Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. október 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 584

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1510087 – Krýsuvíkurvegur 121529, akstursvæði.

   Gunnlaugur Jónasson arkitekt óskar eftir fh. akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar að lengja núverandi akstursbraut úr 800 m í 2600 metra til samræmis við gildandi deiliskipulag. Erindinu var frestað á síðasta fundi, ný gögn bárust 20. október sl.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

  • 1510088 – Krýsuvíkurvegur 121529, AÍK húsnæði

   Gunnlaugur Jónasson arkitekt óskar eftir fh. Akstursíþróttafélgas Hafnarfjarðar að staðsetja 150 fm. timburhús á lóð félagsins við Krýsuvíkurveg. Erindinu var frestað á síðasta fundi, ný gögn bárust 20. október 2015.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1510200 – Herjólfsgata 32-34, breyting á skráningartöflu

   Herjólfsgata 30 ehf sækir 13.10.2015 um breytingu á skráningartöflu, samkvæmt teikningum Ögmundar Skarphéðinssonar dagsettar 02.10.2015.

   Byggingrfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

Ábendingagátt