Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. janúar 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 546

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir
  • Sigurður Steinar Jónsson

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1412083 – Hellisgata 21, Viðbygging

      Anton Örn Gunnarsson sækir 04.12.2014 um að byggja viðbyggingu úr timbri ofan á steyptar geymslur, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 3.des.2014, skriflegt leyfi frá nágrönnum bárust einnig. Nýjar teikningar bárust 18.12.2014 Nýjar teikningar Barust 28.1.2015 , einnig undirskriftir íbúa 0101. Álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1412366 – Bjarkavellir 3, leikskóli, byggingarleyfi

      Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar sækir 22.12.2014 að reisa 4.deilda leikskóla sem verður byggður á gömlum grunni samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 25.11.2014. Ásamt stimpli 27.11.14 frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, stimpli 27.11.14 frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.Brunavarnir yfirfarnar af Óskari Þorsteinssyni hjá Mannviti hf. Nýjar teikningar bárust 13.01.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og með tilvísan í bókun Skipulags- og byggingarráðs 27.01.15. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1501953 – Klukkuvellir 1, deiliskipulagsbreyting

      Ástak ehf. sækir 22.1.2015 um deiliskipulagsbreytingu á Klukkuvöllum 1, breyting á lóð og fjölgun um 1.íbúð, samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dagsettar 21.1.2015

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 15011080 – Tjarnarvellir 5 og 7, fyrirspurn.

      Fannborg fasteignafélag leggur inn fyrirspurn um nýtingu lóðanna, þannig að í öðru húsinu verði íbúðarhótel og íbúðir í hinu ásamt atvinnuhúsnæði á jarðhæð að hluta.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1501951 – Eskivellir 13, fyrirspurn

      Bjallaból ehf. leggja 22.1.2015 inn fyrirspurn, óska eftir því að fá að reisa 30. íbúðar fjölbýlishús og sleppa bílageymslum í kjallara.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Sjá einnig meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1501888 – Óseyrarbraut 22, fyrirspurn

      Eimskip Ísland ehf. leggja 20.1.2015 inn fyrirspurn. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnaðarteikningum í samræmi við 2. lið 13. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010: “Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.”

    C-hluti erindi endursend

    • 1501853 – Hlíðarás 45, breyting byggingarleyfi

      Atli Jóhann Guðbjörnsson ásamt meðumsækjanda B13 ehf sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti og smávægilegar breytingar á innra skipulagi. Þak verður staðsteypt, en var áður samþykkt hefðbundið timburþak.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1412139 – Miðhella 4, umsókn um byggingarleyfi

      Heba Hertevig og Naust Marine leggja inn reyndarteikningar fyrir breytingum inni.Nýjar teikningar bárust 16.01.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1501963 – Berghella 1, þvottastöð mhl.9

      Gámaþjónustan hf. sækir 22.1.2015 um að reisa þvottastöð sem verður mhl.9, samkvæmt teikningum Jóhanns Kristínssonar dagsettar 22.1.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Óskað er eftir endurbættum gögnum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1407162 – Garðavegur 14, reyndarteikning

      Guðbergur Ástráðsson leggur inn reyndarteikningar vegna viðbyggingar, stigar/ tröppur samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dags.25.05.04 Nýjar teikningar bárust 20.01.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt