Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. október 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 585

Mætt til fundar

  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Hildur Bjarnadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1510082 – Gunnar Ólafsson, staðbundin réttindi

      Lagt fram erindi Gunnars Ólafssonar dags. 2. október 2015 þar sem óskað er eftir staðbundnum réttindum sem húsasmíðameistari í Hafnarfirði.

      Samþykkt en umsækjanda er bent á að til þess að starfa sem meistari þarf að hafa gæðakerfið samþykkt hjá Mannvirkjastofnun.

    • 1510364 – Hringbraut 71, byggingarleyfi breytting

      Þorvarður Jónsson sækir um að breyta byggingarlýsingu vegna lokaúttektar að Hringbrautar 71, Hafnarfirði samkvæmt uppdráttum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 26.10.2015.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1510434 – kvartmíluklúbburinn, hljóðmanir á athafnasvæði félagsins.

      Ingólfur Arnarson formaður Kvartmíluklúbbsins óskar eftir framkvæmdaleyfi til að keyra efni í hljóðmön sem sýnd er á gildandi deiliskipulagi svæðisins.

      Leyfi fyrir framkvæmd er samþykkt og vísað er í það deiliskipulag sem nú er í gildi. Félaginu er þó skylt að halda sér innan þeirra lóðarmarka sem sýnd eru á lóðarblaði.

    • 1509679 – Flatahraun 13, eigin úttektir

      Ponta ehf sækir 25.9.2015 um leyfi til eigin úttekta á Flatahrauni 13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita Jóhanni Tómasi Egilssyni f.h. Pontu ehf umbeðið leyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

    C-hluti erindi endursend

    • 1412187 – Álfaskeið 56, umsókn um byggingarleyfi.

      Gunnar Ingibergsson 271254-3859 Álfaskeiði 56, sækir um að breyta skráningu eigna samanber skráningartöflu Vigfúsar Halldórssonar bfi.dags. 01.12.2014, síðast breytt 16.10.2015.

      Málinu frestað, vísað til athugasemda.

    • 1510240 – Reykjanesbraut 200, bygginarleyfi

      Kvartmíluklúbbur Hafnarfjarðar, kt:660990-1199, v/Ökuskóla 3 sækir um að byggja skrifstofu og þjónustuhús, samkvæmt uppdráttum Strendings ehf, dagsettum 15.10.2015.

      Málinu frestað, vísað til athugasemda.

    • 1510365 – Reykjavíkurvegur 22, breyting

      Ólafur Einarsson sækir um að fá samþykkta breyttar teikningar og skráningartöflu fyrir eignaskiptyfirlýsingu, gert af Kvarða dagsettar 15.10.2015.

      Málinu frestað, vísað til athugasemda.

Ábendingagátt