Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Er-hús ehf sækir 14.09.15 um minni háttar breytingu á grunnmynd á hús nr.28-32, einnig 2x þakgluggar á húsi nr.32 samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dags.08.09.15.Nýjar teikningar bárust 25.9.2015.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Jón Ingi Hákonarsson sækir 30.09.15 um að byggja nýjan kvist, kjallarar gólf síkkað og breyting á innraskipulagi samkvæmt teikningum Kristinns Ragnarssonar dags. 31.08.15.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. 13. gr. Útgáfa byggingarleyfis. Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu. 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast. 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis. 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum. 5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.
Ingigerður Hjaltadóttir sækir 30.9.2015 um svalalokun á íbúð.0901 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsetta sept.2015.Undisrskrift nágranna barst einnig.
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 16. júní sl. var óskað eftir því að lausar þakplötur á hesthúsum á Kaldárselsvegi nr. 15b, 16a og 16b yrðu festar svo að ekki hlytist hætta af. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Skipualags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrri bókun og veitir eigendum húsana 4 vikna frest til að koma húsunum í ásættanlegt horf. Verði ekki brugðist við erindiu innan tilskilins frests verður ákvæðum dagssekta beitt.
Ítrekað hafa íbúar á nærliggjandi svæðum kvartað yfir Hvaleyrarbraut 24.Bæði yfir slakri umgengni lóðar og ekki síður yfir húsarústum sem þarna standa og er yfirfullar af varningi.
Skipualags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrri bókun og veitir eigendum 4 vikna frest til að koma eign oglóð í ásættanlegt horf. Verði ekki brugðist við erindiu innan tilskilins frests verður ákvæðum dagssekta beitt.
Landsnet leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Valla, 5. áfangi, hækkun manar við Hamranes tengivirki.Á funndi n Skipulag- og byggingarráðs 06.10.2015 var deiliskipulagsbreytingin samþykkt sbr. eftirfarandi bókun:Skipulags- og byggingarráð samþykkir deildiskipulagið og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt heimilar skipulags- og byggingarráð umhverfis- og skipulagsþjónustu að gefa út framkvæmdarleyfi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi Skipulagslög nr. 123/2010.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 16. júní sl. var tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 03.05.15 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum. Tekið var jákvætt í erindið og óskaði ráðið eftir enn frekari gögnum sem sýna útlit og ásýnd í landi. Ný gögn bárust þann 25.september sl.
Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.