Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. september 2015 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 577

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1508758 – Siggubær, hellulögn

   Umhverfis- og skipulagsþjónusta óskar eftir að helluleggja hluta lóðar við Siggubæ til að koma fyrir fræðsluskiltum í samræmi við meðfylgjandi gögn.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1508756 – Hvaleyrarbraut 33, reyndarteikning

   Skor ehf leggur 28.08.15 fram reyndarteikningar með stimpli slökkviliðs teiknað af Erlendi Árna Hjálmarsyni dags.08.01.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1509064 – Vesturgata 18-20, lóðabreyting

   Inga Rut Gylfadóttir hönnuður lóðar að Vesturgötu 18 – 20 óskar eftir f.h. Ork ehf að breyta áður samþykktum lóðarteikningum og taka út sorpskýli sem þarna er á lóðarmörkum.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs. Vakin er athygli á að ekki er hægt að breyta einungis séruppdráttum en ekki aðaluppdráttum. Samræmi þarf að vera þarna á milli.

  • 1508754 – Reykjavíkurvegur, stígur

   Umhverfis- og framkvæmdadeild óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna gerðar göngu- og hjólastígs við Reykjavíkurveg, frá Engidal að Hjallabraut, skv. gildandi aðalskipulagi. Stígurinn er gerður í samvinnu við Vegagerðina.
   Framkvæmdin felur í sér hreinsun á yfirborði, fyllingar og yfirborðsfrágang.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

  • 0809063 – Ásvellir 2,Lokaúttekt

   Lokaúttekt var framkvæmd 04.09.2008, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar, sem sneru m.a. að öryggismálum. Dagsektir hafa verið lagðar á. Umhverfis- og framkvæmdadeild óskar 27.08.2015 eftir fresti til 01.05.2016 þar sem vinna þarf að smávægilegum lagfæringum áður en lokaúttekt getur farið fram. Nú þegar er hafin vinna við þessar lagfæringar og er áætlað að þeim verði lokið fljótlega eftir áramót.

   Skipulags- og byggingarfullrúi óskar eftir staðfestingu á að þau öryggisatriði sem bent var á 2008 séu komin í lag áður en tekin er afstaða til frests á lokaúttekt.

  • 1011338 – Álhella 4, byggingarstig og notkun

   Skemmuhluti sem hefur verið tekinn í notkun er skráður á byggingarstigi 4. Lokaúttekt var gerð 10.10.2014 en lauk ekki þar sem miklar athugasemdir voru gerðar. Eldvarnarmál eru ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.02.15 byggingarstjóra/eiganda skylt að koma ástandi hússins í lag og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja á um úrbætur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 15. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri/eigandi ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

  • 1011339 – Álhella 8, byggingarstig og notkun

   Skemmuhluti sem hefur verið tekinn í notkun er skráður á byggingarstigi 4. Lokaúttekt var gerð 10.10.2014 en lauk ekki þar sem miklar athugasemdir voru gerðar. Eldvarnarmál eru ekki í lagi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.02.15 byggingarstjóra/eiganda skylt að koma ástandi hússins í lag og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki til að knýja á um úrbætur. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra og sömu upphæð á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

  C-hluti erindi endursend

  • 1508419 – Lónsbraut 70,breyting

   Símon Kjærnested sækir 20.08.15 um að veitt verði undanþága á deiliskipulagsmálum og gefin heimild til að endurbyggja bátaskýli til samræmis við samliggjand hús á lóð nr.68 samkvæmt teikningum Sigríðar Magnúsdóttur dags. 07.03.2007.

   Ekki er hægt að verða við erindinu, þar sem aðeins er heimilt að víkja frá skipulagi ef frávikið telst smávægilegt og sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Sjá 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjanda er heimilt að óska eftir að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 38. grein skipulagslaga.

  • 1508816 – Reykjavíkurvegur 64, mhl 04 breyting,

   Trapisa ehf sækir 31.08.15 um að skipta eigninni 04-0101 í tvær eignir. Innrétta neðri hæð sem lagersölu, bæta við gluggum á gafl, efri hæð áfram verslun en gerðar reyndarteikningar. Flóttaleið sett á norðurvegg fyrir efri hæð samkvæmt teikningum Friðriks Friðkssonar dags. 25.08.15. Yfir farið af brunahönnuði 26.08.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1508717 – Austurgata 38, breyting

   Inga Björk Ingadóttir sækir um að byggja vinnustofu, í staðinn fyrir útihús sem að verður rifið samkvæmt teikningum Stefáns Árnasonar dags.21.08.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1508516 – Lyngbarð 2, breyting

   Steinþór Einarsson sækir 24.08.15 um að breyta innraskipulagi samkvæmt teikningum Jóhanns Magnússonar dags. 13.11.2008.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt