagsettar 30.10.2014.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.
Hrafnista leggur inn 05.11.14 inn umsókn um að innrétta tvö vistherbergi á jarðhæð í A-álmu. Samkvæmt teikningum Odds Kr.Finnbjarnarsonar dag.13.10.14.
Ingvar og Kristján ehf sækja 27.08.14 m leyfi til að breyta núverandi fyrikomulagi bílastæða í Kjallara. Og fella niður ákvæði um sprikkler skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 21.10.2014 fylgir.Ný teikning 1 af 6 með stimpli slökkviliðs barst 23.10.14 Öryggissamningur og mynd barst 07.11.2014.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Hafnarfjarðarbær afsalar sér lóðarræmu sem þarf til að unnt sé að verða við erindinu og mun vinna ný lóðablöð fyrir málið.
Anton Kjartansson byggingarstjóri leggur inn reyndarteikningar dags. sept. 2014 vegna lokaúttektar á Hnoðravöllum 1.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.
Anton Kjartansson byggingarstjóri leggur inn reyndarteikningar dags. sept. 2014 vegna lokaúttektar á Hnoðravöllum 3.
Kristín Þorsteinsdóttir leggur 15.10.2014 rendarteikningar óskar einnig eftir leyfi fyrir þegar byggðu grindverki sem er götuhlið hússins, ásamt því að hafa 3. bilastæði inná lóðinni. Teikningar unnar af Gísla Gunnarssyni dagsettar 14.09.2014 Leiðréttar teikningar bárust 06.11.2014.
Gosi Trésmiðja sækir 05.05.14 um að breyta innraskipulagi og gluggum samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dags. 08.08.11 Nýjar teikningar bárust 23.09.2014. Nýjar teikningar bárust 11.11.2014.
Framkvæmdirnar sem sótt er leyfi fyrir felast í niðurrifi á bakhúsi við Strandgötu 19 og að hefja jarðvegsvinnu (yfirborðs) til að undirbúa byggingu grunna fyrir samþykktar nybyggingar við Strandgötu 19 og Austurgötu 22 skv. samþykktu deiliskipulagi frá s.l. hausti. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 05.11.14, en síðan hafa komið í ljós grunnur húss frá 1840 ásamt hleðslum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi stöðvar niðurrif hússins þar til álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir og vísar málinu þangað til umsagnar. Jafnframt felur skipulags- og byggingarfulltrúi Byggðasafni Hafnarfjarðar að mæla og skrá húsgrunninn og hleðslurnar á lóðinni. Þegar niðurrif fer af stað þarf fornleifafræðingur að vakta svæðið. Enn fremur er vísað til 24. greinar laga um menningaminjar nr. 8/2012: “Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.”$line$
Ingvar og Kristján ehf sækja 10.11.14 um að breyta útsogi frá háf og ofan ljós samkvæmt teikningum Jóhanns M Kristinsddonar dags.12.03.14. Stimpill Heilbrigðiseftirlits er á teikningu.
Hjalti Kristinn Unnarsson sækir 04.09.13 um leyfi fyrir breytingum á þaki samkvæmt áður samþykktum teikningum dagsettar. 15.06.1983. Byggingarleyfi var fallið úr gildi þegar framkvæmdir hófust þar sem meira en eitt ár leið frá útgáfu þess sbr. 14. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Komið hefur í ljós að byggingin er 46 cm hærri en deiliskipulag leyfir. Skráningartafla hefur heldur ekki borist.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja um endurnýjun byggingarleyfis og þarf skráningartafla að fylgja umsókninni. Skipulags- og byggingarsvið mun vinna breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynna skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 22.10.14.
Lagt fram.
Breiðhella 16 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á byggingarstig 4 (fokhelt), þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.11.14 eigendum skylt að ráða nýja byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein skipulagslaga nr. 160/2010. Borist hefur bréf frá eigendum þar sem staðhæft er að húsið sé aðeins fokhelt og ekki í notkun.
Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á ákvæði í lóðarleigusamningi:$line$8. gr.$line$Lóðarhafa er skylt:$line$a) að greiða gatnagerðargjald samkvæmt gjaldskrá og þjónustugjöld skipulags- og byggingarfulltrúa samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.$line$b) að leggja inn fullunna aðaluppdrætti, eigi síðar en 7. maí 2007.$line$c) að ljúka gerð sökkulveggja fyrir 7. október 2007.$line$d) að gera húsið fokhelt og grófjafna lóð fyrir október 2008.$line$e) að fullgera húsið ásamt lóð fyrir 7. apríl 2009.$line$f) að halda byggingarframkvæmdum að öðru leyti áfram með eðlilegum hraða að dómi bæjarstjórnar.$line$$line$Hafi lóðarhafi hafist handa um byggingu á lóðinni, en framkvæmdir eru ekki í samræmi við framangreinda byggingarfresti, er bæjaryfirvöldum heimilt að beita ákvæðum 45. gr. byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, gagnvart vanefndum lóðarhafa.$line$$line$
Síðasta skráða úttekt á Kvistavöllum 1 er á þakvirki árið 2012. Ekki hefur farið fram fokheldisúttekt.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 4 vikna. Jafnframt er bent á ákvæði í lóðarleigusamningi:$line$8. gr.$line$Lóðarhafa er skylt:$line$a) fullunnir aðaluppdrættir skula liggja fyrir 1. júlí 2006$line$b) þjónustugjöld og viðbótar gatnagerðargjald umhverfis- og tæknisviðs skal greiða $line$áður en byggingarleyfi er gefið út og eigi síðar en 1. ágúst 2006$line$c) að ljúka gerð sökkulveggja fyrir 1. desember 2006$line$d) að gera húsið fokhelt og grófjafna lóð fyrir 1. desember 2007$line$e) að fullgera húsið að utan fyrir 1. júní 2008 $line$f) að halda byggingarframkvæmdum að öðru leyti áfram með eðlilegum hraða að dómi bæjarstjórnar. Lóðarhafa er skylt að valda ekki eigendum næstliggjandi húsa tjóni með óhæfilegum drætti á byggingarframkvæmdum.
