Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. apríl 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 608

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1603327 – Dalshraun 5, breyting

   Tekið fyrir að nýju.
   Brimborg ehf sækir 14.3.2016 um breytingu á MHL 01&03 sameinaðir í mhl01. Breytt innraskipulagi og komið fyrir auka bílsastæðum , samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dagsettar 24.2.2016
   Stimpill Lota fyrifarið af brunahönnuði bárust 16.3.2016. Nýjar teikningar bárust 4.4.2016.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1604094 – Háholt 23, svalalokun

   Hilmar Fjeldsted Lúthersson sækir 5.4.2016 um svalalokun á íbúð 302, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar feb.2016
   Stimpill frá SHS og undirskriftir nágranna barust einnig.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1604162 – Dalshraun 13, breyting á rými 106.

   Kjötkompaní ehf sækja 8.4.2016 um breytingu á innraskipulagi rými 106, samkvæmt teikningum Jóhanns M. Kristinssonar dagsettar 6.4.2016

   Afgreiðslu frestað gera þarf grein fyrir starfsmannaaðstöðu

  • 1604120 – Dalshraun 13, reyndarteikningar

   Mörk ehf.og Þorp ehf leggja 5.4.2016 inn reyndarteikningar af Dalshrauni 13.
   Unnar af Jóhanni M.Kristinssonar dagsettar 11.3.2016
   Stimpill frá SHS barst einnig.

   Afgreiðslu frestað. Gera grein fyrir flóttaleið frá millilofti og lagfæra skráningartöflu

  • 1604252 – Víðistaðatún, afnot af svæði fyrir tjaldbúðir skátafélagins Hraunbúa

   Guðrún Ásta Gunnarsdóttir rekstrarstjóri Hraunbúa og Ferðabúa óskar með tölvupósti dags. 11. apríl eftir leyfi fyrir tímabundnar tjaldbúði á Víðistaðatúni í tengslum við skátastarf.

   Skipulags og byggingarfulltrúar samþykkja að veita tímabundið leyfi fyrir tjaldbúðir á Víðistaðatúni svo fremi sem þær hindri ekki aðgang að frisbígolfi og strandblakvelli sem eru á Víðistaðatúni.

  • 1512007 – Kirkjuvellir 12 a&b, byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju.
   Fjarðarmót ehf sækir 1.12.2015 um leyfi til að byggja fjölbýli á 3.hæðum með 14 íbúðum í samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 30.11.2015
   3 settið með stimpli frá SHS barst 8.12.2015
   Nýjar teikningar bárust 16.12.2015.
   Nýjar teikningar bárust 12.01.2016.
   Teikningar með stimpli frá SHS. barst 13.1.2016
   Búið að auglýsa í B deild deiliskipulagsbreytinguna

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1602274 – Reykjavíkurvegur 10, svalir

   Tekið fyrir að nýju.
   Anton Stefánsson sækir 12.2.2016 um að gera byggja svalir á Reykjavíkurveg 10, samkvæmt teikningum Samúels Hreggviðssonar dagsettar 25.11.2015 , samþykki nágranna barst einnig.

   Afgreiðslu frestað. Hönnuður þarf að hafa samband við skipulagsfulltrúa

  • 1604283 – Hringbraut 13, strætóskýli.

   Halldór Ingólfsson verkefnastjóri framkvæmda- og rekstrardeildar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir strætóskýli við Hringbraut 13.

   Skipulags og byggingarfulltrúar samþykkja útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

  • 1603705 – Bæjarhraun 24. Breyting.

   Hraunborgir ehf. leggja 31.03.2016 inn reyndarteiknigar af húsinu samkvæmt teiknigum Ágústs Þorðarson 10.02.2015. Sjá meðfylgjandi blað með útskyringum.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1604175 – Norðurhella 15, breyting

   Selið Fasteignafélag ehf. sækir 8.4.2016 um að gera 16.íbúða gistiheimili samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dagsettar 8.4.2016

   Afgreiðslu frestað þar sem umsókn samræmist ekki fyrirspurn, hvað varðar gistiheimili.

  • 1604121 – Skipalón 1, svalalokun

   Skipalón 1, húsfélag sækir 5.4.2016 um svalalokanir og sólpalla samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 4.4.2016
   Undirskriftir nágranna komu einnig.

   Afgreiðslu frestað með hliðsjón af athugasemdum byggingarfulltrúa.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. febrúar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Bæjarhraun samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatíma er lokið og barst ein athugasemd.

   Skipulagsfulltrúi vísar málinu til skipulags- og byggingarráðs.

Ábendingagátt