Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. mars 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 551

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 15011134 – Krýsuvíkuvegur , Breytingar á MHL

   Gámaþjónustan hf. sækir 30.1.2015 um breytingu á mhl.02. og 03. í mhl.01. og breyta notkun úr starfsmannahúsi í geymslu. Samkvæmt teikningu Jóhanns Kristinssonar dagsettar 30.1.2015.Nýjar teikningar bárust 23.02.2015´. og leiðréttar teikningar 04.03.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1402321 – Cuxhavengata 1,byggingarleyfi, breyting

   Rafvangur ehf sækir 24.2.14 ium lokun milli 101-(174) hurð og (103)neyðarútgangur út í sameign. sjá teikningar. Samkvæmt teikningum Sigubjarts Halldórssonar dag.okt 2013. Nýjar teikningar bárust 15.4.14.Nýjar teikningar bárust 12.05.14 Nýjar teikningar bárust 10.02.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1411342 – Kaplakriki , mhl.02, tækjasalur

   Fimleikafélag Hafnarfjarðar leggur inn 25.11.2014 reyndarteikningar af mhl.02, tækjasalur , samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 25.11.2014 Teikningar með stimpli frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barst 24.2.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1503046 – Skilti, heimahátíð

   Ingvar Björn f.h menningar- og listafélags Hafnarfjarðar óskar eftir að setja tímabundið upp skilti vegna heimahátíðar í Hafnarfirði sem haldinn verður 22. apríl 2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar tímabundna uppsetningu á skiltunum. Erindið skal unnið í samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið og Vegagerðina vegna veghelgunarsvæðis.

  • 1501086 – Óseyrarbraut 22 deiliskipulagsbreyting, Tillaga

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1503032 – Hjallahraun 9, breyting á húsnúmerum

   AGES ehf sækir 03.03.15 um að breyta húsnúmerum í húsinu, bæta við bókstöfum, svo að hægt sé að sækja um öflugri rafmagnsstofn fyrir mhl 04. samkvæmt teikningu Odds Kr Finnbjarnarssonar dags. 27.02.2015

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • 1411248 – Lyngberg 15, deiliskipulagsbreyting

   Fjarðarsmíði ehf sækir um að breyta deiliskipulagi Setbergs fyrir lóð nr. 15. við Lyngberg. Í stað einbýsihúss verði byggt parhús á lóðinni.Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 43.gr laga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1410024 – Arnarhraun 50, deiliskipulag.

   Tekið fyrir erindi Áss styrktarfélags um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, sem Skipulags- og byggingarráð heimilaði. Áður lögð fram skipulagstillaga dags. 12.12.14. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir nánari upplýsingum varðandi bílastæði.Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 43.gr laga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1503040 – Strandgata 31 og 33, fyrirspurn

   Ásdís Helga Ágústsdóttir leggur inn fyrirspurn um breytingar á innra skipulagi kjallara, jarðhæðar og 2 hæðar hússins frá áður samþykktum byggingaráformum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1304140 – Fjóluás 24 frágangur lóðar, fyrirspurn

   Kristín Björg Flyering óskar 02.04.2015 eftir leyfi til að hefa framkvæmdir í garði. Húsið er á byggingarstigi 7,fullbúið. Lóðin er uppteiknuð. Oskað er eftir leiðbeiningum um bílastæðin og að vita hvaða umsóknir/leyfi þarf til að halda áfram.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir umsækjanda á að panta viðtal við landslagsarkitekt á skipulags- og byggingarsviði.

  • 1502515 – Þúfubarð 11 fyrirspurn um bílskúr

   Erindi 26.02.15 frá Láru Fleckenstein varðandi bílastæði á lóð. Spurt er hvort samþykkt um bílastæði og bílskúr frá 1963 séu í gildi.

   Leyfi fyrir bílskúr og bílastæði eru fallin úr gildi og deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir því. Fyrirspyrjanda er heimilt að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 39. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skriflegt samþykki meðeiganda í húsi þarf að liggja fyrir.

  • 1502244 – Merkurgata 5, umsókn um lóðarstækkun

   Gísli Sigurðsson og Jón Árni Jóhannesson sækja með netpósti dags. 11.2.2015 u lóðarstækkun og breytingu á tillögu um lóðarblaði þannig að allt bílastæðið falli innan lóðamarka Merkurgötu 5.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag svæðisins.

  C-hluti erindi endursend

  • 1503044 – Tjarnarvellir 3, fyrirspurn

   JFK ehf leggur 04.03.15 fram fyrirspurn um frágang á gólfplötu jarðhæðar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu milli funda.

  • 1502505 – Kvistavellir 13, breyting á texta

   Fannar Már Sveinsson sækir 27.2.2015 um breytingu á texta á áður samþykktum teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu milli funda.

  • 15011092 – Sörlaskeið 22, viðbygging

   Hves ehf kt.600814-0360 sækir þann 28.01.2015 um leyfi til að reisa viðbyggingu við suðurhlið hesthúss samkvæmt teikningum frá Helgu G. Vilmundardóttur arkitekt kt.080379-4719. Nýjar teikningar bárust 20.02.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1502312 – Brattakinn 23,Breyting

   Vísað í fundargerð nr 364 hjá skipulags og byggingarráði. dag. 10.02.15. Samþykktar teikningar liggja inn frá 1983. Nýjar teikningar bárust 23.2.2015 Nýjar teikningar bárust 2.3.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1411286 – Brekkutröð 3, reyndarteikningar

   Húsfélagið Brekkutröð 3 sækir 20.11.14 um leyfi til að byggja/fá samþykktar reyndarteikningar af iðnaðarhúsinu nr.3 við Brekkutröð. Sett hafa verið meðal annars milliloft og innra fyrirkomulagi breytt.Samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dag.nov.2014. Teikningar með stimpli frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barst 24.2.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt