Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. desember 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 540

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir
 • Berglind Guðmundsdóttir
 • Þormóður Sveinsson
 • Sigurður Steinar Jónsson

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1406426 – Fléttuvellir 3,færanlegar kennslustofur

   Fasteignafélag Hafnarfjarðar sækir 26.06.14 um að setja upp 3 færanlegar kennslustofur að Hraunvallaskóla, fléttuvöllum 3. Samkvæmt teikningum Borghildar Sturludóttur dags.20.06.14. Nýjar teikningar bárust 28.11.14 með stimpli frá slökkviliðinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt:$line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1410218 – Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi

   Löður ehf.sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dagsettar 01.10.2014. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið 02.12.14 og fól skipulags- og byggingarfulltrúa endanlega afgreiðslu þess með áður settum fyrirvörum.

   Sækja skal um starfsleyfi til heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Fyrirvarar eru um að hljóvist og mengun verði innan settra marka og aðkoma að stöðinni sé eins og sýnt hefur verið á uppdráttum. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt:$line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

  • 1412081 – Fjörður, sala jólatrjáa

   Húsfélagið Fjörður sækir um leyfi fyrir sölu jólatrjáa fyrir utan verslunarmiðstöðina Fjörð 10-24 des 2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Framkvæmd skal vera í samræmi við “Reglur um götusölu og útimarkaði í landi Hafnarfjarðarbæjar” og gæta skal þess að valda ekki hættu eða truflunum á umferð.

  • 1412108 – Helluhraun 16-18 breyting á rými 0108

   Eik fasteignafélag ehf sækir 05.12.14 um að innrétta fiskverslun í rými 0108 ekki verður nein vinnsla á staðnum. Fiskmetið er unnið annarsdtaðar. Samkvæmt teikningum Freys Frostasonar dag.04.12.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1409785 – Eskivellir 11, fyrirspurn

   Haghús ehf leggur 22.09.2014 fyrispurn. Óska eftir áliti byggingarfulltrúa á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lóðinni. Íbúðum er fjölgað um 6.íbúðir úr 36-42. Sjá nánar á meðfylgjandi gögnum , teikningar eftir Jón Hrafn Hlöðversson dagsettar 19.09.2014, nýir uppdrættir bárust 08.12.14.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1404420 – Eyrartröð 4, umsókn að breytingu á deiliskipulagi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Sveinbjörns Jónssonar og Gullmola ehf um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Eyrartröð 4. Skipulags- og byggingarráð synjaði hækkun nýtingahlutfalla úr 0.45 í 1.0, eins og fram kom í tillögunni. Sviðinu var falið að ræða við lóðarhafa um útfærslu stækkunar sem ekki væri jafn umfangsmikil. Umsögn umhverfis- og framkvæmdasviðs liggur fyrir. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 4. mgr. samþykktar um afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar á deiliskipulagserindum og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1408011 – Flatahraun 13 breyting á deiliskipulagi

   Festi fasteignir sækja um að breyta deiliskipulagi á lóðinni Flatahraun 13 samkvæmt uppdrætti Odds Víðissonar arkitekts dags. 01.08.14. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 4. mgr. Samþykktar um afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar á deiliskipulagserindum og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1405157 – Reykjavíkurvegur 54, fyrirspurn

   Löður ehf leggur 12.05.14 fram fyrirspurn um að breyta núverandi þvottastöð. Allar innkeyrslur verða norðanmegin húss og eingöngu verður um sjálfsþjónustu að ræða. Engar ryksugur verða á vegum Löðurs. Svæðið sunnanmegin verður lokað fyrir bílaumferð. Lögð fram skýrsla um hljóðvist frá Önn verkfræðistofu ásamt afriti af bréfi heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Skipulags-og byggingarráð tók jákvætt í erindið og fól skipulags-og byggingarsviði afgreiðslu málsins með áður settum fyrirvörum.

   Lagt fram. Afgreiðsla sbr. mál nr. 1410218.

  • 1412167 – Álhella 1, mhl01, byggingarstig og skráning

   Vakin var athygli á að mhl 01 á lóðinni Álhellu 1 er skráð á byggingar- og matstigi 1. Síðasta skráða úttekt í málaskrákerfi, er á sökkulveggjum en byggingarleyfið var samþykkt árið 2000.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 4 vikna og lokaúttekt að því loknu. Vakin er athygli á ábyrgð eiganda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1412047 – Glitvellir 19, breyting

   Stefán Már Gunnlaugsson sækir 02.12.2014 um breytingu á innraskipulagi , bílskurshúrð breytt og frágangur lóða, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 28.11.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1412083 – Hellisgata 21, Viðbygging

   Anton Örn Gunnarsson sækir 04.12.2014 um að byggja viðbyggingu úr timbri ofan á steyptar geymslur, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 3.des.2014, skriflegt leyfi frá nágrönnum bárust einnig.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1412025 – Nönnustígur 13, reyndarteikningar

   Ingibjörg Einarsdóttir leggur 01.12.2014 reyndarteikningar af Nönnustíg 13, unnar af Svavari Sigurjónssyni dagsettar 17.11.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1412129 – Íshella 5a,stöðuleyfi

   Einar Freyr Magnússon sækir 08.12.14 um stöðuleyfi v/byggingu viðbyggingar við frístundarhúss. Hús verður flutt í Efsta-dal lóð 37 fyrir 1.sept 2015.

   Frestað. Þar sem úttektir eru á hendi byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar sbr. byggingarfulltrúa Uppsveita og Árnessýslu og Flóahrepps verður að sækja um byggingarleyfi fyrir byggingunni.

Ábendingagátt