Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. mars 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 553

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1502394 – Klukkuberg 3, sólstofa

      Þorvaldur Friðþjófsson kt.310159-5069 sækir þann 18.02.15 um leyfi til að byggja sólstofu (A-lokun) við einbýlishús að Klukkuvöllum 3 samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni byggingarfræðing kt. 141250-4189.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 15011092 – Sörlaskeið 22, viðbygging

      Hves ehf kt.600814-0360 sækir þann 28.01.2015 um leyfi til að reisa viðbyggingu við suðurhlið hesthúss samkvæmt teikningum frá Helgu G. Vilmundardóttur arkitekt kt.080379-4719. Nýjar teikningar bárust 20.02.2015 Nýjar teikningar bárust 10.03.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1503168 – Austurgata 22, byggingarleyfi

      EC bygg ehf sækir 09.03.15 um að byggja 6 íbúðir í tveimur húsum tengdum með stigagangi og palli samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 02.03.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1501610 – Skúlaskeið 8, breyting

      Einar V Kristjánsson sækir um að breyta húsinu, þannig að þar verði tvær íbúðir í stað einnar. Nýjar teikningar bárust 09.02.15. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt og leiðrétt gögn hafa borist, sjá meðfylgjandi athugasemdir.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1501853 – Hlíðarás 45, breyting byggingarleyfi

      Atli Jóhann Guðbjörnsson ásamt meðumsækjanda B13 ehf sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti og smávægilegar breytingar á innra skipulagi. Þak verður staðsteypt, en var áður samþykkt hefðbundið timburþak. Nýjar teikningar bárust 10.02.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1503230 – Kríuás 1, Breyting á byggingarleyfi v/færanlegrar kennslustofu

      Hafnarfjarðarbær leggur inn umsókn um breytingu á áður samþykktum teikningum á færanlegum kennslustöfum skv. ábendingu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags 11.3.2015.Nýjar teikningar bárust 13.03.15 með stimpli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 15011053 – Óseyrarbraut 2, skipti á olíutönkum framkvæmdarleyfi/ byggingarleyfi

      S- fasteignir ehf leggja inn umsókn um framkvæmdarleyfi/ byggingarleyfi að setja niður tvo nýja eldsneytisbirgðatanka og taka upp og fjarlægja tanka samkvæmt teikningum Asmundar Ingvarsson dags. 22.01.15.Umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogs barst 26.01.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir skiptingu á tönkunum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1503151 – Þrastarás 39, svalalokun

      Jón Einarsson sækir 9.3.2015 um að byggja svalaskýli á þakhæð/rishæð b-lokun, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 22.1.2015. Samþykki nágranna á Þrastarási 37 barst einning.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1503044 – Tjarnarvellir 3, fyrirspurn

      JFK ehf leggur 04.03.15 fram fyrirspurn um frágang á gólfplötu jarðhæðar. Útreikningar á kólnunartölum bárust 12.03.2015 frá Kristinn Már VK verkfræðistofu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellst á þann frágang sem sýndur er.

    • 1011327 – Selhella 9, byggingarstig og notkun

      Selhella 9, mhl 01 og 02 eru skráðir á bst 2 mst 8, þrátt fyrir að hluti hússins sé fullbyggður og búið að taka í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vekur athygli á að samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 er óheimilt að taka byggingu í notkun nema fram hafi farið öryggisúttekt eða lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda/byggingarstjóra skylt að sækja um öryggisúttekt á þeim hluta sem tekinn er í notkun innan þriggja vikna.

    • 1407215 – Dalsás 2. Öryggis- og lokaúttekt ólokið.

      Húsið er skráð á byggingarstigi 5, þannig að hvorki hefur fari fram öryggis- eða lokaúttekt, þótt flutt sé inn í einstakar íbúðir. Búseta er ekki heimil í húsinu samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 og það er ekki að fullu brunatryggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 23.07.14 byggingarstjóra skylt að sækja um öryggis- eða lokaúttekt innan tveggja vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 04.12.14 erindið og mundi leggja dagsektir á byggingarstjóra skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 yrði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Sigurfinn Sigurjónsson frá og með 01.05.2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    C-hluti erindi endursend

    • 1503257 – Drekavellir 18, girðing.

      Daníel Einarsson íbúi að Drekavöllum 18 óskar eftir að setja um girðingu við bílastæði eins og meðfylgjandi gögn sýna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir frekari gögnum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1502513 – Geymslusvæðið, skilti, umsókn um stækkun

      Ástvaldur Óskarsson óskar eftir því að setja upp 7 metra hátt skilti við innkeyrslu að Geymslusvæðinu eins og meðfylgjandi gögn sína.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem það stenst ekki kröfur um Samþykkt um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar, sem samþykkt var í Bæjarstjórn þann 29. mars 2012.

    • 1503189 – Klukkuvellir 28-38B,byggingarleyfi

      ER-hú ehf sækir 11.03.2015 um leyfi til að byggja raðhús samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dags.01.12.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt