Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. apríl 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 559

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1504011 – Suðurgata 71, breyting

   Gylfi Kjartansson og Valka Jónsdóttir sækja 01.04.2015 um að byggja anddyri við aðalinngang á 2.hæð samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 24.06.2008 Nýjar teikningar bárust 24.04.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1504351 – Álfaskeið 44, fyrirspurn um stækkun svala

   Húbert Ágústsson gerir fyrirspurn með tölvupósti þann 20.4.2015, um hvort að fengist heimild til að stækka svalir á 3ju hæð fjölbýlishússins nr. 44 við Álfaskeið.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en vekur athygli á að framkvæmdin er byggingarleyfisskyld. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

   Nexus srkitektar leggja inn fyrirspurn f.h. Kaffibrennslu Hafnarfjarðar um hvort heimiluð verði viðbygging milli núverndi húsa á lóðinn skv. meðfylgjandi tölvupósti og uppdráttum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1503509 – Breiðhella 16, fjölgun á rýmum

   Skógarhlíð ehf. sækir 30.3.2015 um fjölgun á rýmum úr 10 í 20 samkvæmt teikningum Haralds Valbergssonar dagsettar 16.3.2015. Stimpill frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst einnig. Nýjar teikningar bárust 21.04.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1504456 – Sævangur 5 lóðarframkvæmdir

   Borist hafa kvartanir vegna framkvæmda á lóðinni við lóðamörk Sævangs 7.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa Sævangs 5 skylt að stöðva framkvæmdir, þar sem þær samræmast ekki deiliskipulagi. Framkvæmdir eru ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti, og einnig skal hafa samráð við nágranna um frágang á lóðamörkum.

  C-hluti erindi endursend

  • 1411285 – Öldugata 35, breyting á skráningu íbúðar.

   Valgerður M Guðmundsdóttir sækir um heimild til að breyta skráningu á íbúð sinni 0001 úr ósamþykktri íbúð í samþykkta. Undirskrift nágranna barst 25.11.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu. Eitt af skilyrðum fyrir að samþykkja áður gerðar íbúðir er að meðallofthæð sé a.m.k. 230 cm, sbr viðmiðunarreglur Reykjavíkurborgar. Skoðun á staðnum sýnir að það næst ekki hér.

  • 1503370 – Fífuvellir 4, breyting

   Sigurður Örn Árnason sækir 20.03.15 um að breytingu á hæðarkóta og byggingarreit bílsskúrs samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónssonar dags.10.11.14 Nýjar teikningar bárust 8.4.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1504367 – Gjáhella 11, byggingarleyfi

   Járn og blikk ehf leggur 22.04.2015 inn reyndarteikningar með innri breytingum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1504361 – Eskivellir 11, byggingarleyfi

   Haghús ehf sækir 22.04.15 um að byggja fjölbýlishús á sex hæðum með 39.íbúðum samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags.15.04.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1504381 – Reykjavíkurvegur 5, reyndarteikning

   Íbúðalánasjóður leggur 24.04.15 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Sveinns Valdimarssonar dags.30.03.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1410218 – Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi

   Tekið fyrir að nýju erindi Löðurs ehf. sem sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dags. 01.10.2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 í samræmi við 9. grein laga um mannvirki og að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarráðs. Áður lagður fram tölvupóstur Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 22.12.14. Komið hefur í ljós að deiliskipulag fyrir svæðið frá 2002 hlaut aldrei lögformlega staðfestinu, og þarf því að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga. Áður lagður fram tölvupóstur Þorleifs Magnússonar varðandi loftun á þvottarýmum. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir skriflegri staðfestingu á að þvottarýmin séu lokuð eins og uppdrættir sýna og gerð verði grein fyrir loftræstingu úr þeim, áður en erindið verði grenndarkynnt. áður lagðir fram tölvupóstar Þorleifs Magnússonar dags. 27.01.15 og 28.01.14. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Áður lagt fram minnisblað sviðsstjóra. Skipulags- og byggingarráð tók neikvætt í erindið 24.03.15 og fól skipulags- og byggingarfulltrúa endanlega afgreiðslu málsins.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar byggingarleyfinu í samræmi við afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Ábendingagátt