Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. júní 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 566

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1505153 – Fjóluás 6, stoðveggur á lóð

      Guðrún Svava Pálsdóttir sækir 13.05.15 um að byggja stoðvegg á lóðarmörkum við gangstétt og að hluta til á lóðarmörkum nágranna þ.e Fjóluás 8.samkvæmt teikningu Eyjólfs Valgarðssonar dags. 05.05.15 Samþykki nágranna er á teikningu. Undirskrift nágranna barst 10.06.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1503317 – Óseyrarbraut 22, byggingarleyfi

      Ólafur Hermannsson sækir um framlengingu á takmörkuðu byggingarleyfi (frá 25. mars) sem nær til reisingar á stálvirki.$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir reisingu stálvirkis í samræmi við samþykkta deiliuppdrætti með vísan til 2. mgr. 13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1503210 – Hvaleyrarbraut 22, breyting

      S22 ehf sækir 13.03.15 um að breyta skrifstofuhúsnæði í frístunda húsnæði samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 22.01.2006 Nýjar teikningar bárust 7.4.2015 með undirskriftum húseiganda. 11.06.15 Nýjar teikningar bárust. Samþykki hafnarstjórnar og slökkviðliðsins liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1505356 – Bæjarhraun 24, breytingar

      Lómur ehf kt.560514-0850 sækir þann 27.maí um leyfi fyrir breytingu innanhúss að Bæjarhrauni 24. Skipta upp bili 0103 í minni bil og bili 0103 í tvö bil samkvæmt teikningum frá Ágústi Þórðarsyni byggingartæknifræðing kt. 041051-4509. Lagfærðir uppdrættir bárust 5.6.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið á fundi 16.06.2015 og fól skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu þess.

    • 1008301 – Norðurbakki 23, íbúð 0105, brunavarnir.

      Teikningar bárust 12.06.15 frá Birni Ólafssyni frá Frakklandi, sem sýna tillögu af lausnum brunavarna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir framlagða lausn á björgunaropi, sem uppfyllir skilyrði byggingarreglugerðar nr. nr. 441/1998 sem var í gildi þegar húsið var byggt.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1503178 – 17. júní 2015, lokun gatna

      Geir Bjarnason óskar eftir stöðuleyfi fyrir sölubása á Strandgötu og á torginu við Hafnarborg þann 17. júní 2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1506010 – Strandgata 31-33, fyrirspurn skipulags- og byggingafulltrúa

      Ásdís Ágústdóttir f.h. LL18 ehf. spyrst fyrir um hvort heimilað verði að staðsetja sorpskýli innan eða utan lóðar skv. meðfylgjandi uppdrætti í stað sorpgeymslu 0108.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1506141 – Hjallahraun 4

      Skel hf óskar heimildar til að fá innkeyslu frá Hjallahrauni á lóðina skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1503513 – Norðurbraut 9, framkvæmdir í leyfisleysi

      Borist hefur athugasemd vegna geymsluskúrs/smáhýsi á loðinni sem eigendur neðri hæðar telja að sé án byggingarleyfis.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi staðfestir að smáhýsið er ekki byggingarleyfisskylt með tilvísan í lið 2.3.5 g í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Samkvæmt eignaskiptasamningi er heimild fyrir smáhýsinu.

    • 1506306 – Ölduslóð 18, fyrirspurn

      Kristín Sölvadóttir leggur 12.06.15 fram fyrirspurn um að byggja bílskúr.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið með skilyrðum sem fram koma í meðfylgjandi minnispunktum.

    • 1506345 – Kaldárselsvegur, hesthús,laus þök

      Borist hefur ábending um lausar þakplötur á hesthúsum við Kaldárselsveg nr 15b, 16a og 16b.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að festa þakplötur þannig að ekki hljótist hætta af.

    • 1506236 – Klukkuvellir 1 ólöglegar framkvæmdir.

      Borist hefur tilkynning um að verktaki hafi með jarðvegsframkvæmdum farið inn á hverfisverndað svæði. Deiliskipulagsbreyting hefur ekki verið samþykkt, og framkvæmdir eru út fyrir þau mörk sem sú breyting sýnir. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsketir á framkvæmdaaðila kr. 20.000 á dag frá og með 15.06.2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010, verði framkvæmdir ekki stöðvaðar fyrir þann tíma. Jafnframt var framkvæmdaaðila gert skylt að bæta skemmdir sem unnar hafa verið utan lóðar á hverfisvernduðu hrauni. Málið var til umræðu í Skipulags- og byggingarráði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs. Bent er á ákvæði 55. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Refsiábyrgð. – Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

    C-hluti erindi endursend

    • 1506300 – Steinholt 5, byggingarleyfi

      Golfklúbburinn Keilir sækir 12.06.15 um að byggja æfingaskýli samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dags. 11.06.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1506328 – Bæjarhraun 24, kvörtun vegna aðkomu

      Sveinbjörn Jónsson Möndull verkfræðistofa gerir athugasemd fyrir hönd viðskiptavinar við breytingu á húsinu Bæjarhraun 24 vegna samþykkis á hurðum sem snúa að Kaplahrauni. Farið er fram á að viðkomandi byggingarleyfi sé afturkallað þar sem grenndarkynna hefði átt erindið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu. Ekki er ljóst af bréfinu hver viðskiptavinurinn er eða hvort hann á hagsmuna að gæta. Ekki er heldur fallist á að neinir hagsmunir nágranna séu skertir með þessu og bent á að húsið er á iðnaðarsvæði þar sem vænta má umferðar. Samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

    • 1506243 – Furuás 20, frágangur á lóð

      Ásdís Ingþórsdóttir sækir þann 10.06.15 um frágang á lóð, steyptum veggjum og kaldri útigeymslu sem felld er inn í landhalla, samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dags. 10.06.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1506167 – Selvogsgata 16a, breyting,svalahurð

      Katrín Nicola Sverrisdóttir og Gunnar Axel Axelsson sækja 08.06.15 um að gera tvöfalda svalahurð út í garð í stað eldra gluggaops á bakhlið húss. Samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar dag.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1506171 – Bæjarhraun 16, breyting

      Reginn hf. sækir 08.06.15 um breytingu á fyrirkomulagi, sjá teikningar unnar af Þorvarði L. Björgvinssyni dags. 28.05.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Vantar stimpil slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits.

    • 1504367 – Gjáhella 11, byggingarleyfi

      Járn og blikk ehf leggur 22.04.2015 inn reyndarteikningar með innri breytingum. Nýjar teikningar bárust 10.06.15

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt