Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

19. ágúst 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 575

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1508208 – Lyngbarð 2, stöðuleyfi fyrir geymslugám

      Steinþór Einarsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám vegna flutninga starfsemi á svæðið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1505379 – Klukkuvellir 1, reyndarteikning

      Ástak ehf. leggja inn 28.5.2015 reyndarteikningar, minniháttar breytingar innan sem utan, sjá texta. Teikningar eftir Gunnar P. Kristinssonar dagsettar 26.5.2015.Nýjar teikningar bárust 17.08.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1508288 – Krýsuvík, Seltún, stækkun bílastæða

      Helga Stefánsdóttir forstöðumaður umhverfis- og framkvæmdadeildar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir stækkun bílastæða í Krýsuvík í samræmi við samþykkt skipulag.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507404 – Stapahraun 5, fyrirspurn.

      Stýrivélaþjónustan ehf. leggur 30.07.15 inn fyrirspurn um stækkun húseignar að Stapahrauni 5, skv. teikningum Ágústs Þórðarsonar dags. 30.07.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1505377 – Hraunkambur 10, breyting á efri hæð húss

      Gunnar Þór Pétursson kt.010872-3409 sækir þann 28.05.2015 um leyfi til að breyta efri hæðum húss við Hraunkamb 10 sem fellst í að herbergjaskipan 2.hæðar hússins er breytt og þakhæð hússins endurgerð, mænir hækkaður og herbergjaskipan breytt samkvæmt teikningum frá Sigurðu Þorvarðarsyni byggingafræðing kt.141250-4189.Teikning með undirskriftum nágranna barst þann 26.06.15.Nýjar teikningar bárust 10.08.15.Nýjar teiknignar bárust 17.07.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1508106 – Selvogsgata 12, fyrirspurn

      Borist hefur fyrrirspurn um hvort íbúi að Selvogsgötu 12 hafi fengið full leyfi til byggingar á sólpalli við hús sitt. Þessi sólpallur er reistur á stólpum og stendur hátt (eru í raun svalir) og útsýni þessara íbúa er því bæði beint inn í garð og inn í húsin að Holtsgötu 7 sem og Holtsgötu 5.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda Selvogsgötu 12 skylt að sækja um leyfi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 0909014 – Álfhella 12-14, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum á húsið að skilast fokhelt 1.10.2009 og fullbúið 1.10.2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.06.15 eiganda skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 0809063 – Ásvellir 2,Lokaúttekt

      Lokaúttekt fór fram 04.09.08 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggignarfulltrúi gerði 24.10.12 eiganda skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.06.14 eiganda skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði enn fyrirmæli sín 15.04.15. Yrði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda kr. 20.000 á dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1011318 – Breiðhella 12, byggingarstig og notkun

      Breiðhella 12 sem er á iðnaðarsvæði , húsið er skráð á bst/mst 4. Húsið er fullbyggt og hefur verið tekið í notkun, sem er brot á löögum um mannvirki nr. 160/2010. Vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggignarfulltrúi gerði 04.07.12 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt/öryggisúttekt innan 4 vikna. Enginn byggingarstjóri skráður á það. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 28.08.13 nýjum eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið, sem sæki um lokaúttekt innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði fyrirmæli til eiganda 19.06.14 að ráða byggingarstjóra og boða til lokaúttektar innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1110223 – Eyrartröð 12, viðbygging, fokheldi og skráning

      Þann 10.6.2009 var samþykkt byggingarleyfi vegna viðbyggingar á lóðinni nr. 12 við Eyrartröð, eigandi Opal Holding ehf, vegna viðbyggingar. Ekki hefur farið fram lokaúttekt á viðbyggingunni. Enginn byggingarstjóri er skráður á eignina. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 30.07.14 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar við eigendur að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1012183 – Fjóluás 20A, byggingarstig og úttektir

      Húsið er á byggingarstigi 2, þrátt fyrir að það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttekt innan vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar dags. 04.12.12 í samræmi við 2. mgr. 36. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra/eiganda var skylt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir lokaúttektina. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.08.13 byggingarstjóra og eiganda skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna. Ekki var brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar við eigendur og byggingarstjóra að sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011320 – Gjáhella 5 byggingarstig og notkun

      Gjáhella 5 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4, mst.8 þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið i notkun, það vantar lokaúttekt. Frestur var veittur til 01.04.11. Boðað var til lokaúttektar sem var synjað þar sem byggingarstjóri mætti ekki á staðinn og húsið var ekki byggt samkvæmt samþykktum uppdráttum. Reyndateikningar hafa borist og verið samþykktar. Húsið er ekki að fullu brunatryggt og ekki hefur farið fram úttekt á öryggismálum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 23.07.14 byggingarstjóra skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna, og ef enginn byggingarstjóri er skráður á húsið skyldu eigendur ráða nýjan byggingarstjóra sem boðaði til lokaúttektar innan sama tíma.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar við eigendur að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 0908248 – Hringhella 8, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt var framkvæmd 20.01.15, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar við öryggisatriði o.fl.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á bygg9ngarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1101296 – Hringhella 12, lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 08.11.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.09.13 byggingarstjóra/eiganda skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 18.06.14 að leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 yrði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1011344 – Lónsbraut 66, byggingarstig og notkun

      Lónsbraut 66 sem er á hafnarsvæði er skráð á bst/mst 4 þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 28.02.2012, en frestur var veittur til 20.03.13. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.10.13 byggingarstjóra/eiganda skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 18.06.14 að leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 yrði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1011375 – Melabraut 24, byggingarstig og notkun

      Melabraut 24 er skráð á bst 4 og mst 7 og 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og búið að taka í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Enginn byggingarstjóri er á húsinu. Húsið er ekki að fullu brunatryggt og öryggismál ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum 23.07.15 skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna sem kæmi öryggismálum í lag og sæki um lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum í lögum um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja á um úrbætur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar við eigendur að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011235 – Móhella 2, byggingarsstig og notkun

      Móhella 2 er skráð á bst.4 og mst. 4, þrátt fyrir að vera tekið í notkun. Lokaúttekt fór fram 23.05.14, en lauk ekki, þar sem athugasemdir voru gerðar. Öryggismál voru m.a. í ólagi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á bygg9ngarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011324 – Norðurhella 5, byggingarstig og notkun

      Húsið er skráð á byggingarstigi 4, fokhelt, en nýir eigendur hafa nú tekið það í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 12.02.14 byggingarstjóra og nýjum eigendum skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar við eigendur að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011348 – Óseyrarbraut 6, byggingarstig og notkun

      Óseyrarbraut 6 er skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Ekki var brugðist við því, og skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 03.03.11. Byggingarstjóri brást ekki við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði aftur til lokaúttektar 01.03.2012. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Fram kemur að byggingarstjóri Sigurður Bjarnason hafi skráð sig af verki árið 2005, og enginn ráðinn í hans stað. Allar framkvæmdir eftir það eru því á ábyrgð eigenda. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum 04.07.12 skylt að ráða byggingarstjóra sem sækti um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi bæta ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Reyndarteikningar voru samþykktar 22.08.12. Skipulags- og byggingarfulltrúi veitti eigendum 28.11.12 frest til 01.01.13 að ráða byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan þess tíma. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi bæta ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Dagsektir voru lagðar á eigendur 03.07.13, en innheimtu frestað þar sem sótt var um lokaúttekt, sem fram fór 02.12.13, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Öryggismálum hússins er ábótavant. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 23.07.14 byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna og minnti jafnframt á ábyrgð eigenda samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1008106 – Rauðhella 5, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt var framkvæmd 26.03.14 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Öryggismál eru m.a. ekki í lagi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á bygg9ngarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1310384 – Rauðhella 9,Lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 20.11.13 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Öryggismál eru m.a. ekki í lagi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á bygg9ngarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1112046 – Rauðhella 11, byggingarstig og notkun

      Ábending barst embætti byggingarfulltrúa, um að það sé full starfsemi í öllu húsinu að Rauðhellu 11 en það er skráð á bst. 2 og einn hluti á byggingarrétti N. Byggingarstjóri Guðlaugur Adolfsson skráði sig af verki 17.07.14. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna. Öryggismálum hússins er ábótavant.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar við eigendur að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011269 – Rauðhella 14, byggingarstig og notkun

      Húsið er skráð á byggingarstigi 4, þótt það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein. Lokaúttekt var framkvæmd 12.06.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarstjóri gerði 20.08.13 byggingarstjóra/eiganda skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundu áður boðaðar dagsektir koma í framkvæmd skv. 56 grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er skráður á húsið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir 25.06.14 eigendum skylt að ráða byggingarstjóra á húsið sem boðaði til lokaúttektar innan 5 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1011270 – Rauðhella 16, byggingarstig og notkun

      Sótt var um lokaúttekt 13.02.13, en ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til byggingarstjóra að gera grein fyrir málinu.

    • 10102394 – Steinhella 1, byggingarstig og notkun.

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Upplýst hefur verið að byggingarstjórinn sé látinn, og var frestur veittur til 25.06.11 til að ráða nýjan byggingarstjóra. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu innan þriggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur. Skipulags- og byggingarfulltrúi bókaði 22.2.12 að hann mundi leggja dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 yrði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Frestur var veittur til 01.06.12, en ekki hefur enn verið brugðist við erindinu. Reyndarteikningar voru samþykktar 28.08.13. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf eigendum 19.02.14 tvær vikur til að bregðast við erindinu áður en dagsektir yrðu lagðar á, þ.e. ráða nýjan byggingarstjóra hafi það ekki verið gert og sækja um lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið ráðinn byggingarstjóri sem hafi sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1011272 – Steinhella 4, byggingarstig og notkun

      Á Steinhellu 4 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 6 eignir á bst/mst 4 og 8, þrátt fyrir að húsið er risið. Fokheldisúttekt var framkvæmd 04.03.11 en synjað þar sem eldvarnarveggi vantaði. Einnig vantar lokaúttekt. Frestur var veittur síðast til 01.06.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.09.13 eiganda skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Í síðustu viku gerði skipulags- og byggingarfulltrúi byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna, en komið hefur í ljós að hann hefur skráð sig af verkinu. Stöðuúttekt fór fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 26.02.14 þinglýstum eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna, sem sæki um lokaúttekt á húsinu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 25.06.14 að leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið ráðinn byggingarstjóri sem hafi sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1003299 – Steinhella 10, byggingarstig og notkun

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 31.07.2014 byggingarstjóra skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna. Jafnaframt var bent á ábyrgð eigenda í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipualgs- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Ekkert hefur gerst í málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 17.09.14 að leggja dagsektir á húseigendur skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1011331 – Suðurhella 6, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt fór fram 27.11.14 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Öryggismál voru m.a. ekki í lagi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á bygg9ngarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1011332 – Suðurhella 7, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt fór fram 19.03.13 en lauk ekki þar sem athugasemdir vor gerðar. M.a. voru öryggismál ekki í lagi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á bygg9ngarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1201336 – Sörlaskeið 9, byggingarstig og notkun

      Sörlaskeið 9 er skráð á byggingarstigi 4, þrátt fyrir að vera fullbúið. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 03.05.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóri mætti á staðinn og kvaðst ætla að sækja um lokaúttekt. Sú umsókn hefur ekki borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.04.13 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 19.02.14 fyrirmæli sín. Yrði ekki brugðist við þeim innan þriggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga. Reyndarteikningar hafa borist en ekki verið samþykktar þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1011335 – Tjarnarvellir 11, byggingarstig og notkun

      Húsið hefur verið tekið í notkun án þess að lögboðin öryggisúttekt eða lokaúttekt hafi farið fram, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 23.06.11, en byggingartjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.
      Nýjir eigendur, Miðengi, óska eftir fresti á greiðslu dagssekta meðan þeir skoða málið. í viðtali 26.09.13 kom fram að verið væri að undirbúa umsókn um öryggisúttekt, en enn hefur ekkert gerst í því máli. Málið var ítrekað á síðasta fundi, en komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er á húsinu.
      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.03.2014 eigendum skylt að ráða byggingastjóra á húsið innan þriggja vikna, sem sækti um lokaúttekt innan þess tíma. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 30.07.14 að leggja dagsektir á eigendur verði ekki brugðist við erindinu innan 4. vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1011395 – Trönuhraun 3, byggingarstig og notkun

      Trönuhraun 3, mhl 03 er skráður á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að matshlutinn virðist fullbyggður og hefur verið tekinn í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna.

    • 1011396 – Trönuhraun 7 mhl 03, byggingarstig og notkun

      Lokaúttekt var framkvæmd 09.02.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Húsið er ekki að fullu brunatryggt og brunavörnum er áfátt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 30.07.14 byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna og minnir jafnframt á ábyrgð eigend í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipualgs- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    C-hluti erindi endursend

    • 1508128 – Miðvangur 41, breyting á jarðhæð

      Jón I Garðarsson sækir 11.08.15 um að breyta innra skipulagi á rými 01-07. Breyta úr atvinnurými í íbúðarhúsnæði og breyta eignarhluta í 4 samkvæmt teikningum Jón Guðmundssonar dags. 03.08.15. Nýjar teikningar hafa borist dags. 08.08.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt