Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. júní 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 615

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1602244 – Norðurbakki 1,rými 103, reyndarteikningar

      Art Werk ehf leggja 11.02.2016 inn reyndarteikningar af bili 103. samkvæmt teikningum Sigruðar Hallgrímssonar dagsettar 7.11.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1605568 – Drekavellir 13, breyting

      Fálkanes ehf. sækir 30.5.2016 um breytingu á innra skipulagi á ríshæð og bæta við þakgluggum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 28.5.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1604121 – Skipalón 1, svalalokun

      Tekið fyrir að nýju.
      Skipalón 1, húsfélag sækir 5.4.2016 um svalalokanir og sólpalla samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 4.4.2016.Undirskriftir nágranna komu einnig.
      Nyjar teikningar bárust 28.4.2016 og stimpill frá SHS.
      Nyjar teikningar bárust 27.5.2016 og stimpill frá SHS

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1605517 – Stapahraun 8, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn Stál og suðu ehf dags. 25.þ5.2016 þar sem óskað er eftir að byggja geymsluskyli við austur gafl hússins Stapahraun 8.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið.

    • 1605491 – Strandgata 32, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn Lindu Gunnarsdóttur dags. 25. maí 2016 þar sem sótt er um að merkja bílastæði fyrir fatlaða nálægt inngangi að Strandgötu 32.

      Afgreiðslu frestað. Gera þarf grein fyrir staðsetning á bílastæði, skila inn teikningu/skissu.

    • 1502027 – Hrauntunga 20,Fyrirspurn viðbygging v/bílskúr

      Tekið fyrir að nýju.
      Bjarni V.Sigurðsson og Guðbrandur Árni Ísberg leggja 02.02.15 inn fyrirspurn v/viðbyggingar við Bílskúr sjá meðfylgjandi gögn. Ný gögn bárust þann 26.5.16.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrua tekur neikvætt í erindið, samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1604442 – Selhella 3. breyting.

      Tekið fyrir að nyju.
      Opus fasteignafélag ehf. sækir 22.04.2016 um leyfi til að breyta skrifstofum á 1 hæð samkvæmt teikningum Davíðs Karlssonar dagsetar 18.04.2016.
      27.05.16 Nýjar teikningar bárust, ný skráningartafla og teikningar með stimpli frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 16011233 – Tjarnarvellir 11, breyting

      Með bréfi dags. 30. maí 2016 sækir RA6 ehf um með að gera sérafnotaflöt beggja vegna hússins, að Tjarnarvöllum 11, samkvæmt uppdrætti dags.30.05.2016 en á fundi skipulags- og byggingarráðs 17. maí sl. var tekið jákvætt í erindið og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir afmörkum sérafnotaflatar við Tjarnarvelli 11 fyrir sitt leyti, samanber uppdrátt arkþings 30.05.2016. með fyrirvara um sambærilega breytingu er nær til annarra lóða við Tjarnarvelli.
      Erindinu vísað skipulags og byggingarráði.

    • 1604313 – Stapahraun 11, byggingaleyfi

      Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf sækir 14.04.16 um að fá leyfi til að stækka aðstöðu fyrirtækisins. Stækkun framleiðsluhluta mhl.02. Breyting Vöruskemmu mhl.01 og bygging nýs vöruhúss mhl.03 samkvæmt teikningum Ívars Örns Guðmundsonar dag.11.04.16

      Skipulagsfulltrúi veitir leyfi til jarðvinnu með visan til samþykktar frá 21.11.2007

    B-hluti skipulagserindi

    • 1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi

      Eigendur að Bæjarhrauni 6 og 8 óska eftir að hefja framkvæmdir við bílastæði skv. br. á skipulagi sem öðlast hefur gildi með birtingu í B deild þann 30. maí sl.

      Skipulagsfulltrúi veitir umbeðið framkvæmdaleyfi sé það í samræmi við gildandi skipulag og skv. þeim samningi sem undirritaður hefur verið milli framkvæmdaraðila og Hafnarfjarðarbæjar og að hönnunargögn liggi fyrir.

    • 1605614 – Strandgata 28 -30, tyrfa bílastæði.

      Geir Bjarnason fræðslu- og frístundaþjónustu óskar eftir því að tyrfa bílaplanið hjá Strandgötu 28-30 fyrir 17. júní nk. Torfið verður tekið 20. júní. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Ábendingagátt