Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. febrúar 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 550

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1412187 – Álfaskeið 56, umsókn um byggingarleyfi

   Vigfús Halldórsson leggur inn 11.12.14. reyndarteikningar vegna nýs eignsaskiptasamnings. Einnig er sótt um sólstofu við neðri hæð. Nýjar teikningar bárust 07.01.2015, 28.1.2015 og 13.02.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

  • 1501286 – Álfaskeið 34, umsókn um byggingarleyfi

   Rúnar Vagnsson sækir 08.01.2015 um glerbyggingu á svölum í risi. Nýjar teikningar bárust þann 16.02.2015.$line$

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd.

  • 1502397 – Suðurgata 73, reyndarteikningar

   Ásmundur Kristjánsson kt.140569-2919 leggur þann 18.02.15 inn reyndarteikningar vegna bílgeymslu sem er orðin að kennsluhúsnæði samkvæmt teikningum frá Brynjari Daníelssyni byggingafræðing kt.090467-5229.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 0803031 – Drekavellir 54, breyting

   Þingvangur leggur 18.02.15 fram reyndarteikningu eftir Jón Hrafn Hlöðverson.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1502371 – Drekavellir 56, reyndarteikning

   Þingvangur leggur 18.02.15 fram reyndarteikningu eftir Jón Hrafn Hlöðverson.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1502373 – Drekavellir 58, reyndarteikning

   Þingvangur leggur 18.02.15 fram reyndarteikningu eftir Jón Hrafn Hlöðverson.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 0803034 – Drekavellir 60, breyting

   Þingvangur leggur 18.02.15 fram reyndarteikningu eftir Jón Hrafn Hlöðverson.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1407162 – Garðavegur 14, reyndarteikning

   Guðbergur Ástráðsson leggur inn reyndarteikningar vegna viðbyggingar, stigar/ tröppur samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dags.25.05.04. Nýjar teikningar bárust 20.01.15.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1206169 – Víkingastræti 2, viðbyggingar, byggingarstig og skráning

   Hótelið er skráð 691,4 m2 í dag en skv. nýjustu samþykkt frá árinu 2009, á það að vera 1247,3 m2. Síðasta skráða úttekt er frá árinu 2007, yfirferð vegna fokheldis. Hvorki fokheldis- né lokaúttekt hefur farið fram né að ný eignaskiptayfirlýsing hafi borist. Nýjar teikningar bárust þann 18.02.2015 með stimpli Eldvarnareftirlits þann 16.2.2015.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1502451 – Austurgata 38, niðurrif, endurbygging, ósk um leyfi

   Christian Schultze og Inga Björk Ingadóttir óska eftir að rífa geymslu á lóðinni og byggja nýtt og stærra útihús á lóðinni. Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 09.02.2015 liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar niðurrif skúrsins. Hafa skal samband við Byggðasafn Hafnarfjarðar til að vakta framkvæmdina þegar niðurrifið fer fram.$line$Afstaða verður tekin til endurbyggingar hans þegar umsókn um byggingrleyfi berst með uppdráttum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

  • 1502326 – Vesturgata 18-20, breyting

   Ork ehf sækir 16.02.15 um að breyta innra skipulagi. Sturtur koma í staðin fyrir baðkör samkvæmt teikningum Tryggva Tryggvasonar dags. 22.02.07.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Sjá þó meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1502440 – Kaplakriki mhl 12,knatthús graftrarleyfi

   FH-knatthús og Fimleikafélag Hafnarfjarðar óska 09.02.2015 eftir graftrarleyfi á lóð Fimleikafélagsins, í suðaustur horni lóðarinnar. Meðfylgjandi eru mæliblað fyrir lóðina í Kaplakrika og uppdrættir gerðir af Sigurði Einarssyni arkitekt hjá Batteríinu Arkitektum, með frumdrögum af knatthúsi sem rísa mun á lóðinni, mathslutinn verður nr. 12.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir umsækjanda leyfi til að kanna jarðveg í samræmi við grein 2.2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

  • 1410351 – Stapahraun 9, breyting

   Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf sækir 15.10.14 um að setja upp létta skilveggi í 4 af 5 rýmum 0101,0102,0104,0105 samkvæmt teikningum Jens Bernharðssonar dags. 06.08.13. Nýjar teikningar bárust 16.02.15.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1404420 – Eyrartröð 4, umsókn að breytingu á deiliskipulagi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Sveinbjörns Jónssonar og Gullmola ehf um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Eyrartröð 4. Skipulags- og byggingarráð synjaði hækkun nýtingahlutfalla úr 0.45 í 1.0, eins og fram kom í tillögunni. Sviðinu var falið að ræða við lóðarhafa um útfærslu stækkunar sem ekki væri jafn umfangsmikil. Umsögn umhverfis- og framkvæmdasviðs liggur fyrir. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 frá 23.10-21.11.2014 og frá 6.-23.2. 2015. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir skipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1408011 – Flatahraun 13 breyting á deiliskipulagi

   Festi fasteignir sækja um að breyta deiliskipulagi á lóðinni Flatahraun 13 samkvæmt uppdrætti Odds Víðissonar arkitekts dags. 01.08.14. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010frá 23.10-21.11.2014 og frá 6.-23.2. 2015. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir skipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 0909005 – Gjáhella 11, byggingarstig og notkun

   Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 7. október 2008 og fullbúið 7. apríl 2009. Skipulags- og byggingarráð gerði 14.12.10 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið og sækja á ný um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 12.01.12 bókun skipulags- og byggingarráðs. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimildir í mannvirkjalögum nr. 160/2010. Ekki var enn brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki, en frestaði þeim þar sem bréf munu ekki hafa komist til skila. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.09012 eigendum skylt rýma alla starfsemi úr húsinu eða að öðrum kosti að skila inn leiðréttum uppdráttum þannig að fokheldisúttekt geti farið fram. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði enn fyrirmæli sín 17.10.12 og var frestur veittur til 01.12.2012. Leiðréttum uppdráttum hefur verið skilað inn, en fokheldisúttekt ekki farið fram.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt og lokaúttekt án tafar og setur áður boðaðar dagsektir í gang, kr. 20.000 á dag á eigendur Járn og blikk frá og með 01.04.2015 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Fleiri frestir verða ekki gefnir.

  • 1410178 – Brekkuás 27 frágangur á lóð

   Við eftirlit byggingarfulltrúa þá viðist timbur sem var staðsetta á lóðinni við Brekkuás 27 vera komið úti í götu og skapar umferðahættu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að fjralægja timbrið af götunni.

  • 15011053 – Óseyrarbraut 2, skipti á olíutönkum framkvæmdarleyfi/ byggingarleyfi

   S- fasteignir ehf leggja inn umsókn um framkvæmdarleyfi/ byggingarleyfi að setja niður tvo nýja eldsneytisbirgðatanka og taka upp og fjarlægja tanka samkvæmt teikningum Asmundar Ingvarsson dags. 22.01.15.Umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogs barst 26.01.2015. Skipulags- og byggingarfulltrúi telur framkvæmdina vera byggingarleyfisskylda. Tölvupóstur barst frá umsækjanda þar sem það er dregið í efa.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi sendir fyrirspurn til Mannvirkjastofnunar.

  C-hluti erindi endursend

  • 1502394 – Klukkuberg 3, sólstofa

   Þorvaldur Friðþjófsson kt.310159-5069 sækir þann 18.02.15 um leyfi til að byggja sólstofu (A-lokun) við einbýlishús að Klukkuvöllum 3 samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni byggingarfræðing kt. 141250-4189.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1502314 – Suðurhella 6,reyndarteikningar

   Sigurður Gestsson leggur 16.02.15 inn reyndarteikningar fyrir Suðurhellu 6. Samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dag.05.02.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1502279 – Suðurhella 10, breyting/reyndarteikningar

   Laggi ehf leggur 13.02.15 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Jón Þór Þorvaldssyni dags.04.02.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1412397 – Strandgata 31-33 breyting

   Lagt fram bréf Hildar Sólveigar Pétursdóttur hrl þar sem gerð er krafa um að byggingarleyfi verði synjað vegna ógildanlegrar stjórnvaldsákvörðunar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu. Byggingaráform hafa verið samþykkt skv. 11. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar liðir 2-5 í 13. grein sömu laga hafa verið uppfyllt. Liður 1 hefur verið uppfylltur þar sem erindið er í samræmi við staðfest deiliskipulag. Það að deiliskipulagið er í kæruferli seinkar ekki eða fellir úr gildi þá stjórnvaldsákvörðun sem kærð er.

Ábendingagátt