Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. apríl 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 555

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1503456 – Hlíðarþúfur , reiðgerði utan lóðar.

   Eggert Hjartarson f.h. húseingendafélags Hlíðarþúfna sækir um leyfi til að setja upp reiðgerði innan athafnasvæðis félagsins samkvæmt teikningu Davíðs Pitt dagsettar 23.nóvember 2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu reiðgerðis á þessum stað.

  • 1406260 – Lónsbraut 6, breyting á texta

   Húsfélagið að Lónsbraut 6 sækir um breytingu á texta í byggingarlýsingu skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dagsettar í mars 2014.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1503486 – Kaplakriki, markatafla

   Sigurður Einarsson arkitekt óskar eftir fh. FH að reisa marktöflu við knattspyrnuvöll við Kaplakrika skv. meðfylgjandi teikningum dags. 24. mars 2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi heimalar uppsetningu markatöflunnar en vísar í samþykkt um skitli í lögsögu Hafnarfjarðar varðandi blikk og ljósmagn.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1504002 – Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.

   Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óska eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni skv. meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi vísar erindinu í skipulags og byggingarráð.

  • 1503496 – Lóuhraun 5, fyrirspurn

   Hannes Jón Marteinsson leggur 27.3.2015 fyrirspurn , óksar eftir lokun á svölum , sjá meðfylgjandi gögn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Breytingin er byggingarleyfisskyld.

  • 1503510 – Krýsuvík, náttúrulauguar og heilsuhótel

   Lagt fram erindi frá Ólafi Sigurðssyni markaðs- og þróunarstjóra First ehf. þar sem óskað er eftir að byggja heilsuhótel og náttúrululaugar í Krýsuvík.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi vísar erindinu í skipulags-og byggingarráð.

  C-hluti erindi endursend

  • 1503501 – Hjallahraun 13, breytingar innanhúss.

   Ösp ehf kt.621209-3530 sækir um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði innanhúss samkvæmt teikningum Árnýjar Þórarinsdóttur arkitekts dags. 30. mars 2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1503406 – Kaplahraun 1, breytingar

   Bjarnarhöfði ehf sækir um breytingu á Kaplahrauni 1 skv. teikningum Helga Bragasonar dags. 12. mars 2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1503407 – Berghella 1, stækkun á plani

   Gámaþjónustan hf. sækir 24.3.2015 um stækkun á þvottaplani á mhl 9, samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 24.3.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1503481 – Berghella 1, efnamótttaka breyting

   Gámaþjónustan hf. sækir 27.3.30215 um á mhl 8, gönguhurð á suðurgafli, ákeyrsluvarnir og þvottaplan samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 25.03.2015

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt