Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

26. ágúst 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 576

Mætt til fundar

 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Fundargerð yfirfarin og staðfest af Bjarka Jóhannessyni skipulags- og byggingarfulltrúa.

Ritari

 • Berglind Gudmundsdóttir.

Fundargerð yfirfarin og staðfest af Bjarka Jóhannessyni skipulags- og byggingarfulltrúa.

 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1508192 – Bæjarhraun 10, breyting

   Kjötkompaní sækir 14.08.15 um að breyta innraskipulagi í mhl.02. Verið er að setja upp eldhús og matvælavinnslu samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dags. 13.08.15. Stimpill heilbrigðiseftirlits er á teikningu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1502394 – Klukkuberg 3, sólstofa

   Þorvaldur Friðþjófsson kt.310159-5069 sækir þann 18.02.15 um leyfi til að byggja sólstofu (A-lokun) við einbýlishús að Klukkubergi 3 samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni byggingarfræðing kt. 141250-4189.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.
   13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.
   Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
   1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.
   2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.
   3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.
   4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.
   5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara

  • 1412139 – Miðhella 4, umsókn um byggingarleyfi

   Naust Marine ehf, kt, 620293-2299 leggja inn reyndarteikningar fyrir breytingum innra fyrirkomulagi.Nýjar teikningar bárust 16.01.15, 11.02.15, og 28.08.2015. SHS staðfestir brunahönnun 25.08.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
   Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

  • 1506561 – Fjóluás 24, umsókn um byggingarleyfi

   Kristín Björk Flyering óskar eftir leyfi fyrir framkvæmdum við gerð timburverandar og skjólveggja, áður er búið að senda inn undirritað samþykki frá nágrönnum aðliggjandi lóða sem og teikningar frá Landslagshönnuði. sjá fyrirsp málsnúmer 1506314.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1508189 – Hellisgata 32, breyting

   Viðar Jónsson sækir 14.08.15 um að breyta útliti á vindfangi(reyndarteikning) samkvæmt teikningum Haraldar Ingvarssonar dags. 12.08.15. Umsóknin var upphaflega samþykkt 08.01.2014.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1504002 – Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.

   Ingólfur Arnarson formaður Kvartmíluklúbbsins óskar eftir skilgreind verði lóð á deiliskipulagsuppdrætti skv. meðfylgjandi gögnum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindu í skipulags- og byggingarráð.

  • 1506388 – Kirkjuvellir 8 og 12

   Sigurlaug Sigurjónsdðóttir ASK arkitektar sækir fyrir hönd FM-húsa um breytingu á deiliskipulagi lóðanna í samræmi við uppdrátt dags. 11.06.2015. Tölvupóstur dags. 18.06.2015. Ný fyrirspurn barst 24.8.2015 ásamt uppdráttum dags.21.8.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindu í skipulags- og byggingarráð.

  • 1508580 – Kaplaskeið 16, byggingarstig og notkun

   Hesthúsið að Kaplaskeið 16 er skráð á byggingarstigi 1 þrátt fyrir að það sé fullbyggt og hefur verið tekið í notkun. Það vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um lokaúttekt innan 6 vikna.

  • 1011396 – Trönuhraun 7 mhl 03, byggingarstig og notkun

   Lokaúttekt var framkvæmd 09.02.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Húsið er ekki að fullu brunatryggt og brunavörnum er áfátt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 30.07.14 byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna og minnir jafnframt á ábyrgð eigend í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipualgs- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

  • 1008104 – Lónsbraut 6,byggingarstig og notkun

   Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og lögboðin lokaúttekt hefur ekki farið fram. Um er að ræða brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.08.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Í ljos kom að enginn byggingarstjóri er skráður á verkið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.08.13 eigendum skylt að ráða nýja byggingarstjóra, sem sæki um lokaúttekt inna 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltúi leggja dagsektir á eigendur skv. 56. laga um mannvirki nr. 160/2010 og ábyrg þeirra skv. sömu lögum. Frestur var veittur til 30.10.13, en ekki var staðið við þann frest. Skipulags- og byggingarfulltrúi bókaði 18.06.14 að hann mundi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 yrði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

  • 0909008 – Óseyrarbraut 29, byggingarstig og notkun

   Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 þótt það sé fullbyggt. Fokheldisúttekt fór fram 12.03.2010. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fullbúið 1.10.2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 05.03.2013, en byggingarstjóri kom í viðtal 15.04.13, kvaðst vera að vinna í málinu og mundi sækja um lokaúttekt. Síðan hefur ekkert gerst í málinu. Reyndarteikningar hafa verið samþykktar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á bygg9ngarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1201327 – Einivellir 5, byggingarstig og úttektir

   Einivellir 5 er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að engin lokaúttekt hafi átt sér stað. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 30.04.2012. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.06.15 byggingarfyrirtækinu Verkþingi ehf skylt að ljúka málinu og sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags-og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarfyrirtækið Verkþingi ehf sem telst í ábyrgð fyrir verkinu/byggingarstjóri frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

  • 1005162 – Eskivellir 3, lokaúttekt

   Ágúst Pétursson skráði sig af verki þegar framkvæmdum var lokið og Anton Kjartansson skrifaði undir samþykki nýs byggingarstjóra. Stöðuúttekt/lokaúttekt fór ekki fram skv. 1. mgr. 36. gr. þágildandi byggingarreglugerðar nr. 441/1998: ‘Gera skal úttekt á þeim verkhluta sem lokið er og skulu fráfarandi og aðkomandi byggingarstjórar undirrita hana, ef þess er kostur, ásamt byggingarfulltrúa. Áður lLagður fram tölvupóstur frá lögfræðingi Mannvirkjastofnunar dags. 22.11.12 þar sem sett er fram það álit að Anton Kjartansson sé byggingarstjóri þrátt fyrir að stöðuúttekt hafi ekki farið fram. Enn fremur lögð fram upphafleg skráning byggingarstjóra á verkið, þar sem fram kemur að hann er þar skráður f.h. fyrirtækisins Verkþing. Tryggingarfélagið telur Anton vera byggingarstjóra.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarfyrirtækið Verkþingi ehf sem telst í ábyrgð fyrir verkinu/byggingarstjóri frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

  • 1111371 – Kirkjuvellir 9.Byggingarstig og notkun.

   Lokaúttekt fór fram 23.01.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 14.08.13 byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Enginn byggingarstjóri er skráður á húsið. Skipulags- og byggignarfulltrúi gerði 30.07.14 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar við eigendur að skrá byggingarstjóra á húsið og sækja um lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1205272 – Klukkuvellir 3, lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 01.06.12 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Lögð fram skýrsla Almennu verkfræðistofunnar dags. febrúar 2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 06.06.12 byggingarstjóra skylt að bæta úr þeim atriðum sem athugsemdir voru gerðar við í lokaúttektarskýrslu og benti jafnframt á ábyrgð byggingarstjóra samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr 73/1997 og lögum um mannvirki nr. 160/2010. Enginn byggingarstjóri er á húsinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið, sem sæki um lokaúttekt innan 6 vikna.

  • 1304510 – Sólvangsvegur 3, Lokaúttekt

   Lokaúttekt fór fram 29.04.13 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 21.08.12 byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan fjögurra vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 6 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1508499 – Álfaskeið 78, bílskúr, frárennsli.

   Frárennslislögn virðist vera lögð frá bílskúr nr. 0110 á Álfaskeiði 78 og tengd við lögn bæjarins.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir skýringum frá eiganda bílskúrsins, innan 4 vikna.

  C-hluti erindi endursend

  • 1508173 – Trönuhraun 6, fastanr. 208-0269) fyrirspurn

   Lagt fram bréf Guðrúnar H. Lárusdóttur f.h. GIGAS ehf. dags. 10.08.2015. þar sem spurt er um m.a framtíðar deiliskipulag svæðisins o.fl.

   Lagt fram,frestað á milli funda,embætti byggingarfulltrúa falið að svara bréfi fyrirspyrjanda,

Ábendingagátt