Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. maí 2015 kl. 13:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 561

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður

Hrólfur Sigurður Gunnlaugsson sat einnig fundinn.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Hrólfur Sigurður Gunnlaugsson sat einnig fundinn.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1505119 – Fagrakinn 17, svalir

      Agnar Logi Axelsson sækir 12.05.15 um að stækka svalir á miðhæð samkvæmt teikningum Svavars M. Sigurjónssonar dags. 11.05.15 Skriflegt leyfi meðeiganda er á burðarþolsteikningunum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd.

    • 1505091 – Miðvangur 41, klæðning utanhúss

      Húsfélagið Miðvangi 41 sækir 11.05.15 um að klæða hluta norðurhliðar og austurgafls með sléttri álklæðningu samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dags. 14.04.2015

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1504288 – Lækjarkinn 10, breyting á eignarhluta, fyrirspurn.

      Arndís Pétursdóttir og Fjölnir Sæmundsson leggja 17.4.2015 fyrirspurn, óska eftir að fá að breyta einbýlí í tvíbýli. Sjá meðfylgjandi gögn. Nýtt bréf frá eigendum barst 07.6.2015. Íbúðaskoðun hefur farið fram.

      Erindið samræmist ekki deiliskipulagi, en hægt væri að fallast á að íbúðin uppfylli reglu um notkun sem íbúð fyrir 1979. Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að ýmissa lagfæringa er þörf og þurfa því uppdrættir að berast. Fyrirspyrjanda er bent á að hafa sambandi við arkitekt á Skipulags- og byggignarsviði.

    • 1503502 – Hringbraut 77, Suðurbæjarlaug, GYM heilsa, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Gym heilsu ehf um lóð við Suðurbæjarlaug dags. 24. mars 2015. Bæjarráð vísaði umsókninni til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, með fyrirvara um nánari útfærslu. Erindið kallar á deiliskipulagsbreytingu. Lögð er áhersla á að ekki sé farið inn á hverfisverndað svæði.

    • 1505059 – Móhella 4B og 4C, mótmæli við fasteignaálagningu

      Guðmundur Gunnarsson mótmælir með bréfi dags. 2.5.2015 álagningu á 2 geymslum í hans eigu,skráðar sem vörugeymslur og notaðar sem slíkar og eru með álagningu m.v. atvinnuhúsnæði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að vörugeymslur flokkast sem atvinnuhúsnæði, og ekki er til sérstakur skattflokkur fyrir þær. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1505077 – Miðvangur 41, 0107, fyrirspurn

      Jón I Garðarsson ehf, gerir fyrirpurn þann 8.5.15 um breytta notkun húsnæðis 0107. sjá meðfylgjandi bréf Jóns Guðmundssonar dags. 8.5.15.

      Íbúðir þurfa að uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar, og 1. mgr 27. gr fjöleignarhúsalaga kveður á um skriflegt samþykki allra íbúa hússins.

    • 1504456 – Sævangur 5 lóðarframkvæmdir

      Borist hafa kvartanir vegna framkvæmda á lóðinni við lóðamörk Sævangs 7. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 29.4.2015 lóðarhafa Sævangs 5 skylt að stöðva framkvæmdir, þar sem þær samræmadust ekki deiliskipulagi. Framkvæmdir eru ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti, og einnig skal hafa samráð við nágranna um frágang á lóðamörkum. Greinargerð eiganda barst 13.5.2015.

      Framkvæmdir eru ekki í samræmi við afstöðumynd. Í kafla 3.7 í skipulagsskilmálum er gerð krafa um að skilað sé lóðaruppdrætti fyrir allar meiriháttar framkvæmdir á lóð.

    • 1505133 – Lyngberg 15,umsókn um eigin úttektir

      Ágúst Pétursson leggur 12.05.15 inn umsókn um eigin úttektir byggingarstjóra á Lyngbergi 15 í samræmi við grein 3.7.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita Ágúst Péturssyni umbeðið leyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

Ábendingagátt