Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. nóvember 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 589

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1511234 – Fjarðargata 13-15, sölustaður fyrir flugeldasölu

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 20.11.2015 um leyfi fyrir 2×20 feta gáma sem staðsettur verður frá 26.12-6.1.16 vegna sölu á flugeldum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimila uppsetningu þessara gáma og er leyfið veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda.

    • 1511235 – Tjarnarvellir 1, sölustaðir fyrir flugeldasölu

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 20.11.2015 um leyfi fyrir 2×20 feta gáma sem staðsettur verður frá 26.12-6.1.16 vegna sölu á flugeldum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimila uppsetningu þessara gáma og er leyfið veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda.

    • 1511258 – Áramótabrenna 2015

      Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Hauka dags. 10. nóvember 2015 um heimld til að vera með áramótabrennu á svæði við Tjarnarvelli 7.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fallast á að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    • 1511040 – Álfaskeið 10, umsókn um byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju. Nýjar teikningar bárust 16.11.2015. Nýjar teikningar bárust 20.11.2015.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gera þarf eignaskiptayfirlýsingu.

    • 1405399 – Sörlaskeið 9, breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Sigurður Bergmann Jónasson og Einar Gunnar Bollason sækja 23.05.2014 um breytingu á Sörlasekið 9, hlöðurými fjarlægð og breytt í geymslur samkvæmt teikningum Jóns H. Hlöðverssonar dagsettar 08.05.2014
      Nýjar teikningar bárust 14.08.14, nýjar teikningar bárust 21.10.2015 stimplaðar SH
      Nyjar teikningar bárust 13.11.2015
      Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs bárust 18.11.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gera þarf eignaskiptayfirlýsingu.

    • 1511155 – Gjáhella 5, reyndarteikningar rými 0105,0205 og 0106,0206

      S 46 ehf og Kaplár ehf leggja inn 12.11.2015 reyndarteikningar af rýmum 0105,0205 , samkvæmt teikningum Haralds Valbergssonar dagsettar 11.11.2015.
      23.11.15 nýjar teikningar bárust.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gera þarf eignaskiptayfirlýsingu.

    • 1511267 – Álfaskeið 16, breyting

      Gísli Jónsson sækir 23.11.15 um að byggja norðan meginn við núverandi húsnæði. Í viðbyggingunni verður bílgeymsla og íveruherbergi á 1.hæð og í kjallara verður vinnustofa samkvæmt teikningum Hildar Bjarnardóttur dags.25.09.15

      Skipulagsfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

      Hildur Bjarnadóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis.

    • 1511108 – Íshella 7, Reyndarteikningar.

      Viking Life-Saving leggur inn reyndar teikningar hannaðar af Hauki Ásgeirsyni í mars 2014.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1511240 – Trönuhraun 7, breyting inni

      Ingvar og Kristján ehf legga 20.11.15 inn breytingu, fituskilja undir vöskum fjarðlægð. Samkvæmt teikningum Jóhanns M.Kristnssonar dags.20.11.15

      Málinu frestað, krafa er gerð um stimpil frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.

    • 1511226 – Fjarðargata 19, breyting á útsogi

      Sjöstjarnan ehf sækir 18.11.2015 um breytingu á útsogsbúnaði og settur ozon í staðinn, samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dagsettar 17.11.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1511271 – Ljósleiðararör, lögn frá Ísal að Fitjum, framkvæmdaleyfi

      Lögð fram umsókn Orkufjarskipta ehf dags. 27.10.2015 um framkvæmdaleyfi vegna lagnar ljósleiðararöra frá Ísal að aðveitustöðinni að Fitjum.
      Verkefnið er unnið í samráði við Vegagerðina sem veitt hefur heimild fyrir framkvæmdinni.

      Framkvæmdaleyfi er samþykkt, samræmist skilyrðum skipulagslaga 123/2010 um framkvæmdaleyf.

    • 1311319 – Öldugata 6. Breyting v/lokaúttektar mhl 02

      Egill Strange leggur 21.11.2013 inn nýjar teikningar v/ breytinga á glugga. Samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 25.02.2008. Samþykki nágranna barst 24.11.2015.

      Frestað milli funda

    • 1510470 – Hverfisgata 61, breytingar

      Tekið fyrir að nýju.
      Benedikt Þór Sigurðsson sækir 30.10.2015 um breytingu á teikningum, andyri tekið út og gluggi í stofu síkkaður samkvæmt teikningum Gests Ólafssonar dagsettar 26.10.2015
      Undisrskrift meðeiganda barst 24.11.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1506171 – Bæjarhraun 16, breyting

      Erindið var samþykkt 24.06.2015, lagðar inn nýjar teikningar, breyting EW30 gler sett við svalir og geymslu breytt í setustofu

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1511150 – Hringbraut 61,svalalokun

      Sæmörk ehf sækir 12.11.15 um Lokun á svölum 0104,0203 og 0204 með svalalokun frá solarlux(skelinehf.is)samkvæmt teikningum Ragnheiðar Sverrisdóttur dags.10.11.15 Nýjar teikningar bárust 24.11.2015.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1511254 – Norðurhella 15, fyrirspurn

      Bragi Ólafsson leggur 20.11.2015 inn fyrirspurn um leyfi til að breyta húsnæði í 16. litlar íbúðir, 8 íbúðir á hvorri hæð.

      Vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1511220 – Íshella 1,3 og 3a, Fyrirspurn

      HB eignir ehf leggur 18.11.15 inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi sjá meðfylgjandi gögn.

      Málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1506388 – Kirkjuvellir 8 og 12

      Tekið fyrir að nýju.
      Sigurlaug Sigurjónsdðóttir ASK arkitektar sækir fyrir hönd FM-húsa um breytingu á deiliskipulagi lóðanna í samræmi við uppdrátt dags. 11.06.2015. Tölvupóstur dags. 18.06.2015. Ný fyrirspurn barst 24.8.2015 ásamt uppdráttum dags.21.8.2015.

      Málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1511074 – Hnoðravellir 27, Milliloft og þakgluggi

      Gosi,trésmiðja ehf sækir 5.11.2015 um breytingu á millilofti og þakglugga samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 3.11.2015. Skráningartafla barst 23.11.15

      Málinu frestað. Umsækjandi geri grein fyrir stærðarbreytingum með vísan til gildandi deiliskipulagsuppdráttar frá 15.08.2007

    • 1502474 – Dalsás 2-6 skráningartafla

      Tekið fyrir að nýju.
      V.H.E ehf leggur 25.02.15 inn breytta skráningartöflu teiknaða af Sigurði Þorvarðarson dags. 18.04.12
      Nýjar teikningar bárust 12.11.2015

      Umsækjanda ber að gera grein fyrir breytingum á sorpílátum og fyrirkomu bílastæða á lóð miðað við samþykkta uppdrætti

Ábendingagátt