Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. janúar 2015 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 544

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1501324 – Tjarnarvellir 3. stöðuleyfi fyrir vinnuskúr

      JKF ehf sækir þann 9.janúar 2015 um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á lóð Tjarnarvalla 3. meðfylgjandi er teikning sem sýnir staðsetningu skúrsins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1412172 – Kvistavellir 13, breyting

      Fannar Már Sveinsson sækir 10.12.14 um breytingar á innraskipulagi samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 10.12.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1412365 – Bæjarhraun 20, Reyndarteikning v/03-04

      Birkines ehf sækir 18.12.2014 að skipta húsinu í tvo eignahluta , samkvæmt teikningum Kristjáns Bjarnasonar dagsettar 10.12.2014 nýjar teiknigar bárust 07.01.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1501089 – Efstahlíð 6 fyrirspurn

      Bjarnþór S Harðarson leggur inn fyrirspurn með tölvupósti dags.30.12.2014 um að breyta rými sem er undir bílskúr í vinnustofu. Ætlunin er að setja glugga í rýmið og nýta það sem vinnustofu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en ítarlegri gögn þurfa að berast þannig að unnt sé að taka það til afgreiðslu, sjá meðfylgjandi minnispunkta.

    • 1412486 – Hverfisgata 23, breyting

      Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa andyrri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V.Bjarnasonar dag.22.03.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1501623 – Norðurbakki 27 lyftukrani á bílastæði

      Borist hefur kvörtun vegna lyftukrana á almennu bílastæði við dælustöðina, sem m.a. er notað fyrir fundi í Bungalowinu á móti. Samkvæmt 20. grein lögreglusamþykktar er bannað að leggja vinnuvélum á götum eða almenningsbifreiðastæðum. Framkvæmdasviði er heimilt að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu Hafnarfjarðarbæjar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda lyftukranans skylt að fjarlægja kranann án tafar af bílastæðinu.

    • 1211284 – Norðurhella 11,byggingarleyfi

      byggingarleyfi var gefið út 06.12.2012, en er fallið úr gildi þar sem framkvæmdir hófust ekki. Óski umsækjandi eftir að endurnýja byggingarleyfið skal það gert innan tveggja vikna.

      Sent umsækjanda.

    C-hluti erindi endursend

    • 1412187 – Álfaskeið 56, umsókn um byggingarleyfi

      Vigfús Halldórsson leggur inn 11.12.14. reyndarteikningar vegna nýs eignsaskiptasamnings.Einnig er sótt um sólstofu við neðri hæð. Nýjar teikningar bárust 07.01.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1412083 – Hellisgata 21, Viðbygging

      Anton Örn Gunnarsson sækir 04.12.2014 um að byggja viðbyggingu úr timbri ofan á steyptar geymslur, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 3.des.2014, skriflegt leyfi frá nágrönnum bárust einnig. Nýjar teikningar bárust 18.12.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Byggðasafns Hafnarfjarðar varðandi aldur hússins.

Ábendingagátt