Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. júlí 2015 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 569

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Sigurður Steinar Jónsson
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1507009 – Hlíðarás 23, klæðning

      Krístin Ólöf Grétarsdóttir Hlíðarás 23 sækir um klæðningu á parhúsi vegna leka í steypueiningum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1505144 – Strandgata 75, breyting

      Dyr ehf sækir 13.05.15 um að breyta innra fyrirkomulagi á verslunar og lagerhúsnæði í veitingasal samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 11.05.15.Nýjar teikningar bárust 01.07.15.Nýjar teikningar bárust 3.7.2015 með sameigendum og stimpli frá heilbrigðiseftirliti.Nýjar teikningar bárust 6.7.2015 með stimpli frá slökkviliði og einnig á að skipta út teikningarsetti.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.Framkvæmdarleyfi verður gefið út þegar fyrirliggur ný eignaskipta yfirlýsing ásamt uppfærðum fylgiskjölum.

    • 1504367 – Gjáhella 11, byggingarleyfi

      Járn og blikk ehf leggur 22.04.2015 inn reyndarteikningar með innri breytingum.Nýjar teikningar bárust 10.06.15
      Nýjar teikningar bárust 2.7.2015 með stilmpli frá Heilbrigðiseftirliti og Slökkviliði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1507028 – Strandgata 4, stöðuleyfi fyrir gám

      Sam-Eining ehf sækir 06.07.2015 um stöðuleyfi fyrir gám á bílaplani fyrir aftan Strandgötu 4, gámurinn er 20fm og er áætlað að hann standi þarna í 4-6 vikur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfið frá 8. júlí til 19.ágúst 2015. Að þeim tíma loknum fjarlægist gámarnir.

    • 1507021 – Hvaleyrarbraut 3, breyting

      Geco ehf sækir 2.7.2015 um að lagfæra kant meðfram Hvaleyrarbraut og endurnýja klæðningu á SA-gafli skv. meðfylgjandi teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dagsettar 30.6.2015

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1506534 – Suðurgata 74, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Rúnar Ingi Guðjónsson óskar fyrir hönd eiganda eftir stækkun á einbýlishúsi við Suðurgötu 74 samkvæmt meðf. skýringaruppdrættum frá Teiknistofunni RÚM. Hönnuður Rúnar Ingi Guðjónsson BFÍ.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til umsagnar Minjastofnunar.
      Húsið er byggt árið 1920 og umsækjenda bent á að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands, áður en að sótt er um byggingarleyfi.Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1507034 – Bjarkavellir 3, eigin úttektir.

      Sigurður Þórðarson byggingarstjóri sækir 6.7.2015 um eigin úttektir á Bjarkavellir 3.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita umbeðið leyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014.Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að auglýsinga tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 4.5.2015 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk. Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507047 – Hellisgata 35-skúr í óleyfi

      Kvörtun hefur borist vegna girðingu og skúrs á Hellisgötu 35 sem er fest við bílskúr í eigu Hranbrúnar 5 án leyfis húseiganda.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skúrs og girðingar skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita dagsektum í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1507046 – Arnarhraun 2-íbúð 0301

      Kvörtun hefur borist vegna gestagangs.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir skýringum frá eiganda íbúðar 01-0301 innan þriggja vikna.

    C-hluti erindi endursend

    • 1507024 – Lækjarberg 11, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Sigrún Mannhagen gerir með fyrirspurn dags.6.7.2015, hvort heimilt sé að breyta húsnúmeri þannig að jarðhæð hússins nr. 11 við Lækjarberg fái nr. 11A. Lækjarberg 11 er tvíbýlishús.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar málinu á milli funda og vísar málinu til umsagnar fulltrúa fasteignarskráningar.

Ábendingagátt