Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. apríl 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 609

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1604162 – Dalshraun 13, breyting á rými 106

      Tekið fyrir að nýju.
      Kjötkompaní ehf sækja 8.4.2016 um breytingu á innraskipulagi rými 106, samkvæmt teikningum Jóhanns M. Kristinssonar dagsettar 6.4.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1604373 – Norðurhella 7. Umsókn um byggingarleyfi

      Tæki.is sækir 18.04.2016 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dagsettar 12.apríl 2016.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1511381 – Flugvellir 1, reyndarteikningari

      Lögð fram að nýju umsókn Iceeigna ehf móttekin 30.11.2015 þar sem sótt er um að fá reyndarteikningar samþykktar.
      Nýjar teikningar bárust 4 apríl 2016.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1604120 – Dalshraun 13, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju:
      Mörk ehf.og Þorp ehf leggja 5.4.2016 inn reyndarteikningar af Dalshrauni 13.
      Unnar af Jóhanni M.Kristinssonar dagsettar 11.3.2016
      Stimpill frá SHS barst einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1604358 – Hvaleyrarbraut 12,Fyrirspurn

      Sýningaljós slf. leggja 18.04.16 inn fyrirspurn um tillögur um byggingu iðnaðar- og þjónustubyggingar á lóðinni.

      Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs

    • 1604432 – Thorsplan, sumardagurinn fyrsti.

      Ragna Rut Magnúsdóttir rekstarstjóri hjá fræðslu- og frístundaþjónustu óskar eftir að setja niður 3 jólaþorpshús á Thorsplan í tengslum við dagsskrá á sumardaginn fyrsta.

      Skipulagsfulltrúi heimilar uppsetningu jólaþorpshúsanna á Thorsplani.

    • 1011324 – Norðurhella 5, byggingarstig og notkun

      Tekið fyrir að nýju.
      Norðurhella 5 er skráð á bst. 4, mst.8 þrátt fyrir að það virðist búið að byggja húsið, vantar lokaúttekt.

      Þann 19.8.2015 var ítrekað að eigendur skrái byggingarstjóra og sæki um lokaúttekt innan 6 vikna, annars kæmi til dagsekta. Lagðar verða á dagsektir frá og með 15 júni n.k. í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 þar sem ekki var brugðist við ítrekuðum ábendingum.

    C-hluti erindi endursend

    • 1604418 – Kaldárselsvegur, skilti fyrir Hraunhesta

      Skapti Sveinsson óskar eftir því í tölvupósti dags. 18. apríl að setja upp leiðbeiningarskilti við Kaldárselsveg.

      Skipulagsfulltrúi heimilar ekki að sett sé upp skilti við Kaldárselsveg og vísar í samþykkt um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 29. mars 2012.

Ábendingagátt