Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. desember 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 591

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1512069 – Brekkuás 4, reyndarteikningar

      Þór Sigurlaugur Jóhannsson og Þórhildur Þórðardóttir leggja 4.12.2015 inn reyndarteikningar unnar af Jóni B. Einarsyni dagsettar 20.10.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1512085 – Ljósleiðari, Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegur.

      Brú Emerald, slhf óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðara með Reykjanesbraut frá álveri að Krýsuvíkurvegi eins og meðfylgjandi gögn sýna.

      Afgreiðslu frestað á milli funda.

    C-hluti erindi endursend

    • 1512007 – Kirkjuvellir 12 a&b, byggingarleyfi

      Fjarðarmót ehf sækir 1.12.2015 um leyfi til að byggja fjölbýli á 3.hæðum með 14 íbúðum í samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 30.11.2015

      Afgreiðslu frestað, sjá athugasemdir

    • 1511380 – Erluás 1, fyrirspurn

      AHK ehf leggur 30.11.2015 inn fyrirpurn , þar sem óskað er eftir að fá að breyta atvinnuhúsnæði í 2.íbúðir.

      Vísað til skipulags-og byggingarráðs

    • 1512026 – Svalbarð 15, íbúð 0001, umsókn um byggingarleyfi

      Sótt er um leyfi fyrir byggingu sólskála í kjallaraíbúð á norðvestur hlið hússins skv. teikningum Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 1.12.2015

      Afgreiðslu frestað á milli funda.

    • 1512027 – Vitastígur 12, bílskúr og færsla á hurð

      Svanþór Eyþórsson sækir 2.12.2015 um að byggja bíslúr og færa hurð á íbúðarhúsi samkvæmt teikningum Odds Finnbjarnarsonar dagsettar 24.11.2015
      Netfang hönnuður: thg@thg.is
      Teikningar með undirskrift nágranna barst 04.12.15

      Afgreiðslu frestað milli funda

Ábendingagátt