Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. júní 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 565

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1506172 – Flatahraun 13, Niðurrif á Iðnaðarhúsnæði

      Festi fasteignir ehf sækja 08.06.15 um leyfi fyrir niðurrifi á 3x iðnaðarhúsnæði matshluta 01 0101, 02 0101, og 03 0101.

      Erindið er samþykkt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogs.

    • 1504365 – Skipalón 5, svalalokun

      Skipalón 5 húsfélag sækir 22.05.15 um svalalokun á öllum hæðum samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dags.14.04.2015. Undirskriftir allra íbúa fylgir með. Nýjar teikningar bárust 04.06.2015 með stimpli frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd.

    • 1506106 – Norðurbakki 7-9, klæðning

      VHE ehf, kt.531295-2189, sækir þann 03.06.15 um leyfi fyrir klæðningu útveggja, syðri mörkum útisvæðis samkvæmt teikningum frá Pálmari Kristmundssyni arkitekt kt. 080455-5260.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1504002 – Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.

      Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óskuðu eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1. apríl og vísað í skipulags- og byggingarráð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að breytingin yrði auglýst skv. 43.gr. skipulagslaga. Auglýsingatíma er lokið og 2 athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1506209 – Miðhella 1, notkun

      Kári Eiríksson leggur f.h lóðarhafa inn fyrirspurn um hvort heimilað yrði að breyta notkun hússins í íbúðahótel.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1304016 – Dalshraun 11, umsókn um breytingu á deiliskipulagi

      Jón Þórðarson óskar eftir fh. húsfélagsins að Dalshrauni 11 að breyta deiliskipulagi til þess að fjölga bílastæðum. Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1505403 – Berjavellir 2, fyrirspurn

      Sígríður Zoéga spryrst fyrir um hvort sækja þurfi um leyfi til að byggja yfir svalir íbúðar 0408 í húsinu.

      Erindið er byggingarleyfisskylt og krefst samþykkis allra húseigenda í húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi mælir með að sótt verði um samræmdar svalalokanir fyrir allt húsið.

    • 1506195 – Austurgata 28, leiðrétting á lóðastærð

      Þorkell Guðnason gerir kröfu um að lóðamörk hans verði færð þannig að bílastæði fyrir framan húsið verði innan lóðar. Vísað í heimild frá ca 1992 um afmörkun lóðar eftir að lóðarskerðing hafi farið fram.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í að lóðarmörk verði færð 2,3 m í átt að Austurgötu og vísar því til bæjarráðs.

    • 1506165 – Brunnstígur 5, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Guðrún Finnsdóttir og Olgeir Pétursson leggja inn fyrirspurn um breytingar innanhúss.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Byggðasafns Hafnarfjarðar um málið.

    • 1506156 – Dalsás 2, sorp

      Páll Eyjólfsson f.h. Pábeyjar ehf fer fram á eftir að sorpílát á lóðinn verði flutt þar sem núverandi staðsetning þeirra skapar íkveikjuhættu. Lögð fram skýrsla Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir framkvæmdaaðila VHE skylt að leggja fram teikningar til samræmis við skýrslu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    • 1201327 – Einivellir 5, byggingarstig og úttektir

      Einivellir 5 er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að engin lokaúttekt hafi átt sér stað. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 30.04.2012. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Síðan hafa staðið deilur um hver sé byggingarstjóri á húsinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarfyrirtækinu Verkþingi ehf skylt að ljúka málinu og sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags-og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirk til að knýja fram úrbætur.

    • 1005162 – Eskivellir 3, lokaúttekt

      Ágúst Pétursson skráði sig af verki þegar framkvæmdum var lokið og Anton Kjartansson skrifaði undir samþykki nýs byggingarstjóra. Stöðuúttekt/lokaúttekt fór ekki fram skv. 1. mgr. 36. gr. þágildandi byggingarreglugerðar nr. 441/1998: “Gera skal úttekt á þeim verkhluta sem lokið er og skulu fráfarandi og aðkomandi byggingarstjórar undirrita hana, ef þess er kostur, ásamt byggingarfulltrúa. Áður lLagður fram tölvupóstur frá lögfræðingi Mannvirkjastofnunar dags. 22.11.12 þar sem sett er fram það álit að Anton Kjartansson sé byggingarstjóri þrátt fyrir að stöðuúttekt hafi ekki farið fram. Enn fremur lögð fram upphafleg skráning byggingarstjóra á verkið, þar sem fram kemur að hann er þar skráður f.h. fyrirtækisins Verkþing. Tryggingarfélagið telur Anton vera byggingarstjóra.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka málinu og sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags-og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirk til að knýja fram úrbætur.

    • 1506143 – Strandgata 19 og Austurgata 22, framkvæmdir

      Nágrannar kvarta yfir ónæði frá framkvæmdum, og spurt er um frágang á lóðamörkum að Strandgötu 21. Lögð fram tímasett verkáætlun framkvæmdaaðila.$line$$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir svari varðandi frágang á lóðamörkum við Strandgötu 21.

    • 1506144 – Strandgata 31-33, krafa um stöðvun framkvæmda.

      Ellert Gissurarson og Selma Björk Petersen senda bréf til skipulags- og byggingarráðs dags. 05.06.2015. Þau gera kröfu um stöðvun framkvæmda við breytingar á húsinu, þar sem leyfi til framkvæmda hafi ekki verið gefið út og breyting úr skrifstofuhúsnæði í íbúðir hafi ekki verið heimiluð. Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 16.04.15 varðandi kærur á skipulagið. Ógildingu skipulagsins er hafnað.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi upplýsir að byggingarleyfi var gefið út 22.04.2015 í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem öðlaðist staðfestingu 21.01.2015, þar sem notkun hússins er breytt.

    • 1501886 – Eskivellir 13, fallhætta

      Borist hefur ítrekuð kvörtun vegna fallhættu niður í grunn á Eskivöllum 13. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 15.04.15 húsbyggjanda skylt að laga girðingu kringum húsgrunninn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín. Verði ekki brugðst við því innan þriggja vikna verður verkið framkvæmt á kostnað eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1506236 – Klukkuvellir 1 ólöglegar framkvæmdir.

      Borist hefur tilkynning um að verktaki hafi með jarðvegsframkvæmdum farið inn á hverfisverndað svæði. Deiliskipulagsbreyting hefur ekki verið samþykkt, og framkvæmdir eru út fyrir þau mörk sem sú breyting sýnir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsketir á framkvæmdaaðila kr. 20.000 á dag frá og með 15.06.2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010, verði framkvæmdir ekki stöðvaðar fyrir þann tíma. Jafnframt er framkvæmdaaðila gert skylt að bæta skemmdir sem unnar hafa verið utan lóðar.

    C-hluti erindi endursend

    • 1506125 – Flatahraun 13, byggingarleyfi

      Festi hf sækir 04.06.15 um byggingarleyfi til að reisa nýbyggingu fyrir versluninna Krónuna ásamt tveimur leigurýmum fyrir aðra þjónustu. Samkvæmt teikningum G. Odds Víðissonar dag.01.06.15

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1506123 – Drekavellir 9,breyting á innra skipulagi

      Umhverfis og framkvæmdasvið leggur 04.06.15 inn umsókn um breytingar innandyra, flutningur á veggjum og stækkun vinnurýmis kennara. Samkvæmt teikningum Finns Björgvinssonar dags.20.05.15

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt