Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. mars 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 606

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1603409 – Eskivellir 11, breyting

      Haghús ehf sækja 17.03.2016 um að breyta innra skipulagi á baðherbergjum og eldhúsum samkvæmt teikningum Jón Hrafn Hlöðversson dags. 25.05.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 16011200 – Snjóbrettamót, Thorsplan

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar óskar með bréfi dags. í febrúar 2016 eftir heimild til að halda snjóbrettamót á Thorsplani 16 apríl n.k

      Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og heimilar snjóbrettamótið þann 16 apríl. Nánari útfærsla verði í samráði við umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    • 1603601 – Háberg 11, breyting á bílastæði

      Þórður Hjalti Þorvarðarson sækir þann 23.3.2016 um að bæta við bílastæði og skúr á ofangreindri lóð.

      Erindinu er synjað þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1603602 – Hnoðravellir 46 - 50, breyting

      Virki ehf sækir 29.3.2016 um breytingu á innraskipulagi lóðanna Hnoðravellir 46 – 50 samkvæmt teikningum Guðbjarts Magnússonar dags. 18.3.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1603585 – Breiðvangur 24-28, bílskúrar, fyrirspurn

      Alfreð G. Maríusson formaður húsfélagsins leggur inn fyrirspurn dags. 23.3.2016 um heimild til að klæða þök bílskúranna með bárustáli og setja vatnshalla.

      Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, sækja þarf um byggingarleyfi og leggja inn teikningar af fyrirhuguðum breytingum

    • 15011092 – Sörlaskeið 22, viðbygging

      Hves ehf kt.600814-0360 sótti þann 28.01.2015 um leyfi til að reisa viðbyggingu við suðurhlið hesthúss.

      21.03.2016
      Byggingarleyfi útrunnið, gjöld ógreidd.

      Byggingarfulltrúi fellur úr gildi byggingarleyfið sem var gefið út 18.03.2015

    B-hluti skipulagserindi

    • 1507054 – Krýsuvík, stæði fyrir súpubíl

      Tekið fyrir að nýju:
      Jónína Gunnarsdóttir Farmer´s Soup sótti um þann 29. september 2015 um leyfi fyrir staðsetningu matarbíls í Krýsuvík 15. maí – 15. september 2016. Gefið var leyfi til reynslu júlí 2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísað erindinu til umsagnar Reykjanesfólksvangsnefndar og menningar- og ferðamálanefndar. Jákvæðar umsagnir hafa borist.

      Byggingarfulltrúi heimilar staðsetningu súpubílsins á umræddu tímabili en vekur athygli á að ekkert aðgengilegt rafmagn er í Seltúni.
      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum.

      Vakin er athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessarar starfsemi.
      Allt rusl og drasl skal fjarlægt eftir daginn og svæðið skilið eftir í viðunandi ástandi.

Ábendingagátt