Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. maí 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 611

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1604121 – Skipalón 1, svalalokun

      Tekið fyrir að nýju:
      Skipalón 1, húsfélag sækir 5.4.2016 um svalalokanir og sólpalla samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 4.4.2016
      Undirskriftir nágranna komu einnig.
      Nyjar teikningar bárust 28.4.2016 og stimpill frá SHS.

      Afgreiðslu frestað þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

      Vantar að skrá svalalokun/garðskála fyrstu hæðar með rýmisnúmeri, stærð og málsetja, vantar hurð, vantar nýja skráningartöflu.

    • 1605072 – Hvaleyrarvatn, kvikmyndataka.

      Republik ehf óskar eftir að fá fyrir kvikmyndatöku við Hvaleyrarvatn á tímabilinu 6-8 maí nk. Kvikmyndatakan tekur ca. 4 klukkutíma.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar kvikmyndatökuna með skilyrðum um góða umgengni og eins litla röskun og hægt er. Allt rusl, drasl og lausamunir skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í viðunandi ástandi.

    • 1605074 – Skógarás 14, land í fóstur.

      Erna Geirlaug Árnadóttir Skógarási 14, óskar eftir að taka 4×6 m spildu í fóstur eins og meðfylgjandi gögn sýna.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar að umrædd spilda verði tekin í fóstur. Bent er á að umsækjandi þarf að gera samning um notkun svæðisins við Hafnarfjarðarbæ.

    • 1604542 – Flugvellir 1, fyrispurn skilti

      Ólafur Axelsson óskar eftir að setja upp skilti skrifstofuhús á Flugvöllum 1. Skiltið yrði staðsett sem næst Reykjanesbraut.

      Afgreiðslu frestað.
      Í gildandi samþykkt um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar kemur fram að heimilt sé að setja upp þjónustuskilti innan lóðar á athafnasvæðum. Þar kemur einnig fram að stærðin má ekki fara yfir 6 metra og heildarflatarmál má ekki fara yfir 9 metra. Þetta skilti stendur utan lóðar og er ekki í samræmi við áðurnefnda samþykkt.

    • 16011233 – Tjarnarvellir 11, breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      RA6 ehf sækir 25.01.16 um að breyta innra fyrirkomulagi samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags. 16.01.16
      Nýjar teikningar bárust 29.04.16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1604580 – Holtabyggð 3, fyrirspurn, bílskúr

      Haukur Jónsson leggur 29.4.2016 inn fyrirspurn.
      Óskar eftir að fá að reisa bílskúr, sjá meðfylgjandi gögn.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1605090 – Traðarberg 7, breyting á byggingarleyfi

      Lögð fram umsókn Ólafs Más Sigurðssonar dagsþ 3. 5. 2016 þar sem sótt er um að breyta fyrri umsókn, einangað að utan, og þakgluggi verið með björgunaropi.

      Hildur Bjarnadóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 16011204 – Skarðshlíð aðalskipulagsbreyting

      Á fundi bæjarstjórnar þann 03.02.2016 var eftirfarandi samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013- 2025 hvað varðar svæði austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs, þannig að svæðið verði skilgreint sem íbúðasvæði. Tillaga að breyttu aðalskipulagi var auglýst frá 22.02.2016 með athugasemda fresti til 04.04.2016. Engar athugasemdir bárust.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að ljúka málinu með vísann til 2. mgr. 36. gr. laga nr. 123/2010.

Ábendingagátt