Borist hefur bréf frá eiganda þar sem gerð er grein fyrir að húsið sé ekki lengur í því ásigkomulagi sem skráning matsstigs segir til um. Óskað er eftir að matsstigi verði breytt til samræmis við það.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarsviði útfærslu þess.
Vakin er athygli embættisins á að á baklóð Hverfisgötu 22, liggi undir skemmdum og nágrannar hafa verulegar áhyggjur af slysahættu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.09.14 eiganda skylt að koma fasteigninni í viðunandi horf innan 4 vikna. Málið var sett í bið meðan réttur eigandi var fundinn, sem nú er upplýst.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að koma fasteigninni í viðunandi horf innan 4 vikna.
Gerð er athugasemd við umgengi á lóð og ólöglega búsetu í kjallara. Eldvarnarmálum virðist vera ábótavant.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ljúka ólöglegri búsetu án tafar.
Komið hefur í ljós að sagað hefur verið úr útvegg og glugga breytt í hurð. Ekki liggur fyrir samþykkt fyrir breytingunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 31.07.13 eiganda skylt að færa húsið í fyrra horf án tafar og veita tilhlýðandi upplýsingar um málið. Yrði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagektir á eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 123/2010. Ekki liggur fyrir samþykki meðeigenda í húsi, og komið hefur í ljós að ólögleg búseta er á jarðhæð hússins.
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eiganda Eyvind Jóhannsson frá og með 15.01.2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010, hafi húsið ekki verið fært í fyrra horf fyrir þann tíma og ólöglegri búsetu lokið. Dagsektir má innheimta með fjárnámi og hefur sveitarfélag eða eftir atvikum ríkið lögveð fyrir kröfu sinni í húseigninni.
Íbúi við Öldugötu vakti athygli á draslaragangi við bílskúr ofan Öldugötu 18. Bílskúrinn tilheyrir íbúð 0201 á Öldugötu 18 en er utan lóðarmarka og án lóðarleigusamnings. Lagt fram svar eiganda skúrsins frá 25.03.2012.
Eiganda bílskúrsins ber að sækja um lóðarstækkun og leyfi fyrir skúrnum innan 4 vikna eða fjarlægja skúrinn að öðrum kosti. Sjá meðfylgjandi minnispunkta.
Norðurhella 5, frágangur á lóð. Lðoðarhafi hefur malbikað bílastæði yfir á nágrannalóð, Norðurhellu 7, sem er óleyfisframkvæmd. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdir á þeirri lóð og ekki liggur fyrir samþykki lóðarhafa þeirrar lóðar. Ítrekað er bent á ákvæði 20. greinar lögreglusamþykktar fyrir Hafnarfjörð: Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fyrirskipar lóðarhafa Norðurhellu 5 að fjarlægja umrætt malbik án tafar. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á hann í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir má innheimta með fjárnámi og hefur sveitarfélag eða eftir atvikum ríkið lögveð fyrir kröfu sinni í húseigninni.
Húsið er skráð á byggingarstigi 5 (tilbúið undir tréverk) þótt það sé fullbyggt og tekið í notkun. Byggingarstjóri sagði sig af verki 2012.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt.
Björn Bjarnason sótti 04.05.2011 um lokaúttekt á Þrastarási 44. Lokaúttekt var framkvæmd 05.05.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagektir á byggingarstjóra Björn Bjarnason frá og með 15.09.2013. Komið hefur í ljós að Björn Bjarnason sagði sig af verki 2012 eftir lokaúttekt sem lauk ekki vegna athugasemda.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fellir niður dagsektir á Björn Bjarnason vegna Þrastaráss 44. Jafnframt gerir skipulags- og byggingarfulltrúi eigendum skylt að ráða nýja byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan 4 vikna.
Húsfélag Norðurbakka 5a,b,c sækir um leyfi um að byggja svalalokanir B-lokun. Samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðar dag.okt 2014.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.
Daggarvellir 4 a-b,húsfélag leggja 11.09.2014 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 11.09.2014.Nýjar teikingar bárust 06.11.14 með stimpli frá SHS.
Skipulags- og byggignarfulltrúi frestar erindinu þar sem ekki hefur enn verið gerð fyrir m.a. bílastæðum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.
Á baklóð hússins hefur um langa hríð staðið gámur, sem ekki er leyfi fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.09.14 húseigendum skylt að fjarlægja gáminn innan 4 vikna. Borist hefur bréf frá eigendum þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir gáminn.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar til ákvörðun hefur verið tekin um gjaldtöku fyrir gáma.
Þórður Magnússon sækir 10.11.14 um að gera dyr á austurhlið, stækka pall og setja niður setlaug samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 22.10.2014.