Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. september 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 581

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1505144 – Strandgata 75, breyting

   Dyr ehf sækir 13.05.15 um að breyta innra fyrirkomulagi á verslunar og lagerhúsnæði í veitingasal samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 11.05.15
   Nýjar teikningar bárust 01.07.15. Nýjar teikningar bárust 3.7.2015 með sameigendum og stimpli frá heilbrigðiseftirliti. Nýjar teikningar bárust 6.7.2015 með stimpli frá slökkviliði og einnig á að skipta út teikningarsetti. Uppfærð fylgiskjöl bárust 23.9.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1508717 – Austurgata 38, breyting

   Inga Björk Ingadóttir sækir um að byggja vinnustofu, í staðin fyrir útihús sem að verður rifið samkvæmt teikningum Stefáns Árnasonar dags.21.08.2015. Nýjar teikninga bárust 11.09.15. Nýjar teikningar bárust 21.09.15.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1508516 – Lyngbarð 2, breyting

   Steinþór Einarsson sækir 24.08.15 um að breyta innra skipulagi samkvæmt teikningum Jóhanns Magnússonar dags. 13.11.2008. Nýjar teikningar bárust 22.9.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1509672 – Kvistavellir 48, breyting

   Steinunn Þorsteinsdóttir sækir 25.9.2015 um breytingu á stiga samkvæmt teikningum Jóns Hlöðverssonar dagsettar 3.9.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1509120 – Gjáhella 5, breyting á eign 0103 og rými 0203

   North Team Invest ehf leggja 04.9.2015 inn reyndarteikningar fyrir rými 0103 & 0203, samkvæmt teikningum Haraldar Valbergssonar dagsettar 20.8.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1507054 – Stæði fyrir matarbíl við Krýsuvík, umsókn

   Jónína Gunnarsdóttir Farmer´s Soup sækir um þann 29. september 2015 um leyfi fyrir staðsetningu matarbíls í Krýsuvík 15m maí 15. september 2016. Gefið var leyfi til reynslu sl. júlí.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Reykjanesfólksvangsnefndar og menningar- og ferðamálanefndar.

  • 1509679 – Flatahraun 13, eigin úttektir

   Jóhann Tómas Egilsson byggingarstjóri sækir 25.9.2015 um eigin úttektir á Flatahrauni 13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita Jóhanni Tómasi Egilssyni umbeðið leyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

  • 1506308 – Fjarðargata 19, byggingarleyfi

   Lagt fram bréf frá Húsfélaginu Fjarðargötu 19 dags. 28.09.2015, þar sem leyfi fyrir matsölu á jarðhæð er mótmælt.

   Lagt fram.

  • 1504002 – Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.

   Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óskuðu eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að breytingin yrði auglýst skv. 43.gr. skipulagslaga og óskaði í kjölfarið eftir því að skipulags- og byggingarsvið myndi skilgreina nánar lóðir á uppdrætti og gera tillögu að svörum við athugasemdum. Tillaga að lóðarblaði liggur fyrir.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

  • 1509775 – Álhella 3, 4 og 8 verkáætlun.

   Lagt fram bréf Kjartans Rafnssonar byggingarstjóra með verkáætlun vegna lokaúttekta húsanna.

   Lagt fram.

  C-hluti erindi endursend

  • 1509584 – Fjóluás 2, breyting

   Þorgerður Hafsteinsdóttir sækir 21.9.2015 um breytingu á vegg á 2.hæð, samkv teikningum Sigurðar Ásgrímssonar dagsettar 09.09.2015.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt