Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. maí 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 614

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1605437 – Fjarðargata 11, fyrirspurn,íbúðir

   Gísli Torfason og Birna Loftsdóttir leggja 23.5.2016 inn fyrirspurn þar sem óskað eftir að fá að breyta skrifstofuhúsnæði á Fjarðargötu 11. í íbúð skv. meðfylgjandi gögnum.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum reglugerða

  • 1604515 – Brekkugata 26, breyting

   Húsfélagðið Brekkurgötu 26 sækir er um leyfi fyrir svölum á tveim hæðum, ásamt sólskála á 2. hæð. Auk endurbóta á þakskeggi (sjá sérhlutauppdrátt, samkvæmt teikningum Arkitektastofu Þorgeirs dags. 25.4.2016.09.05.16
   Nýjar teikningar bárust með stimpli frá slökkviliðinu. 19.05.16

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1605351 – Dalshraun 3,Umsókn um byggingarleyfi

   Reitir ehf sækja með umsókn dags. 18.5.2016 um að breyta innréttingum og fyrirkomulagi á hluta 2. hæðar (suð-austur)sem hefur staðið ónotað skv. teikningum Baldurs Ól Svavarssonar daags. 17.5.16

   Afgreiðslu frestað, vantar brunahönnun.

  • 1605029 – Bæjarhraun 24, breyting

   Lómur ehf leggur 02.05.16 inn reyndarteikningar af grunnmynd 1.hæðar samkvæmt teikningum Ágústs Þórðarssonar dags. 27.05.16

   Afgreisðlufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið samanber bókun byggingarfulltrúa 27 apríl 2016, málsnúmer 1602274.

  • 1605468 – Bæjartorg-bauja-sjómannadagur

   Markaðsstofa Hafnarfjarðar sækir með tölvupósti dags.23.5. 2016 um að setja bauju á Bæjartorg í tilefni sjómannadags, baujan verður sett upp fyrir sjómannadag og fjarlægð að honum loknum.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið

  • 1405436 – Skógarás 10, aspir utan lóðar

   Tekið fyrir að nýju.
   Eigandi að Skógarási 10 gróðursetti aspir utan lóðar á bæjarlandi fyrir nokkrum árum síðan. Málið hefur verið tekið fyrir áður án árangurs.

   Eigandi að Skógarási 10 þarf að fjarlægja aspirnar og fær til þess 3 vikur, til 17 júní 2016, ef ekki verður brugðist við því verða þær fjarlægðar af Hafnarfjarðarbæ á kostnað eiganda.

  • 1605421 – Flatahraun 5a, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   John Mar Erlingsson f.h. Norður og Niður ehf gerir fyrirspurn 18.5. 2016 um hvort ósamþykktur skúr sem byggður er við húsið megi standa áfram.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í fyrirspurnina. Um er að ræða ólögleg framkvæmd sem samræmist ekki lögum og reglum. Rekstaraðili/eigandi skulu fjarlægja hina ólöglegu framkvæmd innan þriggja vikna, þ.e. fyrir 17 júni 2016.

  • 1602485 – Lækjargata 28, svalalokun

   Húsfélagið Lækjargötu 28 sækir 24.2. 2016 um að loka svölum skv. teikningum Kristins Ragnarsson dags. 5.2.2016.
   Nýjar teikningar bárust 14.04.16.
   Nýjar teikningar bárust 03.05.16
   Nyjar teikningar bárust 23.5.2016

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

  • 1605492 – Norðurbakki 9, íbúð 508. Sólstofa á þaki

   Ólafur Ragnar Hilmarsson gerir fyrirspurn um hvort byggja megi sólstofu við íbúð 0508.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í rindið að uppfylltum skilyrðum og að samþykki meðeigenda/nágranna liggi fyrir sbr. umsögn skipulagsdeildar.

  • 1604358 – Hvaleyrarbraut 12, fyrirspurn

   Tekið fyrir að nýju erindi Sýningarljóss slf frá 18.4. sl. Lagðar fram nýjar teikningar frá teiknistofunni Kvarði.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25.5.2016,

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa bendir á að fyrirliggjandi tillaga samrýmist ekki gildandi deiliskipulagi eins og fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa.

  • 1605482 – Herjólfsgata 36-40, breyting á íbúð 114.

   Morgan ehf. sækir um þann 23.5.2016 um breytingu á rými 114 úr sal í íbúð samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dagsettar 18.5.2016.
   Samkomulag umsækjanda Morgan ehf. við húsfélag Herjólfsgötu 36-40, dags. 10.05.2016 fylgir umsókn.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010 og 3. mgr. 43. gr. laga 123/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1605074 – Skógarás 14, land í fóstur.

   Tekið fyrir að nýju erindi Ernu Geirlaugar Árnadóttur og það endurskoðað m.t.t. til nýrra gagna.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar að umrædd spilda verði tekin í fóstur. Bent er á að umsækjandi þarf að gera samning um notkun svæðisins við Hafnarfjarðarbæ.

Ábendingagátt