Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. mars 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 552

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1502312 – Brattakinn 23,Breyting

      Vísað í fundargerð nr 364 hjá skipulags og byggingarráði. dag. 10.02.15. Samþykktar teikningar liggja inni frá 1983. Nýjar teikningar bárust 23.2.2015$line$Nýjar teikningar bárust 2.3.2015 og 06.03.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1503157 – Strandgata 19, breyting

      EC bygg ehf sækir 10.03.15 um að breyta íbúðum á 1.og 2.hæð hússins einnig að bæta við viðbyggingu samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 02.03.15.

      13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1503176 – Lyngberg 15, niðurrif

      Fjarðarsmíði ehf óskar eftir niðurrifi á húsnæði. MHL.02-0101 bílskúr hefur þegar verið rifinn af fyrrverandi eiganda.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Bent er á að starfsleyfi frá heilbrigðisfulltrúa þarf að liggja fyrir. Erindi varðandi fasteignagjöld er vísað til fasteignafulltrúa sviðsins.

    • 1502235 – Linnetsstígur 6, reyndarteikning

      Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði leggur 11.02.15 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Reynis Kristjánsssonar dags. 04.02.15 Skráningartafla barst 04.03.15

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1503188 – Kríuás 1 Áslandsskóli innra skipulag

      Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar leggur inn uppdrætti unna af Bjarna Snæbjörnssyni dags. 11.03.15. Uppáskrift Guðmundar Ámundasonar löggilts brunahönnuðar fylgir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1503158 – Álfaskeið 77 fyrirspurn um viðbyggingu

      Guðrún Mjöll Róbertsdóttir og Arnar Skúlason sendi inn fyrirspurn um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu í samræmi við áður samþykktar teikningar.

      Samkvæmt áliti lögfræðings Mannvirkjastofnunar er byggingarleyfið frá 1995 í gildi þar sem það var ekki fellt úr gildi. Athygli er vakin á að einungis er leyfilegt að byggja í samræmi við þær teikningar sem þá voru samþykktar.

    • 1503044 – Tjarnarvellir 3, fyrirspurn

      JFK ehf leggur 04.03.15 fram fyrirspurn um frágang á gólfplötu jarðhæðar skv. meðfylgjandi varmatapsútreikningi á gólfplötu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu á varmatapsútreikningi frá til þess bærum hönnuði.

    • 1201474 – Kirkjuvellir 3, lokaúttekt

      Borist hefur kvörtun vegna lokaúttektar hússins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi stendur við lokaúttekt og útgefið lokaúttektarvottorð með þeim athugasemdum sem þar komu fram. Ekki er heimild fyrir því í lögum um mannvirki nr. 160/2010 eða byggingasrreglugerð nr. 112/2012 að afturkalla lokaúttekt.

    C-hluti erindi endursend

    • 1502474 – Dalsás 2-6 skráningartafla

      V.H.E ehf leggur 25.02.15 inn breytta skráningartöflu teiknaða af Sigurði Þorvarðarson dags. 18.04.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1503060 – Lyngbarð 2,Starfsmannahús, byggingarleyfi

      Steinþór Einarsson leggur inn umsókn fyrir skipulag 1.hæðar og gluggi settur á suðurhlið. Samkvæmt teikningum Jóhanns Magnús Kristinnssonar dags. 24.02.15.

      Teikningin sýnir íbúð á efri hæð, sem samræmist ekki aðalskipulagi.

    • 1410352 – Stapahraun 11, breyting

      Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf sækir 15.10.14 um að byggja steinsteypt skýli fyrir gastank við suðurhlið. Milliloft verði sett upp í hluta pökkunar og afgreyðslurými í austuhluta.Svalir verði settar á norðurhlið samkvæmt teikningum Jens K. Bernharðssonar dags.12.09.14. Nýjar teikninga bárust 02.03.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt