Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. júní 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 616

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1605592 – Eyrarholt 1, svalir

   Sturla Bragason sækir 30.5.2016 um svalalokun á íbúð 03-02 samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 13.5.2016.
   Undirskriftir nágranna bárust einning.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Áskilin lokaúttekt.

  • 1602504 – Hlíðarás 24, reyndarteikning

   Tekið fyrir að nýju.
   Hástígur leggur 26.02.16 inn reyndarteikningar teiknaðar af Inga Gunnari Þórðarsyni dags. 12.12.2006/15.02.2016. Nýjar teikningar bárust 07.06.2016.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1606027 – Hringbraut 73, fyrirspurn um byggingu bílskúrs

   Lögð fram fyrirspurn Jóns Magnússonar send í tölvupósti 1. júni 2016 um að fá að byggja bílskúr á lóðinni.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið að enda verði byggt innan byggingarreits.

  • 1606028 – Lækjarberg 30, breyting

   Magnús Magnússon sækir 1.6.2016 um breytingar innanhúss og viðbyggingu skv. teikningum T.ark dags. 1.6.206

   Afgreiðslu frestað.

  • 1606020 – Furuvellir 35. Breyting.

   Héðinsnaust leggur 1.06.2016 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dagsettar 30.05.2016

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  B-hluti skipulagserindi

  • 1602361 – Fornubúðir 5, breyting á lóðarheiti

   Lögð fram ósk eigenda að Fornubúðum 5 send í tölvupósti 17.2. sl. um heimilisfangabreytingu lóðarinnar í Cuxhavengötu.
   Hafnarstjórn samþykkti erindið á fundi sínum þann 18.2.2015, fyrir sitt leyti, að því gefnu að lóðarhafi greiði allan kostnað við breytingarnar.

   Hafnarstjórn vísar málinu til umhverfis- og skipulagsþjónustu.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á götuheiti lóðarinnar Fornubúðir 5 í Cuxhavengötu 6.

  • 1606119 – Óleyfileg skilti

   Skiltum hefur verið komið fyrir víða um bæinn án heimildar.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar málinu til skipulags- og byggingarráðs.

Ábendingagátt