Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. september 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 578

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1412339 – Eyrartröð 4, skemma og viðbygging

   Gullmolar ehf sækja 17.12.14 um leyfi fyrir nýja skemmu og viðbyggingu við gamalt, sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dag.15.12.14. Nýjar teikningar bárust 08.09.15 með stimpli SHS.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.
   13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.
   Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
   1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.
   2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.
   3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.
   4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.
   5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

  • 1509077 – Lækjargata 8, breyting

   Kristrún Ágústsdóttir sækir 03.09.15 um að byggja svalir á suðurhlið rishæðar samkvæmt teikningum Páls V. Bjarnasonar dags.05.08.15. Umsögn Minjastofnunar Íslands hefur borist.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1509009 – Eskivellir 13, eigin úttektir

   Pétur Ingi Hilmarsson byggingarstjóri sækir 01.09.15 um eigin úttektir á Eskivöllum 13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita Pétri Inga Hilmarssyni umbeðið leyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

  • 1409886 – Steinholt 5, Öryggis-og lokaúttekt ólokið.Æfingarsvæði.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi í Hafnarfirði veitti takmarkað byggingarleyfi þann 18. maí 2006 og óskaði jafnframt eftir fullnaðarteikningum. Fullnægjandi teikningar hafa ekki borist. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 21.04.15 eigendum skylt að fjarlægja bygginguna eða skila inn réttum uppdráttum innan 4.vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun kipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur frá og með 1. nóvember 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi þeir ekki skilað inn réttum uppdráttum fyrir þann tíma.

  C-hluti erindi endursend

  • 1508814 – Strandgata 19, breyting

   EC Bygg ehf sækir 31.08.15 um að húsið verði allt bárujárnsklætt samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 02.03.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1509134 – Einhella 2, Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   LNS Saga ehf óskar eftir leyfi til uppsetningar á svefnskálum og mötuneyti á lóðinni við Einhellu 2 í Hafnarfirði.

   Ekki er hægt að verða við erindinu, þar sem húsið er innan þynningasvæðis álversins.

  • 1509064 – Vesturgata 18-20, lóðabreyting

   Ork ehf sækir 13.08.15 um að breyta lóðarskipulagi samkvæmt teikningu Ingu Rut Gylfadóttur.

   Frestað, þar sem breyting á deiliskipulagi lóðarinnar og nágrennis er í vinnslu, sbr. bókun Skipulags- og byggingarráðs 08.09.15.

  • 1509126 – Kaplakriki dvergurinn mhl 10, breyting

   Fimleikafélag Hafnarfjarðar sækir 04.09.15 um að breyta tengingu á knatthúsi/ dvergurinn. Dúkhús á steyptum grunni samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 26.08.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1509127 – Kaplakriki/fullstór mhl 12, byggingarleyfi

   Fimleikafélag Hafnarfjarðar sækir 04.09.15 um að byggja dúkhús á steyptum grunni ásamt anddyri samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags.12.08.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1509105 – Rauðhella 11, breyting

   Stjornan II K/F sækir 3.9.2015 um breytingu á innraskipulagi og fleira , sjá meðfylgjandi gögn. Teiknað af Jóni Guðmundssyni dagsettar 25.08.2015
   Stimill frá slökkviliði höfuðborgars barst einnig.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1509120 – Gjáhella 5, breyting á eign 0108 og rými 0208

   North Team Invest ehf leggja 04.9.2015 inn reyndarteikningar fyrir rými 108 & 208 , samkvæmt teikningum Haraldar Valbergsson ar dagsettar 20.8.2015.

   Frestað milli funda.

  • 1508815 – Austurgata 22, breyting

   EC Bygg ehf sækir 31.08.15 um að einangra húsið að innan samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 02.03.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir

Ábendingagátt