Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. júní 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 567

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1506123 – Drekavellir 9, breyting á innra skipulagi

      Umhverfis- og framkvæmdasvið leggur 04.júní 2015 inn umsókn um breytingar innandyra, flutningur á veggjum og stækkun vinnurýmis kennara. Samkvæmt teikningum Finns Björgvinssonar dags.20.05.15.Teikningar bárust 23.06.2015 með stimpli Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1506417 – Fjóluás 34, breyting

      Kristján Ragnarsson kt. 170374-3399 sækir þann 22.06.15 um breytingu á utanhússklæðningu skv. teikningum Loga Más Einarssonar kt. 20864-2969.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1506125 – Flatahraun 13, byggingarleyfi

      Festi hf sækir 04.06.15 um byggingarleyfi til að reisa nýbyggingu fyrir verslunina Krónuna ásamt tveimur leigurýmum fyrir aðra þjónustu. Samkvæmt teikningum G.Odds Víðisonar dag.01.06.15 Nýjar teikningar bárust þann 16.06.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. M.a. lóðaruppdráttur í samræmi við deiliskipulag.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1506341 – Fléttuvellir 9, leiðrétting á stærð húss

      Valdimar Ásgeirsson sækir 16.06.15 um leiðréttingu á stærðarskráningu húss, skv. teikningum Sæmundar Eiríkssonar dags. júní 2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1506243 – Furuás 20, frágangur á lóð

      Ásdís Ingþórsdóttir sækir þann 10.06.15 um frágang á lóð, steyptum veggjum og kaldri útigeymslu sem felld er inn í landhalla, samkvæmt teikningum Sveibjörns Hinrikssonar dags. 10.06.15 Nýjar teikningar bárust 23.06.15, einnig barst samþykki nágranna að Furuási 16 og 18.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1506171 – Bæjarhraun 16, breyting

      Reginn hf. sækir 08.06.15 um breytingu á fyrirkomulagi, sjá teikningar unnar af Þorvarði L. Björgvinssyni dags. 28.05.15. Stimplaðar teikingar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1504272 – Álfholt 6,bílageymsla

      Ófeigur Ófeigsson sækir 16.04.15 um að byggja bílageymslu samkvæmt teikningum Óskars Óskarssonar dags.15.04.15 Leiðréttar teikningar bárust 13.05.15 og aftur 23.06.15

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. M.a. lóðaruppdráttur í samræmi við deiliskipulag.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1506165 – Brunnstígur 5, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Guðrún Finnsdóttir og Olgeir Pétursson leggja inn fyrirspurn um breytingar innanhúss. Umsögn Minjastofnunar Íslands hefur borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar til umsagnar Minjastofnunnar Íslands og beinir því til umsækjanda að leggja inn leiðrétta grunnmynd ásamt greinargerð burðarvirkishönnuðar.

    • 1506342 – Strandgata 24, breyting á aðgengi

      Hildur Tryggvadóttir fh. Rauða kross Íslands óskar eftir heimild til að bæta aðgengi að húsi nr. 24 við Strandgötu með vísan til meðfylgjandi skjala.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og vísar umsækjenda á 6.4.11. gr. í byggingarreglugerð 112/2012 og leiðbeiningablöð Mannvirkjastofnunnar. Óskað er eftir fullnaðargögnum.

    • 1506388 – Kirkjuvellir 8 og 12

      Sigurlaug Sigurjónsdóttir ASK arkitektar sækir fyrir hönd FM-húsa um breytingu á deiliskipulagi lóðanna í samræmi við uppdrátt dags. 11.06.2015. Tölvupóstur dags. 18.06.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1505377 – Hraunkambur 10, breyting á efri hæð húss

      Gunnar Þór Pétursson kt.010872-3409 sækir þann 28.05.2015 um leyfi til að breyta efri hæðum húss við Hraunkamb 10 sem fellst í að herbergjaskipan 2.hæðar hússins er breytt og þakhæð hússins endurgerð, mænir hækkaður og herbergjaskipan breytt samkvæmt teikningum frá Sigurðu Þorvarðarsyni byggingafræðingi kt.141250-4189. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til deiliskipulags svæðisins, sem er í vinnslu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir umsækjanda á að hafa samband við skipulags- og byggingarsvið varðandi framhald málsins.

    • 1506314 – Fjóluás 24, fyrirspurn, skjólveggur

      Kristín Flygenring Fjóluási 24 leggur inn fyrirspurn þess efnis að setja pall og skjólgirðingu skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina og óskar eftir fullnaðargögnum.

    • 1411292 – Álfholt 38-54, lagning bifreiða

      Borist hefur kvörtun um að nokkrir íbúar taki upp fjölda almennra bílastæða auk þess að hafa stæði innan eigin lóðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda bílanna að sýna öðrum íbúum tillitssemi og leggja bílum á almennum stæðum utan hraðahindrunar við innkomu í hverfið. Atvinnubílum ber að leggja á stæði utan hliðs/hraðahindrunar.

    • 1405436 – Skógarás 10, aspir utan lóðar

      Í maí 2014 barst ábending um að öspum hafi verið plantað utan lóðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir því við lóðarhafa að fjarlægja umræddar aspir þar sem þær stæðu utan lóðar og á bæjarlandi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrri bókun.

    C-hluti erindi endursend

    • 1506406 – Brekkuás 23, breyting á rými

      Sigtryggur Matthíasson sækir 18.06.2015 um breytingu á rými á 1.hæð , breytt í A-rými, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 18.06.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1506308 – Fjarðargata 19, byggingarleyfi

      GP-arkitektar sækja um fyrir hönd Sjöstjörnunnar ehf að innrétta veitingastað í flokki II skv. meðfylgjandi teikingum dags. 11. júní 2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt