Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. maí 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 560

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1503370 – Fífuvellir 4, breyting

   Sigurður Örn Árnason sækir 20.03.15 um að breytingu á hæðarkóta og byggingarreit bílsskúrs samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónssonar dags.10.11.14. Nýjar teikningar bárust 8.4.2015 og 4.5.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

  • 1504171 – Lyngberg 15,parhús

   Fjarðarsmíði kt.580908-1280 sækir þann 09.04.15 um leyfi fyrir byggingu parhúss á lóðum 15a og 15b samkvæmt teikningum frá Sigurði Hallgrímssyni arkitekt kt.170753-3139. Nýjar teikningar bárust 29.04.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

  • 1504395 – Öldutún 7, reyndarteikningar

   Sigurþór Aðalsteinsson leggur inn til samþykktar reyndarteiningar dag. 24.4.2015 fyrir Öldutún 7 vegna vinnu við eignaskiptayfirlýsingu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1406470 – Thorsplan, international market

   Fyrirtækið Continental Market Ltd.óskar eftir því að setja upp markað á Thorspalani frá 11 – 16. ágúst nk. samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Samþykki Heilbrigðiseftirlits þarf að liggja fyrir. Einnig þarf að kynna markaðinn fyrir verslunareigendum á Strandgötu.

  • 1504480 – Hellisgata 16 frágangur á lóð

   Borist hefur kvörtun frá eigendum Skúlaskeiðs 42 vegna framkvæmda á lóð Hellisgötu 16 að lóðamörkum húsanna. Gerð er krafa um að framkvæmdum verði lokið strax.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum íbúðar nr. 01 0201 sem stóðu að framkvæmdunum skylt að ljúka þeim án tafar.

  • 1504089 – Skipulagsmál og lóðaúthlutanir, íslenski eldsneytismarkaðurinn, markaðsrannsóknir, upplýsingabeiðni

   Samkeppniseftirlitið sendir inn fyrirspurn vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði – skipulags- og lóðaúthlutanir sveitarfélaga, hvort einhverjar reglur séu í gildi í Hafnarfirði um skipulagsáætlanir og lóðaúthlutanir til fyrirtækja sem hyggja á sölu eldsneytis í smásölu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi upplýsir að engar slíkar reglur séu í gildi.

  • 1505020 – Hjallahraun 13, íbúðarleiga í atvinnuhúsnæði

   Ábendin kom um að það er verið að auglýsa 2ja herbergja íbúð á bland.is, til leigu að Hjallahrauni 13, sem er skráð sem veitingastaður. Íbúðir eru ekki leyfðar á svæðinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eiganda að draga auglýsinguna til baka og láta af ólöglegri búsetu í húsinu.

  • 1505006 – Stækkun lóðarinnar Óseyrarbrautar 2

   Lóðarhafar Óseyrarbrautar 2 óska eftir lóðastækkun í austur samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti og vísar því til umsagnar Hafnarstjórnar.

  • 1407301 – Hverfisgata 22, mannvirki í niðurníðslu

   Vakin er athygli embættisins á að á baklóð Hverfisgötu 22, liggi undir skemmdum og nágrannar hafa verulegar áhyggjur af slysahættu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.11.14 eiganda skylt að koma fasteigninni í viðunandi horf innan 4 vikna. Eigandi sagðist 09.0115 ætla að fara í að skila inn teikningum og fara í framkvæmdir.Segist vera búinn að byggja undir þakið að innanverðu. Ekkert hefur síðan gerst í málinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín til eiganda. Verði ekki brugðist við þeim innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 um dagsektir.

  • 1008301 – Norðurbakki 23, íbúð 0105, brunavarnir.

   Eigandi íbúðar nr. 0105 gerir athugasemd við að flóttaleið vanti og óskar eftir að arkitekt og byggingaraðila verði gert að koma með tillögur til úrlausnar. Umsögn Brunamálastofnunar liggur fyrir. Teikningar að húsinu voru samþykktar af byggingarfulltrúa 14.02.2006 og höfðu þá stimpil Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 01.09.10 til arkitekts og byggingaraðila hússins að gera tillögur til lausnar á málinu innan fjögurra vikna. Tillögur bárust og skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.01.11 ÞG-verktökum skylt að sækja um byggingaleyfi fyrir breytingunni og skila gögnum í samræmi við grein 12.2 í byggingarreglugerð. Áður lagt fram bréf ÞG-verktaka dags. 30.01.11. Áður lagt fram álit lögmanns skipulags- og byggingarsviðs og greinargerð skoðunarmanns skipulags- og byggingarsviðs. Skipulags- og byggingarfulltrúi taldi skylt að gera flóttaleið úr svefnherbergi fremur en stofu, en skv. áliti Mannvirkjastofnunar kveður reglugerð ekki á um það. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 25.05.11 fyrirmæli til hönnuðar og byggingarstjóra um gerð flóttaleiðar. Fullnægjandi uppdráttur sem sýnir lausn málsins hefur ekki borist. Í tölvupósti arkitekts hússins er óundirritað pdf-skjal sem uppfyllir ekki ákvæði reglugerðar um gerð uppdrátta. Þar kemur fram að arkitekt telji ekki aðra lausn á málinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín til arkitekts að skila fullgildum uppdrætti. Skipulags- og byggingarfulltrúi telur sýnda flóttaleið ekki fullnægjandi, hún eigi að uppfylla skilyrði 2. mgr. greinar 6.1.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 sem snýr að algildri hönnun, þar sem íbúi getur ekki nýtt sér aðra lausn sökum aldurs.

  • 1109043 – Norðurbakki 23, loftgæði

   Borist hefur álit Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þess efnis að loftræsting í íbúðinni sé ófullnægjandi. Hitastig innan dyra sé of hátt, þrátt fyrir að allir gluggar séu opnir og hiti utan dyra 10 gráður C. Heilbrigðisfulltrúi telur að finna þurfi tæknilegar skýringar á málinu og leita lausna á því.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til byggingarstjóra/byggingaraðila að finna lausn á málinu eða vetia fullnægjandi skýringar innan 3 vikna að öðrum kosti.

  • 1206372 – Hamarsbraut 17 bílastæði

   Ekki hafa verið gerð bílastæði innan lóðar samkvæmt uppdrætti sem samþyktur var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 19.12.2012. Ekki er heimilt að leggja bifreiðum í snúningshaus við enda götunnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum Hamarsbrautar 17 05.02.14 skylt að leysa bílastæðamál inni á sinni lóð.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrri fyrirmæli til eigenda Hamarsbrautar 17 05.02.14 að leysa bílastæðamál inni á sinni lóð.

  C-hluti erindi endursend

  • 1504446 – Suðurgata 96, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Maríus Helgason leggur 28.4.2015 inn fyrirspurn um hvort heimilað verði að reisa skjólvegg við enda á svölum og að hluta til inn á framhlið þeirra.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu og vísar í meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1503317 – Óseyrarbraut 22, byggingarleyfi

   Eimskip Ísland ehf. sækir 18.3.2015 um að byggja 7.000 fermetra frystigeymslur ásamt eimsvala, rafstöð og spennistöð samkvæmt teikninigum Önnu Margrétar Hauksdóttur dagsettar 14.1.2015. Nýjar teikningar dagsettar 29.4.2015 bárust 30.4.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1504361 – Eskivellir 11, byggingarleyfi

   Haghús ehf sækir 22.04.15 um að byggja fjölbýlishús á sex hæðum með 39.íbúðum samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags.15.04.2015. Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs bárust 06.05.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Teikningar með stimpli eldvarnareftirlits hafa enn ekki borist.

Ábendingagátt