Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. janúar 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 597

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 16011189 – Traðarberg 7, viðbygging

      Stellar ehf.sækja 21.01.2016 um neðanjarðar viðbyggingu samkvæmt teikningum Hildar Bjarnardóttur dagsettar 19.1.2016

      Skipulagsfulltrúi sendir erindið í grenndarkynningu, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.

    • 16011155 – Suðurgata 18, íbúðir

      Lögð fram fyrirspurn Gylfa Bergmann Heimissonar dags. 20.1. 2016 um að breyta ofangreindu húsnæði í íbúðir.

      Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs

    • 16011234 – Álhella 3, breyting

      Geymslusvæðið ehf sækir 25.01.16 um að breyta flóttaleiðum og brunakröfum samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar dags. 25.05.2010

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 16011140 – Norðurvangur 15, breyting

      Bergsveinn Jónsson sækir 19.1. 2016 um að reisa útigeymslu við lóðarmörk/bílgeymslu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 16011277 – Drekavellir 4, fyrirspurn

      Íslandsbanki hf.og íbúaeigendur á Drekavöllum 4, leggja 26.1.2016 inn fyrirspurn óska eftir að fá að byggja yfir svalir,sjá meðfylgjandi gögn.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum um byggingarlýsingu sem tekur meðal annars á nýtingarhlutfalli, skráningartöflu, flóttaleiðum, samþykki meðeignenda.
      Bent er á að ekki hefur farið fram lokaúttekt á húsnæðinu og engin byggingarstjóri er skráður á verkið.

    • 1510452 – Selvogsgata 3, bílskúr,geymsla

      Tekin fyrir að nýju umsókn Kjartans Freys Ásmundssonar dags. 29.10.2015 um að breyta skúr á lóð í bílskúr/geymslu samkvæmt teikningum Sveins Valdimarssonar dags. 15.10.2015
      Nýjar teikningar bárust 24.11.2015

      Erindið var grenndarkynnt 17.12. 2015, athugasemdir bárust.

      Afgreiðslu frestað þar til búið er að fara yfir athugsemdir.

Ábendingagátt