Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. nóvember 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 588

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1511147 – Kaldárselsvegur, umsókn um graftrarleyfi

      Lögð fram umsókn Mílu dags. 12.11. um framvkæmdaleyfi fyrir lögn ljóðleiðara.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja erindið með vísan til 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    • 1510359 – Hamarsbraut 12, Viðbygging

      Tekið fyrir að nýju erindi Gunnars Beinteinssonar um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á norðaustur hluta lóðar. samkvæmt teikningum Karl Magnúsar Karlssonar dags.21.10.15
      Nyjar teikningar bárust 6.11.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1511065 – Breiðhella 16, breyting á 2.hæð

      Tekið fyrir að nýju umsókn Skógarhlíð ehf um að breyta 2.hæð húss, samkvæmt teikningum Haralds Valbergssonar dagsettar 15.10.2015 , stimill frá SHS barst einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1510240 – Reykjanesbraut 200, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju umsókn Kvartmíluklúbbsins um að reisa skrifstofu og þjónustuhús, samkvæmt teikningum Jóhanns M. Kristinssonar dagsettar 15.10.2015
      Nýjar teikningar bárust 10.11.15

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1511219 – Krýsuvík, kvikmyndataka við Krýsuvíkurbjarg

      New Work ehf. óskar eftir leyfi til að taka upp stuttmynd við Krýsuvíkurbjarg í einn dag á tímabilinu 19-22. nóvember nk. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja erindið.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar.
      Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.

    • 1511194 – Kaldárselsvegur,Hlíðarþúfa 424,Breyting

      EGM ehf sækir 17.11.15 um breytingu á þaki, gluggi á hlöðu og breyting á innra skipulagi. Samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dag.12.11.15

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1510365 – Reykjavíkurvegur 22, breyting

      Tekið fyrir að nýju umsókn Ólafs Einarssonar um leyfi til að breyta verslunarrými á 1.hæð áftur í íbúð. samkvæmt teikningum Gísla G.Gunnarsonar dag.15.10.15
      Samþykki íbúa fylgir með teikningum, samþykki eins húseiganda barst þann 28.10.15
      Nýjar teikningar bárust 6.11.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1510452 – Selvogsgata 3, bílskúr,geymsla

      Tekið fyrir að nýju erindi Kjartans F. Ásmundssonar um að breyta skúr á lóð í bílskúr/geymslu samkvæmt teikningum Sveins Valdimarssonar dags. 15.10.2015.

      Samþykkt að skipulagsfulltrúi grenndarkynni erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1509064 – Vesturgata 18-20, lóðabreyting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 8. september sl. var umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við samþykktar byggingarnefndarteikningar. Forsaga málsins og aðstæður vegna sorpmála við Vesturbraut verði kynnt fyrir íbúum. Athugasemdir bárust.

      Erindinu er vísað í skipulags- og byggingarráð.

    • 1509098 – Óseyrarbraut 22, breyting á deiliskipulagi.

      Anna Margrét Hauksdóttir sótti um f.h. Eimskipafélags Íslands um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
      Skipulags- og byggingarráð heimilaði umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 8.9. sl.

      Fyrir liggur breyting á deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti Alark dags. 2.9.2015.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 22. september sl að auglýsa tillögu að breytingunni skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatíma lokið, engin athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja breytingu á deiliskipulaginu. Skipulagsfulltrúa falið að ljúkja afgreiðslu deiliskipulagsins með vísan til 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1508580 – Kaplaskeið 16, byggingarstig og notkun

      Tekin fyrir að nýju ábending um að Kaplaskeið 16 er skráð á bst. 1 þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið í notkun.
      Lagt fram bréf Gunnars Hjaltalín dags 31.10.15.

      Afgreiðslu frestað.

Ábendingagátt