Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. júlí 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 572

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1503317 – Óseyrarbraut 22, byggingarleyfi

      Eimskip Ísland ehf. sækir 18.3.2015 um að byggja 7.000 fermetra frystigeymslur ásamt eimsvala, rafstöð og spennistöð samkvæmt teikninigum Önnu Margrétar Hauksdóttur dagsettar 14.1.2015. Nýjar teikningar dagsettar 29.4.2015 bárust 30.4.2015.
      Nýjar teikningar bárust 23.07.15 með stimpli frá slökkviliði og heilbriðgðiseftirliti. Einnig tvær brunaskýrslur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.
      13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.
      Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
      1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.
      2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.
      3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.
      4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.
      5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1507315 – Tjarnarvellir 3, breyting

      JFK fasteignir leggja 23.07.15 fram breytingu á útisvæði og starfsmannasvæði á jarðhæð samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 20.04.2015

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1308536 – Breiðhella 3 og Hringhella 7, skipti á lóðum

      Sigurður Gylfason óskar með tölvupósti dags. 15.07.2015 fyrir hönd SSG ehf eftir að skipta á lóðinni Breiðhellu 3 og Hringhellu 7 sem er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Ef af þessum skiptum verður, mun fyrirtækið Grafa og grjót flytja sína starfsemi í Hafnarfjörð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1104091 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði

      Erindið áður samþykkt, þurfti að auglýsa aftur vegna formgalla í síðustu auglýsingu. Auglýsingatíma lokið og engin athugasemd barst í þessari atrennu, hins vega bárust athugasemdir á fyrri stigum málsins sem gilda áfram. Skv. 1. mgr. 42.gr. skipulagslaga þarf sveitarstjórn taka athugasemdir stofnunarinnar til umræðu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507403 – Hamranesvirki, hækkun manar

      Landsnet leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Valla, 5. áfangi, hækkun manar við Hamranes tengivirki.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507318 – Hnoðravellir 8-10 , fyrirspurn

      Pétur Ólafsson óskar 24.07.2015 eftir deiliskipulagsbreytingu þ.e. breyting úr parhúsi í þrjú raðhús. Sjá meðfylgjandi gögn af tillögu unna af Kára Eiríkssyni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507400 – Erluás 33, umsókn um lóðarstækkun.

      Í framhaldi af yfiferð Hafnarfjarðarbæjar á nálægu bæjarlandi við lóðina Erluás 33 var það sameginileg ákvörðun að lóðarhafar að Erluási 33, myndu vinna að jarðvegsskiptum, sjá um plöntun og gróðursetningu og viðhald lóðarskika, á eigi kostnað, sunnan við lóðina til að reyna að hefta útbreiðslu á lúpínu og kerfli. Nú er svo komið að áhugi er fyrir hendi að halda áfram með næsta skika, en um leið þegar farið er í álíkar fjárfestingar og jarðvegsskipti (vinna og efni) svo og gróðursetningu (vinna og efni) er það ósk lóðarhafana að sækja um lóðarstækkun, hvorutveggja það sem áður hefur verið ræktað upp og það sem á eftir kemur á næstu árum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.

    • 1507156 – Bæjarhraun 24 mhl.01, breyting

      Hraunborgir ehf sækja 16.07.15 um að innrétta gistiheimili á efri hæð hússins. Svalir byggðar. Húsvarðaríbúð verður felld úr gildi samkvæmt teikningum Ágústar Þórðarsonar dags. 10.05.15. Stimpill Slökkviliðs og helbrigðiseftirlit er á teikningu. Leiðréttar teikningar bárust 28.07.2015 með stimpli Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og stimpli Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar-og Kópavogs.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi sendir erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1507054 – Stæði fyrir matarbíl við Krýsuvík, umsókn

      Jónína Gunnarsdóttir sækir um þann 8. júlí sl. um leyfi fyrir staðsetningu matarbíls í Krýsuvík. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 15. júlí sl. þar sem því var vísað til umsagnar Reykjanesfólkvangsnefndar og menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar. Þar sem þessar nefndir eru báðar í sumarfríi er erindið tekið inn aftur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar staðsetningu súpubílsins til reynslu í 2 mánuði en vekur athygli á að ekkert aðgengilegt rafmagn er í Seltúni. Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessarar starfsemi.
      Allt rusl og drasl skal fjarlægt eftir daginn og svæðið skilið eftir í viðunandi ástandi.

    • 1507194 – Strandgata, bílastæði við Venusarhús, staðsetning matarvagna/bása

      Á síðasta afgreiðslufundi var samþykkt staðsetning fyrir matarvagna/bása á bílastæði við Venusarhúsið. Núna er óskað eftir að færa þá á Thorsplan þar sem takmarkað rafmagn er á bílaplaninu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu matarvagna á Thorsplani.

    • 1507024 – Lækjarberg 11, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Sigrún Mannhagen gerir fyrirspurn dags.6.7.2015, hvort heimilt sé að breyta húsnúmeri þannig að jarðhæð hússins nr. 11 við Lækjarberg fái nr. 11A. Lækjarberg 11 er tvíbýlishús.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en bendir á að samþykki meðeigenda í húsi þarf að liggja fyrir, sjá meðfylgjandi umsögn.

    • 1507199 – Fjóluhvammur 14, fyrirspurn

      Aðalheiður Auður Bjarnadóttir ásamt Jónu Gunnarsdóttur meðumsækjenda leggja inn fyrirspurn varðandi aukaibúð í Fjóluhvammi 14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, sem krefst byggingarleyfis. Sjá þó meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1507402 – Þorlákstún, gámur í óleyfi

      Íbúar Móabarðs 32, 36 og 37 mótmæla harðlega niðursetningu gáms við Lyngbarð. Þeir fara fram á að gámurinn verði fjarlægður hið snarasta enda hafi ekki verið sótt um stöðuleyfi fyrir honum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til umráðamanns gámsins að fjarlægja hann hið fyrsta.

    C-hluti erindi endursend

    • 1507401 – Brekkuás 1-3, lóðarfrágangur.

      Borist hefur ábending um að lóðarfrágangi við Brekkuás 1-3 sé ekki lokið.

      Frestað til nánari skoðunar.

    • 1507174 – Flatahraun 1, reyndarteikningar

      Heimavellir 1 ehf leggja 20.07.15 fram reyndarteikningar teiknað af Magnúsi H. Ólafssyni dags.28.01.2005.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1506308 – Fjarðargata 19, byggingarleyfi

      GP-arkitektar ehf og meðumsækjandi Sjöstjarnan ehf sækja 12.06.15 um innri breytingar í rými 0107. Skráningartafla kemur 15.06.2015Nýjar teikningar bárust 22.07.15.

      Frestað milli funda þar sem tilskilin gögn hafa ekki borist. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt