Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. mars 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 554

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1503189 – Klukkuvellir 28-38B,byggingarleyfi

      ER-hú ehf sækir 11.03.2015 um leyfi til að byggja raðhús samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dags.01.12.2014 Nýjar teikningar bárust 23.03.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 15011070 – Skipalón 25, svalalokun

      Skipalón 25 sækir 28.01.15 um svalalokun á öllum svölum of jarðhæð. Samkvæmt teikningum Páls Gunnlaugssonar dags.06.01.15.Samþykki meðeigenda í húsi barst 09.03.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1502279 – Suðurhella 10, breyting/reyndarteikningar

      Laggi ehf leggur 13.02.15 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Jón Þór Þorvaldssyni dags.04.02.15.$line$Nýjar teikningar bárust 25.03.2015

      Skipulags- og byggignarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1503257 – Drekavellir 18, girðing.

      Daníel Einarsson íbúi að Drekavöllum 18 óskar eftir að setja um girðingu við bílastæði eins og meðfylgjandi gögn sýna. Fundargerð húsfundar hefur borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetninguna enda sé hún gerð á lóðarmörkum og girðingin ekki hærri en 150 cm.

    • 1503317 – Óseyrarbraut 22, byggingarleyfi

      Eimskip Ísland ehf. sækir 18.3.2015 um að byggja 7.000 fermetra frystigeymslur samkvæmt teikninigum Önnu Margrétar Hauksdóttur dagsettar 14.1.2015. Óskað er eftir takmörkuðu byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og sökkla.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir þann hluta sem er innan byggingarreits samkvæmt núgildandi skipulagi. Afgreiðslu byggingarleyfis að öðru leyti frestað, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Gunnar Örn Sigurðsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn deiliskipulagstillögu fyrir lóðina ódags. til umsagnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1006282 – Hundasvæði

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir framkvæmdaleyfi skipulags- og byggingarráðs fyrir uppsetningu á lokuðu hundagerði á Hörðuvöllum. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur gefið jákvæða umsögn um málið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í skipulags- og byggingarráð og óskar ennfremur eftir túlkun Skipulagsstofnunnar á því hvort að hundasleppisvæði geti rúmast innan gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.

    • 1503380 – Thorsplan, kvikmyndataka

      Hannes Þór Arason, f.h. Zik Zak kvikmynda óskar eftir að taka upp kvikmynd á Thorsplani og setja upp viðeigandi leikmuni á torgið. Einnig taka upp skot af nærliggjandi götum. Tökurnar yrðu í kringjum 20. apríl.

      Skipulags- og byggingarfullrúi heimilar kvikmyndatöku á þessum stað með skilyrðum um góða umgengni og að svæðið verði skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur. Ef um er að ræða lokun fyrir akandi umferð skal vísað á umhverfis- og framkvæmdasvið.

    • 1503384 – Austurgata 38 fyrirspurn

      Christian Schultze og Inga Björk Ingadóttir leggja inn fyrirspurn um hvort heimilt verði að endurbyggja útihús á lóðinni í þá veru sem meðfylgjandi gögn sýna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, sjá meðfylgjandi minnispunkta. Breytingin er byggingarleyfisskyld.

    • 1503435 – Austurgata, klettur

      Borist hefur ábending að klettur sem stendur á lóð Fríkirkjunnar við Austurgötu væri að klofna og brotið sig fram á bílastæði sem þarna er. Þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir á lóð nr. 22 við Austurgötu og Strandgötu er möguleiki á að þetta brot gæti verið í tengslum við það.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir lóðarhöfum og verktökum að þarna gæti verið hætta á ferð og óskar eftir því að þeir bregðist við erindinu.

    • 1503210 – Hvaleyrarbraut 22, breyting

      S22 ehf sækir 13.03.15 um að breyta skrifstofuhúsnæði í frístunda húsnæði samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 22.01.2006.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar hafnarstjórnar þar sem húsið er á hafnarsvæði.

    C-hluti erindi endursend

    • 1503370 – Fífuvellir 4, breyting

      Sigurður Örn Árnason sækir 20.03.15 um að breytingu á hæðarkóta og byggingarreit bílsskúrs samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónssonar dags.10.11.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt