Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. júní 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 617

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1606275 – Reykjavíkurvegur 62-dagsektir

   Á baklóð við Reykjavíkurveg 62 eru til staðar óleyfisframkvæmdir, skjólveggir hafa verið settir upp, grunur er um ólöglega búsetu, númerslausir bílar eru á baklóðinni. Eigendum var sent bréf 29.3. sl. þar sem veittur var frestur til 15. apríl til að gera úrbætur að öðrum kosti verði lagðar dagsektir á eigendur.
   Árið 2011 voru gerðar athugasemdir við ólöglega búsetu í kjallara og umgengi á lóð án árangurs.

   Lagður fram tölvupóstur húsfélagsins Reykjavíkurvegi 62 sendur 14. júní 2016 þar sem dagsektum á eigendur fyrstu og annarar hæðar er mótmælt. Framangreint ástand sé á ábyrgð eigenda kjallarans og hafi húsfélagið ítrekað krafist úrbóta án árangurs.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigendur rýmis 0001 í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

  • 0905095 – Húsvarðaríbúðir í atvinnuhúsnæði

   Farið yfir skilmála um húsvarðaríbúðir sem settir voru árið 1989.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar skilmálum varðandi húsvarðaríbúðir til skipulags- og byggingarráðs til endurskoðunnar.

  • 1606155 – Kvistavellir 48, breyting á anddyri

   Steinunn Þorsteinsdóttir sækir 9.6.2016 um breytingu á anddyri samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dagsettar 3.1.2015

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1605351 – Dalshraun 3,Umsókn um byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju.
   Reitir ehf sækja með umsókn dags. 18.5.2016 um að breyta innréttingum og fyrirkomulagi á hluta 2. hæðar (suð-austur)sem hefur staðið ónotað skv. teikningum Baldurs Ól Svavarssonar dags. 17.5.16
   Nýjar teikningar bárust 10.06.2016 með stimpli brunahönnunar.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1606211 – Kvistavellir 10,byggingarleyfi

   Er hús ehf sækja 13.06.16 um að byggja staðsteypt raðhús á lóðunum Kvistavellir 10-16 samkvæmt teikningum Þórarins Malmquist dags. 08.06.16

   Afgreiðslu frestað með hliðsjón af fyrirliggjandi athugasemdum.

  • 1606240 – Hnoðravellir 8a,8b og 10 byggingarleyfi

   Sótt er um að byggja raðhús

   Afgreiðslu frestað með hliðsjón af fyrirliggjandi athugasemdum.

  • 1502314 – Suðurhella 6,reyndarteikningar

   Tekið fyrir að nýju.
   Sigurður Gestsson leggur 16.02.15 inn reyndarteikningar fyrir Suðurhellu 6. Samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dag.05.02.15
   Nýjar teikningar bárust 6.11.2015
   Nýjar teikningar bárust 09.06.2016

   Afgreiðslu frestað. Ekki er leyfilegt að vera með húsvarðaríbúð í atvinnuhúsnæði, nema eigandi þess eigi yfir 1000 m2 í því húsi.

  • 1606287 – 17 júni stöðuleyfi fyrir jólaþorpshúsin

   Íþrótta og tómstundanefnd óskar eftir stöðuleyfi fyrir jólaþorpshús á 17 júni.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir stöðuleyfi fyrir jólaþorpshús á 17. júni í miðbæ Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt