Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. apríl 2015 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 556

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir
 • Berglind Guðmundsdóttir
 • Sigurður Steinar Jónsson

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. B-hluti skipulagserindi

  • 1501953 – Klukkuvellir 1, deiliskipulagsbreyting

   Ástak ehf. sækir 22.1.2015 um deiliskipulagsbreytingu á Klukkuvöllum 1, breyting á lóð og fjölgun um 1.íbúð, samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dagsettar 21.1.2015. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemd barst.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1210096 – Hellnahraun 2 og 3 - hringtorg við Krýsuvíkurveg

   Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 2, vegna hringtorgs við Krýsuvíkurveg við Hellnahraun 2 og 3. Skipulagið var auglýst tillöguna skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir skipulagið skv. heimild í reglugerð 767/2005 um afgreiðslur skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar, og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1504104 – Hafravellir 18-20, skipulagsbreyting

   Dropasteinn ehf kt.601200-2950 sækir þann 08.04.15 um skipulagsbreytingu samkvæmt uppdrætti Kára Eiríkssonar dags. 1.4.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 skv. heimild í reglugerð 767/2005 um afgreiðslur skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar.

  • 1501610 – Skúlaskeið 8, breyting

   Einar V Kristjánsson sækir um að breyta húsinu, þannig að þar verði tvær íbúðir í stað einnar.Nýjar teikningar bárust 09.02.15 Nýjar teikningar bárust 31.03.15. Athugasemd við grenndarkynningu barst.

   Skipulags-og byggingarfulltrúi óskar eftir uppdráttum með stimpli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins áður en skriflegt byggingarleyfi verður gefið út.

  • 1503495 – Óseyrarbraut 22, eigin úttektir byggingarstjóra

   Ólafur Hermannsson sækir 27.3.2015 um eigin úttektir á Óseyrarbraut 22. sjá meðfylgjandi gögn. Öll ákvæði 3.7.4. gr byggingarreglugerðar nr. 112/2012 eru uppfyllt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

  • 1503047 – Skipalón 7, ósk um eigin úttekt

   Hjálmar Hafsteinsson byggingarstjóri óskar eftir eigin úttekt að Skipalóni 7. Öll ákvæði 3.7.4. gr byggingarreglugerðar nr. 112/2012 eru uppfyllt.

   Skipulags- og byggignarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

  • 1503051 – Skipalón 1, ósk um eigin úttekt

   Hjálmar Hafsteinsson byggingarstjóri óskar eftir eigin úttekt að Skipalóni 1. Öll ákvæði 3.7.4. gr byggingarreglugerðar nr. 112/2012 eru uppfyllt.

   Skipulags- og byggignarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

  • 1502380 – Bjarkavellir 1c ósk um eigin úttektir

   Fagtak ehf, Guðlaugur Adolfsson byggingarstjóri, óskar eftir leyfi til eigin úttekta á Bjarkavöllum 1c. Staðfesting á skráningu gæðaastjórnunarkerfis frá MVS barst 04.03.2015. Öll ákvæði 3.7.4. gr byggingarreglugerðar nr. 112/2012 eru uppfyllt.

   Skipulags- og byggignarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

  • 1503435 – Austurgata, klettur

   Borist hefur ábending um sprungu í kletti á lóð Fríkirkjunnar, og er spurt hvort famkvæmdir á lóð Austurgötu 22 hafi þar áhrif. Lagt fram bréf framkvæmdaaðila.

   Ekki er hægt að sjá að tengsl séu á milli framkvæmda við Austurgötu 22 og þess sem þarna er að gerast. Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til framkvæmdaaðila að Austurgötu 22 að fylgjast vel með hvort frekari framkvæmdir hafi umtöðuð áhrif.

  C-hluti erindi endursend

  • 1503509 – Breiðhella 16, fjölgun á rýmum

   Skógarhlíð ehf. sækir 30.3.2015 um fjölgun á rýmum úr 10 í 20 samkvæmt teikningum Haralds Valbergssonar dagsettar 16.3.2015. Stimpill frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst einnig.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1412367 – Suðurhella 8, umsókn um byggingarleyfi

   Kristinn Ragnarsson sækir 22.12.14 um tímabundna samnýtingu eignahluta 0101-0103 að Suðurhellu 8. Meðumsækjandi er TG-verk. Nýjar teikningar bárust 31.3.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1503507 – Kirkjuvellir 1, safnaðarheimili,byggingarleyfi

   Ástjarnarsókn kt.421101-3530 sækir þann 30.03.15 um leyfi til að byggja safnaðarheimili, sem þjónar sem kirkja um ótiltekinn tíma, á lóð Kirkjuvalla 1 samkvæmt teikningum frá Birni Guðbrandssyni arkitekt kt.170174-3059.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt