Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Sótt er 27.11.14 um byggingarleyfi á nýju miðasöluhúsi við Kaplakrika,tvö skyggni byggð við núverandi hús við aðalinngang og félagsaðstöðu, ásamt steyptum vegg á lóð til að mynda skjól á reiðhjólastæði. Samkvæmt teikningum Sigurðar Einarsonar dag.25.11.14.Nýjar teikningar bárust 19.12.14 með stimpli Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins. Enn fremur er sótt um takmarkað byggingarleyfi fyrir stoðvegg og sökkla.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 2. lið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir takmarkað byggingarleyfi þegar þegar skilyrði 3-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt, m.a. lagfærð skráningartafla og uppdrættir samræmdir skv. meðfylgjandi athugasemdum:$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$ 5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.
Sigfús Magnússon sækir 21.5.2014 sækir um breytingu á Helluhrauni 1, breytingar felast í nýjum þakgluggum og breytingu á norðurhlið hússins, samkvæmt teikningum Borghildar Sturludóttir dagsettar 20.05.2014 Nýjar teikningar bárust 13.10.2014 Nýjar teikningar bárust 21.11.2014. Nýjar teikningar barust 06.01.2015.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Már Sveinbjörnsson f.h. Hafnarfjarðarhafnar sækir með tölvupósti um graftrarleyfi til jarðvegsskipta og þjöppunar á lóðinni Óseyrarbraut 22.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið sem er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Ingibjörg Einarsdóttir leggur 01.12.2014 reyndarteikningar af Nönnustíg 13, unnar af Svavari Sigurjónssyni dagsettar 17.11.2014. Nýjar teikningar bárust þann 5. janúar 2015
Reitir I ehf. leggja 22.12.2014 inn fyrirspurn, sjá bréf eftir Sigurð Þorvarðarson dagsett 12.12.2014.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa andyrri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V.Bjarnasonar dag.22.03.13.
Kristinn Ragnarsson sækir 22.12.14 um tímabundna samnýtingu eignahluta 0101-0103 að Suðurhellu 8. Meðumsækjandi er TG-verk. Tölvupóstur barst 6.1.2015.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá fyrri athugasemdir.