Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. febrúar 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 548

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1501951 – Eskivellir 13, byggingarleyfi

   Bjallaból ehf. leggja 22.1.2015 inn umsókn um byggingarleyfi, óska eftir því að fá að reisa 30. íbúðar fjölbýlishús og sleppa bílageymslum í kjallara. Fyrir mistök var erindið skráð sem fyrirspurn og fór þannig á fund Skipulags- og byggingarráðs. Hæð og umfang eru í samræmi við skilmála og áður samþykkt hús á lóðinni.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.$line$

  • 15011109 – Bæjarhraun 24, breytingar

   Hraunborgir ehf kt.441214-0810 sækja þann 29.01.2015 um leyfi til að gera breytingar innan- og utanhúss á atvinnuhúsnæði samkvæmt teikningum frá Águsti Þórðarsyni byggingarfræðing kt.041051-4509. $line$Nýjar teikningar bárust 10.02.15

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd og byggingarstjóri skráður á verkið.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1501610 – Skúlaskeið 8, breyting

   Einar V Kristjánsson sækir um að breyta húsinu, þannig að þar verði tvær íbúðir í stað einnar.Nýjar teikningar bárust 09.02.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Sjá einnig meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1502189 – Lindarberg 56A, óuppfyllt rými í notkun

   Vakin er athygli á fasteignaauglýsingu á mbl.is á Lindarbergi 56A neðrihæð, sem er skráð sem 80 m2 í fasteignaskrá en skv. auglýsingu fylgir með íbúðinni 51 m2 ósamþykkt en fullbúið íbúðarrými.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir eiganda hússins skylt að sækja um samþykkt rýmisins innan 2 vikna.

  • 1502119 – Óseyrarbraut 22 starfsmannaaðstaða fyrirspurn

   Anna Margrét Hauksdóttir f.h. Eimskipa leggur fram fyrirspurn um staðsetningu og leyfisskyldu starfsmanna aðstöðu á lóðinni utan byggingarreits. Flutningshús.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi óskar eftir nánari upplýsingum, sjá meðfylgjandi athugasemdir. Sé ný staðsetning varanleg krefst hún breytingar á deiliskipulagi.

  • 1502118 – Linnetsstígur 2, fyrirspurn

   Sigga og Timo ehf leggja 6.2.2015 fyrirspurn, óskar eftir því að fá að setja léttann vegg með hurð í kjallara , bil B16. Sjá meðfylgjandi gögn.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið, sjá meðfylgjandi minnispunkta.

  • 1202287 – Álhella 3, byggingarstig og notkun

   Húsnæðið er að hluta skráð á byggingarstigi 1 (skrifstofuhluti óbyggður) og að hluta á byggingarstigi 4 (skemmuhluti tekinn í notkun). Lokaúttekt var gerð 10.10.2014 en lauk ekki þar sem miklar athugasemdir voru gerðar.

   Húsið er ekki brunatryggt og eldvarnarmál ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að koma ástandi hússins í lag og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja á um úrbætur.

  • 1011338 – Álhella 4, byggingarstig og notkun

   Húsnæðið er að hluta skráð á byggingarstigi 1 (skrifstofuhluti óbyggður) og að hluta á byggingarstigi 4 (skemmuhluti tekinn í notkun). Lokaúttekt var gerð 10.10.2014 en lauk ekki þar sem miklar athugasemdir voru gerðar.

   Eldvarnarmál eru ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að koma ástandi hússins í lag og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja á um úrbætur.

  • 1011339 – Álhella 8, byggingarstig og notkun

   Húsnæðið er að hluta skráð á byggingarstigi 1 (skrifstofuhluti óbyggður) og að hluta á byggingarstigi 4 (skemmuhluti tekinn í notkun). Lokaúttekt var gerð 10.10.2014 en lauk ekki þar sem miklar athugasemdir voru gerðar.

   Eldvarnarmál eru ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að koma ástandi hússins í lag og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja á um úrbætur.

  C-hluti erindi endursend

  • 15011134 – Krýsuvíkuvegur , Breytingar á MHL

   Gámaþjónustan hf. sækir 30.1.2015 um breytingu á mhl.02. og 03. í mhl.01. og breyta notkun úr starfsmannahúsi í geymslu. Samkvæmt teikningu Jóhanns Kristinssonar dagsettar 30.1.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1307265 – Strandgata 32 óleyfisframkvæmd.

   Komið hefur í ljós að sagað hefur verið úr útvegg og glugga breytt í hurð. Ekki liggur fyrir samþykkt fyrir breytingunni.Eyvindur Jóhannsson óskar 07.02.15 eftir leyfi til tímabundinar búsetu án skráningar aðseturs og lögheimilis að Strandgötu 32.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi synjar erindinu þar sem það samræmist ekki samþykktri notkun hússins.

  • 15011142 – Strandgata 26-28-30, Byggingarleyfi

   Sérverk ehf. sækir 30.1.2015 um að byggja hús með þjónustu á 1.hæð og íbúðum á efri hæðum. Samkvæmt teikningum Valdimars Harðarsonar dagsettr 26.1.2015. Stimpill frá slökkviliði höfuðborgarsvæðinsins barst einnig.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1502104 – Flatahraun 12, gesthús á lóð

   Iðnskólinn í Hafnarfirði sækir 5.2.2015 um stöðuleyfi fyrir gesthús á lóð við Flatahraun 12.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Erindið er byggingarleyfisskylt.

  • 1502244 – Merkurgata 5, umsókn um lóðarstækkun

   Gísli Sigurðsson og Jón Árni Jóhannesson sækja með netpósti dags. 11.2.2015 u lóðarstækkun og breytingu á tillögu um lóðarblaði þannig að allt bílastæðið falli innan lóðamarka Merkurgötu 5.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi frestar erindinu milli funda.

Ábendingagátt