Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. maí 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 613

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1605278 – Brekkuhlíð 7, fyrirspurn

   Lagt fram erindi Böðvars Guðmundsson dags. 17. 5. 2016 þar sem óskað er heimildar til að byggja einfalda einangraða timbur viðbyggingu, 6,12 fermetra að stærð, aftan við bílskúr á ofangeindri lóð.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um gildandi deiliskipulag og viðkomandi reglugerðir.

  • 1605205 – Hamarsbraut 12, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Lögð fram fyrirspurn Karls Magnúsar Karlssonar móttekin 10. maí 2016 hvort hægt sé að nýta rými sem myndast í sökkli sem geymslu þannig að lofthæð verði 1.80 cm.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið þar sem gert er ráð fyrir amk 180 cm hæð á kjallara.

  • 1605241 – Miðvangur 145, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Lögð fram fyrirspurn Péturs Ingasonar mótt.12.5.2016 varðandi leyfi fyrir útlitsbreytingu á sólstofu. Um er að ræða endurbyggingu á eldri sólstofu.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið, sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

  • 1605240 – Reykjavíkurvegur 74,stækkun á eldhúsi

   Reginn atvinnuhúsnæði ehf.sækir 13.05.16 um stækkun á eldhúsi samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dag.24.04.16

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1605237 – Dalshraun 13, skilti

   Elmar ehf Dalshrauni 13 óskar þann 13.maí 2016 eftir að fá að reisa skilti skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið hefur áður verið tekið fyrir og synjað. Neikvæð umsögn framkvæmda- og rekstardeildar liggur fyrir.

   Skipulagsfulltrúi synjar erindinu á sömu forsendum og áður þar sem það skerðir umferðaröryggi og er á helgunarsvæði Vegagerðarinnar. Einnig er skiltið staðsett utan lóðar og ekki í samræmi við skiltasamþykkt sem samþykkt var 29. mars 2012 í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1509406 – Hnoðravellir 8-10, deiliskipulagsbreyting

   Lögð fram á ný tillaga Kára Eiríkssonar arkitekts dags. 01.09.2015 f.h. Péturs Ólafssonar byggverktak ehf að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Skipulags- og byggingarráð heimilaði vinnslu deiliskipulagsbreytingarinnar og að aulýsa hana á fundi sínum þann 22.09.2016. Tillagan var auglýst frá 01.04.2016-13.05.2016, engar athugasemdir bárust.

   Með vísan til 1. mgr. 2.gr. samþykktar um afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 767/2005 er samþykkt að ljúka málinu í samræmi við 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1602226 – Einivellir 1-3. Fyrirspurn.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 17. febrúar sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingaráðs:
   Dverghamrar ehf. sækja með umsókn dags 10.02.2016 um að byggja fjölbýlishús með 47 íbúðir samkvæmt teikningum Jóns Guðmundsonar.Skipulag- og byggingarráð heimilaði lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað og í samræmi við 1. mgr. 43 gr. laga 123/2010. Erindið var auglýst frá 01.04.2016-13.05.2016. Engar athugasemdir bárust.

   Með vísan til 1. mgr. 2.gr. samþykktar um afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 767/2005 er samþykkt að ljúka málinu í samræmi við 2. mgr.43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1603323 – Kvistavellir 10-16, deiliskipulagsbreyting

   Tekið fyrir á ný erindi Reynis Einarssonar f.h. ER húsa ehf dags.11.03.2016, um hvort heimilað verði að breyta deiliskipulagi lóðanna við Kvistavelli 10-16 úr 2ja hæða húsum í eina hæð. Jafnframt lagðir fram uppdrættir Tendra dags. 11.03.2016. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa breytt deiliskipulag að ofangreindri lóð með vísan til 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 01.04.2016-13.05.2016. Engar athugasemdir bárust

   Með vísan til 1. mgr. 2.gr. samþykktar um afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 767/2005 er samþykkt að ljúka málinu í samræmi við 2. mgr.43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ábendingagátt