Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. nóvember 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 586

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1510440 – Selvogsgata 3, niðurrif bílskúrs

   Kjartan Freyr Ásmundsson sækir 29.10.2015 um niðurrif á bílskúr við Selvogsgötu 3.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið en bendir á að erindið krefst starfsleyfis heilbgrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis

  • 1511023 – Dalshraun 7, breyting

   Gunnars ehf leggja 3.11.2015 inn yfirfærðar teikningar af brunamálum og breytingu á útliti og grunnmynd, samkvæmt teikningum Jóns M. Halldórssonar dagsettar 25.10.2015.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  • 1504172 – Ölduslóð 48, breyting

   Sigrún Hauksdóttir sækir 10.4.2015 um samþykkt á skráningartöflu fyrir ofangreinda húseign.
   Nýjar teikningar bárust 13.10.2015
   Nýjar teikningar bárust 30.10.2015

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1511030 – Thorsplan, jólaþorp 2015

   Geir Bjarnason óskar eftir f.h. jólaþorpsnefndar stöðuleyfi fyrir 20 hús á Thorsplani og Strandgötu eins og meðfylgjandi uppdráttur sýnir. Húsin verða sett upp vikuna fyrir aðventu og tekin niður fyrir áramótin.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  C-hluti erindi endursend

  • 1405399 – Sörlaskeið 9, breyting

   Sigurður Bergmann Jónasson og Einar Gunnar Bollason sækja 23.05.2014 um breytingu á Sörlasekið 9, hlöðurými fjarlægð og breytt í geymslur samkvæmt teikningum Jóns H. Hlöðverssonar dagsettar 08.05.2014 Nýjar teikningar bárust 14.08.14, nýjar teikningar bárust 21.10.2015 stimplaðar SH.

   Byggingarfulltrúi frestar erindinu.Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

   Ekki er samræmi á milli skráningartöflu og eignaskiptasamnings, inntaksrými á að vera X, sameign allra.

  • 1510452 – Selvogsgata 3, bílskúr,geymsla

   Kjartan Freyr Ásmundsson sækir 29.10.2015 um að breyta skúr á lóð í bílskúr/geymslu samkvæmt teikningum Sveins Valdimarssonar dagsettar 15.10.2015.

   Vísað til umferðarráðshóps hjá Umhverfis og skipulagaþjónustu, þar sem göngustígur fyrir skólabörn er þarna við hliðina á innkeyrslunni.

  • 1510429 – Strandgata 31-33, breyting

   LL18 ehf. sækir 28.10.2015 um breytingu á 1.hæð og kjallara á nr.31, stigi rifinn, nýr stigi steyptur einnig færsla á sorpgeymslu. Samkvæmt teikningum Ásdísa Ágústsdóttur dagsettar 16.10.2015

   Afgreiðslu frestað milli funda.

  • 1510426 – Suðurgata 11 mhl 02, fyrirspurn

   Sturla Haraldsson leggur 28.10.2015 fyrirspurn. Óskar eftir að fá að byggja stigahús á núverandi stigapalli.

   Húsið er byggt 1886 og er því friðað. Byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið þar sem það mun raska útliti hússins.

  • 1509126 – Kaplakriki dvergurinn mhl 10, breyting

   Fimleikafélag Hafnarfjarðar sækir 04.09.15 um að breyta tengingu á knatthúsi/ dvergurinn. Dúkhús á steyptum grunni samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 26.08.15 Nýjar teikningar bárust 14.10.2015

   Byggingarfulltrúi frestar erindinu.Sjá meðfylgjandi athugasemdir,

  • 1509127 – Kaplakriki/fullstór mhl 12, byggingarleyfi

   Fimleikafélag Hafnarfjarðar sækir 04.09.15 um að byggja dúkhús á steyptum grunni ásamt anddyri samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags.12.08.15 Nýjar teikningar bárust 14.10.15.

   Byggingarfulltrúi frestar erindinu.Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1510470 – Hverfisgata 61, Breytingar

   Benedikt Þór Sigurðsson sækir 30.10.2015 um breytingu á teikningum, andyri tekið út og gluggi í stofu síkkaður samkvæmt teikningum Gests Ólafssonar dagsettar 26.10.2015.

   Byggingarfulltrúi frestar erindinu.Sjá meðfylgjandi athugasemdir,

Ábendingagátt